Parasite-leikarinn Lee Sun-kyun látinn Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2023 06:07 Lee Sun-kyun lætur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Jeon Hye-jin, og tvo syni. Getty Suðurkóreski leikarinn Lee Sun-kyun, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í Óskarsverðlaunamyndinni Parasite, er látinn. Hann varð 48 ára að aldri. Erlendir fjölmiðlar segja hann hafa fundist látinn í bíl í einum af stærstu almenningsgörðum höfuðborgarinnar Seúl. Að sögn lögreglu segir að óljóst sé hvort hann hafi svipt sig lífi en að tilkynning hafi borist um að hann hafi yfirgefið heimili sitt og skilið þar eftir handskrifaðan miða. Lee Sun-kyun hafði verið nokkuð í fréttum síðustu vikurnar eftir að lögregla í Suður-Kóreu hóf rannsókn á meintri fíkniefnaneyslu leikarans í október. Yonhap segir að hann hafi verið grunaður um að hafa neytt fíkniefna með starfsmanni veitingastaðar í Seúl. Hafi hann viðurkennt að hafa neytt efnanna sem starfsmaðurinn hafi gefið honum en ekki gert sér greint fyrir að um ólögleg fíkniefni hafi verið að ræða. Þá segir að umræddur starfsmaður hafi greint lögreglu frá því að leikarinn hafi oft áður neytt fíkniefna á heimili hennar, en leikarinn sagði það þó ekki vera rétt. Leikaraferill Lee Sun-kyun spannaði rúma tvo áratugi og fór hann á þeim tíma með aðalhlutverk í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hann sló í gegn á alþjóðlegum vettvangi eftir hlutverk sitt sem Park Dong-ik í myndinni Parasite, föðurinn í hinni auðugu Park-fjölskyldu í myndinni. Parasite vann til fernra Óskarsverðlauna árið 2020, þar með talið bestu mynd ársins, en það var í fyrsta sinn sem kvikmynd þar sem ekki er töluð enska, vann verðlaunin sem besta erlenda mynd. Lee Sun-kyun lætur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Jeon Hye-jin, og tvo syni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Andlát Bíó og sjónvarp Suður-Kórea Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Fleiri fréttir Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar segja hann hafa fundist látinn í bíl í einum af stærstu almenningsgörðum höfuðborgarinnar Seúl. Að sögn lögreglu segir að óljóst sé hvort hann hafi svipt sig lífi en að tilkynning hafi borist um að hann hafi yfirgefið heimili sitt og skilið þar eftir handskrifaðan miða. Lee Sun-kyun hafði verið nokkuð í fréttum síðustu vikurnar eftir að lögregla í Suður-Kóreu hóf rannsókn á meintri fíkniefnaneyslu leikarans í október. Yonhap segir að hann hafi verið grunaður um að hafa neytt fíkniefna með starfsmanni veitingastaðar í Seúl. Hafi hann viðurkennt að hafa neytt efnanna sem starfsmaðurinn hafi gefið honum en ekki gert sér greint fyrir að um ólögleg fíkniefni hafi verið að ræða. Þá segir að umræddur starfsmaður hafi greint lögreglu frá því að leikarinn hafi oft áður neytt fíkniefna á heimili hennar, en leikarinn sagði það þó ekki vera rétt. Leikaraferill Lee Sun-kyun spannaði rúma tvo áratugi og fór hann á þeim tíma með aðalhlutverk í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hann sló í gegn á alþjóðlegum vettvangi eftir hlutverk sitt sem Park Dong-ik í myndinni Parasite, föðurinn í hinni auðugu Park-fjölskyldu í myndinni. Parasite vann til fernra Óskarsverðlauna árið 2020, þar með talið bestu mynd ársins, en það var í fyrsta sinn sem kvikmynd þar sem ekki er töluð enska, vann verðlaunin sem besta erlenda mynd. Lee Sun-kyun lætur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Jeon Hye-jin, og tvo syni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Andlát Bíó og sjónvarp Suður-Kórea Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Fleiri fréttir Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Sjá meira