Skaftholtsréttum breytt í skautasvell Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2023 20:31 Vinkonurnar Harpa Kaldalóns Björnsdóttir 11 ára (t.h.) og Anna Pála Þórðardóttir 9 ára, sem eru duglegar að mæta i réttirnar og skauta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skaftholtsréttir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa fengið tímabundið nýtt hlutverk því búið er að útbúa skautasvell í réttunum. Mikil ánægja er á meðal heimamanna, ekki síst barnanna með nýja skautasvellið þó þar séu engar kindur. „Það er mikil ánægja með þetta og margir búnir að koma hér síðustu daga og njóta þess að fara á skauta. Það fór hér þrír tankbílar af slökkvibílum og hér var bara sprautað yfir og þetta fraus allt saman og hefur bara heppnast vel,” segir Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps. Og eru allir velkomnir hingað að skauta eða? “Já, hingað mega allir koma, réttir á hverjum degi, þannig að það er ekki bara eins og venjulega einn dag á ári, nú er það marga daga á ári,” segir sveitarstjórinn hlæjandi. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps, sem er mjög ánægður með nýja skautasvellið í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krökkunum finnst frábært að komast á skauta í réttunum. „Já þetta er frábært og ofsalega gaman“, segir vinkonurnar Harpa Kaldalóns Björnsdóttir 11 ára og Anna Pála Þórðardóttir 9 ára. Fullorðna fólkið er líka mjög ánægt með nýja skautavellið. „Heyrðu þetta er geggjað, mjög flott, það er bara frábært að sjá að fólkið mætir, það þurfa bara að drífa sig fleiri og prófa þetta. Það er um að gera að nota réttirnar í svona lagað, þær eru jú til þess að koma saman og hafa gaman,” segir Lilja Loftsdóttir íbúi í sveitarfélaginu. Og það eru nokkuð mörg ár síðan að Hrönn Jónsdóttir fór á skauta en hún ákvað að rifja upp gamla takta í réttunum. „Ég er allavega ekki í eins og góðu formi og ég hélt, það er nokkuð ljóst,” segir Hrönn og hlær, En ertu „gömul“ skautadrottning eða? „Nei, það væri kannski aðeins ý kjur að tala um skautadrottningu en ég átti jú skauta,” segir hún og hlær enn meira. Allir eru velkomnir að mæta í réttirnar og skauta þar sér til gamans og ánægju, ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skautaíþróttir Landbúnaður Réttir Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Það er mikil ánægja með þetta og margir búnir að koma hér síðustu daga og njóta þess að fara á skauta. Það fór hér þrír tankbílar af slökkvibílum og hér var bara sprautað yfir og þetta fraus allt saman og hefur bara heppnast vel,” segir Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps. Og eru allir velkomnir hingað að skauta eða? “Já, hingað mega allir koma, réttir á hverjum degi, þannig að það er ekki bara eins og venjulega einn dag á ári, nú er það marga daga á ári,” segir sveitarstjórinn hlæjandi. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps, sem er mjög ánægður með nýja skautasvellið í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krökkunum finnst frábært að komast á skauta í réttunum. „Já þetta er frábært og ofsalega gaman“, segir vinkonurnar Harpa Kaldalóns Björnsdóttir 11 ára og Anna Pála Þórðardóttir 9 ára. Fullorðna fólkið er líka mjög ánægt með nýja skautavellið. „Heyrðu þetta er geggjað, mjög flott, það er bara frábært að sjá að fólkið mætir, það þurfa bara að drífa sig fleiri og prófa þetta. Það er um að gera að nota réttirnar í svona lagað, þær eru jú til þess að koma saman og hafa gaman,” segir Lilja Loftsdóttir íbúi í sveitarfélaginu. Og það eru nokkuð mörg ár síðan að Hrönn Jónsdóttir fór á skauta en hún ákvað að rifja upp gamla takta í réttunum. „Ég er allavega ekki í eins og góðu formi og ég hélt, það er nokkuð ljóst,” segir Hrönn og hlær, En ertu „gömul“ skautadrottning eða? „Nei, það væri kannski aðeins ý kjur að tala um skautadrottningu en ég átti jú skauta,” segir hún og hlær enn meira. Allir eru velkomnir að mæta í réttirnar og skauta þar sér til gamans og ánægju, ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skautaíþróttir Landbúnaður Réttir Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira