Áskorun um áramót Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 29. desember 2023 07:31 Við áramót lítum við í eigin barm og spyrjum; Hverju hef ég áorkað? Á hvaða vegferð er ég? Hver er minn áfangastaður? Veit ég það? Get ég gert betur? Hvað bíður mín? Það er öllum hollt að líta um öxl og spyrja àleitinna spurninga um eigið líf og vegferð. Reyna að horfa fram á veg og setja sér markmið. Verða betri á morgun en í gær. Hlaupa lengra, klifra hærra er sumum mikilvægt en öðrum að íhuga meira og finna innri frið. Markmiðin eru ólík og væntingarnar líka mismunandi. Það væri ekkert spennandi ef allir væru að keppa að sama hlutnum. Við þessi áramót er öllum hollt að staldra við og rifja upp erfiða atburði eins og jarðhræringar à Reykjanesskaga þar sem Grindavík var rýmd vegna jarðskjálfta og eldgoss, Íslendingar á flótta í eigin landi. Stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs, í Úkraínu og víðar sem einnig hrekja fólk á flótta frá sínum heimaslóðum. Við sem sofum í okkar rúmum og höfum í okkur og à, þurfum að staldra við og stoppa til að reyna að setja okkur í spor þessa fólks. Þá verður allt kapp um frekari afrek og àskoranir tilgangslaust. Við þessi áramót er nauðsynlegt að íhuga stöðu ungra drengja en helmingur þeirra geta ekki lesið sér til gagns skv. Pisa könnun þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er ekki skólans heldur er hann heima fyrir og kannski er agaleysi og skjánotkun um að kenna. Eða hafa þeir ekki nóg að gera til að fá útrás fyrir sína orkulosun og hreyfiþörf því tölvan á þeirra hug ? Við þessi áramót verðum við að huga að okkar eldri borgurum sem byggðu upp okkar samfélag með striti og staðfestu um betri heim. Svo þegar heilsan bregst þá bíða bara biðlistar og fràflæðisvandi. Við getum svo miklu betur og verðum að gera svo til að okkar besta fólk megi njóta seinni hálfleiks með reisn og virðingu. Við þessi áramót hugsum við til þeirra sem ekki nà endum saman við að framfleyta sjálfum sér og börnum sínum. Fátækt er böl sem oft er erfitt að brjótast út úr, veldur vanlíðan sem enginn vill upplifa. Aldrei hafa hjálparstofnanir gefið meir en nú um þessi jól og nýlunda er hérlendis að sjá fólk biðja um stuðning fyrir utan verslanir eins og víða má sjá erlendis. Við þessi áramót skulum við líta í eigin barm og hlusta. Lítum í spegilinn og spyrjum; Á hvaða vegferð erum við ? Við ættum að huga að því sem við getum gert til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Slökkvum á símum og leggjum frá okkur tölvuna. Tölum saman, lesum fyrir börnin, göngum saman, hlægjum og leikum okkur eins og börn. Gefum því það er sælla að gefa en þiggja. Munum að þakka allt sem liðið er og fögnum nýju ári með fallegum markmiðum og áskorunum um betri heim. Gleðilegt nýtt ár. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Við áramót lítum við í eigin barm og spyrjum; Hverju hef ég áorkað? Á hvaða vegferð er ég? Hver er minn áfangastaður? Veit ég það? Get ég gert betur? Hvað bíður mín? Það er öllum hollt að líta um öxl og spyrja àleitinna spurninga um eigið líf og vegferð. Reyna að horfa fram á veg og setja sér markmið. Verða betri á morgun en í gær. Hlaupa lengra, klifra hærra er sumum mikilvægt en öðrum að íhuga meira og finna innri frið. Markmiðin eru ólík og væntingarnar líka mismunandi. Það væri ekkert spennandi ef allir væru að keppa að sama hlutnum. Við þessi áramót er öllum hollt að staldra við og rifja upp erfiða atburði eins og jarðhræringar à Reykjanesskaga þar sem Grindavík var rýmd vegna jarðskjálfta og eldgoss, Íslendingar á flótta í eigin landi. Stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs, í Úkraínu og víðar sem einnig hrekja fólk á flótta frá sínum heimaslóðum. Við sem sofum í okkar rúmum og höfum í okkur og à, þurfum að staldra við og stoppa til að reyna að setja okkur í spor þessa fólks. Þá verður allt kapp um frekari afrek og àskoranir tilgangslaust. Við þessi áramót er nauðsynlegt að íhuga stöðu ungra drengja en helmingur þeirra geta ekki lesið sér til gagns skv. Pisa könnun þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er ekki skólans heldur er hann heima fyrir og kannski er agaleysi og skjánotkun um að kenna. Eða hafa þeir ekki nóg að gera til að fá útrás fyrir sína orkulosun og hreyfiþörf því tölvan á þeirra hug ? Við þessi áramót verðum við að huga að okkar eldri borgurum sem byggðu upp okkar samfélag með striti og staðfestu um betri heim. Svo þegar heilsan bregst þá bíða bara biðlistar og fràflæðisvandi. Við getum svo miklu betur og verðum að gera svo til að okkar besta fólk megi njóta seinni hálfleiks með reisn og virðingu. Við þessi áramót hugsum við til þeirra sem ekki nà endum saman við að framfleyta sjálfum sér og börnum sínum. Fátækt er böl sem oft er erfitt að brjótast út úr, veldur vanlíðan sem enginn vill upplifa. Aldrei hafa hjálparstofnanir gefið meir en nú um þessi jól og nýlunda er hérlendis að sjá fólk biðja um stuðning fyrir utan verslanir eins og víða má sjá erlendis. Við þessi áramót skulum við líta í eigin barm og hlusta. Lítum í spegilinn og spyrjum; Á hvaða vegferð erum við ? Við ættum að huga að því sem við getum gert til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Slökkvum á símum og leggjum frá okkur tölvuna. Tölum saman, lesum fyrir börnin, göngum saman, hlægjum og leikum okkur eins og börn. Gefum því það er sælla að gefa en þiggja. Munum að þakka allt sem liðið er og fögnum nýju ári með fallegum markmiðum og áskorunum um betri heim. Gleðilegt nýtt ár. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun