Innlent

Þrír gistu í fanga­klefa í nótt

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Nokkrir einstaklingar lentu upp á kant við lögin á aðfangadag, eða aðfangadagsnótt.
Nokkrir einstaklingar lentu upp á kant við lögin á aðfangadag, eða aðfangadagsnótt. vísir/vilhelm

Þrír gistu í fangaklefa í nótt, einn fyrir innbrot og hinir tveir vegna þess að þeir höfðu ekki í önnur hús að venda, að sögn lögreglu. 

Í dagbók lögreglu er minnst á nokkur verkefni lögreglunnar, meðal annars handtöku manns sem grunaður er um innbrot í vesturhluta Reykjavíkur. Hann gistir í fangaklefa þar til hægt verður að yfirheyra hann. Þá var tilkynng um einstakling í annarlegu ástandi í verslunarmiðstöð og ökumenn, grunaða annars vegar um vörslu fíkniefna og hins vegar akstur undir áhrifum og brot á vopnalögum. Sá var laus að blóðsýnatöku lokinni.

Á lögreglustöð 3, sem tekur Kópavog og Breiðholt sinnti lögregla úköllum sem sneru að samkvæmishávaða og hugsanlegu fíkniefnamisferli.

Þá voru tveir ökumenn til viðbótar grunaðir um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×