Messi átti reyndar lúxusíbúð í borginni áður en hann samdi við félagið en eftir að félagsskiptin voru klár þá vildi hann kaupa sér stærri eign. Fjölskyldan þurfti meira pláss og Argentínumaðurinn keypti einbýlishús fyrir tólf milljónir Bandaríkjadala eða 1,6 milljarð króna.
Koma Messi í hverfið hefur haft mjög jákvæð áhrif á virði hinna húsanna ef marka má einn af nýju nágrönnum hans.
Living next door to Lionel Messi is worth $25m! Inter Miami star s neighbour reveals
— All Sportz (@Allsportztv) December 26, 2023
Bet-David, an American entrepreneur, author, and financial adviser, highlighted the positive impact of Messi's proximity on the local area. He shared that, in the current market, the mere pic.twitter.com/fK13lgQ8Bc
Patrick Bet-David er nágranni Messi og hann sagði frá virðiaukningu hússins síns í viðtali á VladTV. Bet-David er athafnamaður og þekkir vel á peningamarkaðnum.
Hann segir að húsið hans í Fort Lauderdale hafi hækkað um 25 milljónir dollara, 3,4 milljarða króna, síðan Messi flutti í hverfið.
Báðir búa þeir núna í Bay Colony sem er lokað hverfi.
„Messi var að flytja í næsta hús. Allir vilja núna búa í okkar hverfi,“ sagði Bet-David. Aftonbladet segir frá.
„Þetta er húsahverfi á eyju sem er lokað af og þú kemst bara að því á einum stað. Þetta er mjög öruggt og vel varið hverfi. Vonandi heldur það áfram að vera þannig,“ sagði Bet-David.
„Nú þegar Messi er kominn hingað eru allir að koma hingað á bátunum sínum til að skoða húsin,“ sagði Bet-David.