Grænir skattar sagðir bitna hart á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 24. desember 2023 08:20 Skipaflutningar Grænlendinga fara núna í gegnum Ísland í samstarfi Royal Arctic Line og Eimskips. KMU Fraktgjöld til Grænlands munu hækka frá og með nýári þegar Evrópusambandið tekur upp kolefnisskatt á skipaumferð og árið 2025 verður flugumferð til Grænlands fyrir áhrifum af nýjum dönskum skatti á flugfarþega. Svo segir í úttekt grænlenska fréttamiðilsins Sermitsiaq undir fyrirsögninni: „Verðhækkanir: Grænir skattar bitna hart á Grænlandi.“ Í greininni segir að bæði danskir og evrópskir stjórnmálamenn hafi ríkan metnað til að færa orkunotkun yfir í jarðefnalaust eldsneyti. Það verði grænlenskum neytendum dýrt, þó svo að skattar og gjöld í krafti sjálfsstjórnarlaga Grænlands séu á ábyrgð grænlenska þingsins Naalakkersuisut. Vegna þess að það séu bara neytendur sem borga þegar ný gjöld eru lögð á vöruflutninga og flug. Nýju grænu skattarnir hafi áhrif á farmgjöld skipafélaga og framtíðargjöld flugfarþega hafi áhrif á alla sem fljúga á milli Danmerkur og Grænlands. Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Friðrik Þór Halldórsson Frá og með nýju ári mun Evrópusambandið taka upp kolefnisskatt á alla skipaflutninga inn og út úr sambandinu. Það segir Sermitsiaq bitna hart á grænlenska skipafélaginu Royal Arctic Line. Skipafélagið hafi séð sig knúið til að hækka farmgjöldin frá og með nýju ári um eitt prósent í bili. Royal Arctic Line viti þó ekki í raun og veru hvað nýja gjaldið til ESB mun kosta. Það gæti hæglega orðið enn hærra. Skatturinn sé innheimtur með því að skipaútgerðir þurfi að kaupa loftslagskvóta á markaði. Verð þeirra ráðist af framboði og eftirspurn og búast megi við að verðið hækki í framtíðinni einfaldlega vegna meiri eftirspurnar. Grænlenski fréttamiðillinn bendir á að Evrópusambandið hyggist nota fjármunina til að styðja verkefni í þágu grænna orkuskipta, meðal annars til að virkja vatnsafl, og að raforkan verði síðan notuð til að framleiða vetni eða ammoníak. Augljós tækifæri séu fyrir Grænlendinga til sækja fjármuni til Evrópusambandsins til slíkra verkefna á Grænlandi. Airbus A330-breiðþota Air Greenland.KNR Öðru máli gegni um skattinn sem Danmörk muni setja á allt flug frá árinu 2025. Danska þingið hafi nefnilega ákveðið fyrirfram að tekjur af því renni til styrkja danska lífeyriskerfið í Danmörku. Flugfarþegaskatturinn þýði í reynd að grænlenskir lífeyrisþegar þurfa að borga fyrir að danskir lífeyrisþegar fái sinn lífeyri hækkaðan, segir Sermitsiaq. Flugfarþegaskattur verði upphaflega 30 danskar krónur, um 600 íslenskar krónur, á farþega til Grænlands frá 2025. Skatturinn verði síðan hækkaður árið 2030 í 50 danskar krónur, um 1.000 íslenskar krónur. Frá flugvellinum í Kangerlussuaq.KNR „Flugskatturinn er hækkun á þegar mjög dýrum farmiða. Við verðum að styðja græn umskipti heima og á heimsvísu. En það er ósanngjarnt að grænlenskir neytendur þurfi að greiða fyrir viðbótarlífeyrisbætur í Danmörku til að komast heim til Grænlands,“ segir Aaja Chemnitz Larsen, þingmaður Grænlendinga á danska þinginu, í viðtali við Sermitsiaq. Grænlenski þingmaðurinn óttast jafnframt að flugfarþegaskatturinn hafi áhrif á ferðaþjónustuna sem fylgi nýju flugvöllunum í Nuuk, Ilulissat og Qaqortoq. „Það eru skýrar væntingar um að nýju Atlantshafsflugvellirnir muni fjölga ferðamönnum til Grænlands. Ég óttast að flugskatturinn muni fæla ferðamenn frá því að heimsækja Grænland,“ segir Aaja Chemnitz. Hún segist hafa borið málið upp við danska skattamálaráðherrann en ekki fengið nein svör, enn sem komið er. Hún segist þó hugga sig við að flugskatturinn til Grænlands verði í lægsta þrepi, það er 30 krónur danskar, sama gjald og verði í innanlandsflugi innan Danmerkur. Fjallað var um orkumál Grænlendinga í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur árum: Grænland Loftslagsmál Danmörk Skipaflutningar Fréttir af flugi Umhverfismál Tengdar fréttir Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Lentu samkomulagi um losun frá flugsamgöngum Ráðherraráð Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um nýjar reglur til þess að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum í nótt. Íslensk stjórnvöld krefjast undanþága frá reglunum. 26. apríl 2023 11:38 Losun frá flugi og siglingum jókst um 95 prósent eftir faraldurinn Útblástur gróðurhúsaloftegunda vegna alþjóðasamgangna frá Íslandi jókst um 95 prósent á milli ára í fyrra þegar ferðatakmörkunum eftir heimsfaraldurinn var aflétt. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda stóð svo gott sem í stað á milli ára í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar. 31. ágúst 2023 08:59 Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands. 15. desember 2021 22:22 Eimskip getur ekki skorið „endalaust niður“ en þarf að kaupa losunarheimildir Árið 2026 mun Eimskip þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir 12,7 milljónir evra, jafnvirði 1,8 milljarða króna. „Miklar hagræðingaraðgerðir hafa átt sér stað hjá Eimskip undanfarin ár en ekki er hægt að skera endalaust niður,“ segir í verðmati. 1. september 2023 11:38 Mikilvægt að ESB viðurkenni sérstöðu Íslands í flugsamgöngum Forstjóri Icelandair segir það mikilvægt að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi viðurkennt sérstöðu Íslands í tengslum við breytingar á losunarheimildum til flugfélaga í gær. Verði ekki tekið tillit til sjónarmiða Íslands gæti verðmunur á flugferðum frá landinu hlaupið á fleiri þúsundum króna. 17. maí 2023 09:04 Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Í greininni segir að bæði danskir og evrópskir stjórnmálamenn hafi ríkan metnað til að færa orkunotkun yfir í jarðefnalaust eldsneyti. Það verði grænlenskum neytendum dýrt, þó svo að skattar og gjöld í krafti sjálfsstjórnarlaga Grænlands séu á ábyrgð grænlenska þingsins Naalakkersuisut. Vegna þess að það séu bara neytendur sem borga þegar ný gjöld eru lögð á vöruflutninga og flug. Nýju grænu skattarnir hafi áhrif á farmgjöld skipafélaga og framtíðargjöld flugfarþega hafi áhrif á alla sem fljúga á milli Danmerkur og Grænlands. Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Friðrik Þór Halldórsson Frá og með nýju ári mun Evrópusambandið taka upp kolefnisskatt á alla skipaflutninga inn og út úr sambandinu. Það segir Sermitsiaq bitna hart á grænlenska skipafélaginu Royal Arctic Line. Skipafélagið hafi séð sig knúið til að hækka farmgjöldin frá og með nýju ári um eitt prósent í bili. Royal Arctic Line viti þó ekki í raun og veru hvað nýja gjaldið til ESB mun kosta. Það gæti hæglega orðið enn hærra. Skatturinn sé innheimtur með því að skipaútgerðir þurfi að kaupa loftslagskvóta á markaði. Verð þeirra ráðist af framboði og eftirspurn og búast megi við að verðið hækki í framtíðinni einfaldlega vegna meiri eftirspurnar. Grænlenski fréttamiðillinn bendir á að Evrópusambandið hyggist nota fjármunina til að styðja verkefni í þágu grænna orkuskipta, meðal annars til að virkja vatnsafl, og að raforkan verði síðan notuð til að framleiða vetni eða ammoníak. Augljós tækifæri séu fyrir Grænlendinga til sækja fjármuni til Evrópusambandsins til slíkra verkefna á Grænlandi. Airbus A330-breiðþota Air Greenland.KNR Öðru máli gegni um skattinn sem Danmörk muni setja á allt flug frá árinu 2025. Danska þingið hafi nefnilega ákveðið fyrirfram að tekjur af því renni til styrkja danska lífeyriskerfið í Danmörku. Flugfarþegaskatturinn þýði í reynd að grænlenskir lífeyrisþegar þurfa að borga fyrir að danskir lífeyrisþegar fái sinn lífeyri hækkaðan, segir Sermitsiaq. Flugfarþegaskattur verði upphaflega 30 danskar krónur, um 600 íslenskar krónur, á farþega til Grænlands frá 2025. Skatturinn verði síðan hækkaður árið 2030 í 50 danskar krónur, um 1.000 íslenskar krónur. Frá flugvellinum í Kangerlussuaq.KNR „Flugskatturinn er hækkun á þegar mjög dýrum farmiða. Við verðum að styðja græn umskipti heima og á heimsvísu. En það er ósanngjarnt að grænlenskir neytendur þurfi að greiða fyrir viðbótarlífeyrisbætur í Danmörku til að komast heim til Grænlands,“ segir Aaja Chemnitz Larsen, þingmaður Grænlendinga á danska þinginu, í viðtali við Sermitsiaq. Grænlenski þingmaðurinn óttast jafnframt að flugfarþegaskatturinn hafi áhrif á ferðaþjónustuna sem fylgi nýju flugvöllunum í Nuuk, Ilulissat og Qaqortoq. „Það eru skýrar væntingar um að nýju Atlantshafsflugvellirnir muni fjölga ferðamönnum til Grænlands. Ég óttast að flugskatturinn muni fæla ferðamenn frá því að heimsækja Grænland,“ segir Aaja Chemnitz. Hún segist hafa borið málið upp við danska skattamálaráðherrann en ekki fengið nein svör, enn sem komið er. Hún segist þó hugga sig við að flugskatturinn til Grænlands verði í lægsta þrepi, það er 30 krónur danskar, sama gjald og verði í innanlandsflugi innan Danmerkur. Fjallað var um orkumál Grænlendinga í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur árum:
Grænland Loftslagsmál Danmörk Skipaflutningar Fréttir af flugi Umhverfismál Tengdar fréttir Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Lentu samkomulagi um losun frá flugsamgöngum Ráðherraráð Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um nýjar reglur til þess að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum í nótt. Íslensk stjórnvöld krefjast undanþága frá reglunum. 26. apríl 2023 11:38 Losun frá flugi og siglingum jókst um 95 prósent eftir faraldurinn Útblástur gróðurhúsaloftegunda vegna alþjóðasamgangna frá Íslandi jókst um 95 prósent á milli ára í fyrra þegar ferðatakmörkunum eftir heimsfaraldurinn var aflétt. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda stóð svo gott sem í stað á milli ára í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar. 31. ágúst 2023 08:59 Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands. 15. desember 2021 22:22 Eimskip getur ekki skorið „endalaust niður“ en þarf að kaupa losunarheimildir Árið 2026 mun Eimskip þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir 12,7 milljónir evra, jafnvirði 1,8 milljarða króna. „Miklar hagræðingaraðgerðir hafa átt sér stað hjá Eimskip undanfarin ár en ekki er hægt að skera endalaust niður,“ segir í verðmati. 1. september 2023 11:38 Mikilvægt að ESB viðurkenni sérstöðu Íslands í flugsamgöngum Forstjóri Icelandair segir það mikilvægt að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi viðurkennt sérstöðu Íslands í tengslum við breytingar á losunarheimildum til flugfélaga í gær. Verði ekki tekið tillit til sjónarmiða Íslands gæti verðmunur á flugferðum frá landinu hlaupið á fleiri þúsundum króna. 17. maí 2023 09:04 Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21
Lentu samkomulagi um losun frá flugsamgöngum Ráðherraráð Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um nýjar reglur til þess að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum í nótt. Íslensk stjórnvöld krefjast undanþága frá reglunum. 26. apríl 2023 11:38
Losun frá flugi og siglingum jókst um 95 prósent eftir faraldurinn Útblástur gróðurhúsaloftegunda vegna alþjóðasamgangna frá Íslandi jókst um 95 prósent á milli ára í fyrra þegar ferðatakmörkunum eftir heimsfaraldurinn var aflétt. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda stóð svo gott sem í stað á milli ára í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar. 31. ágúst 2023 08:59
Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands. 15. desember 2021 22:22
Eimskip getur ekki skorið „endalaust niður“ en þarf að kaupa losunarheimildir Árið 2026 mun Eimskip þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir 12,7 milljónir evra, jafnvirði 1,8 milljarða króna. „Miklar hagræðingaraðgerðir hafa átt sér stað hjá Eimskip undanfarin ár en ekki er hægt að skera endalaust niður,“ segir í verðmati. 1. september 2023 11:38
Mikilvægt að ESB viðurkenni sérstöðu Íslands í flugsamgöngum Forstjóri Icelandair segir það mikilvægt að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi viðurkennt sérstöðu Íslands í tengslum við breytingar á losunarheimildum til flugfélaga í gær. Verði ekki tekið tillit til sjónarmiða Íslands gæti verðmunur á flugferðum frá landinu hlaupið á fleiri þúsundum króna. 17. maí 2023 09:04
Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. 16. maí 2023 15:52