Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. desember 2023 20:33 Yfirvöld í Suður-Afríku hafa formlega kært Ísraelsmenn fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. AP/Fatima Shbair Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. Lögin sem um ræðir eru alþjóðleg lög um þjóðarmorð sem samþykkt voru í kjölfar helfararinnar árið 1948. Alþjóðadómstóllinn í Haag er hæsti réttardómstóll Sameinuðu þjóðanna og dæmir í málum þjóða á milli. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir kæruna ekki eiga við rök að styðjast. Kenna Hamasliðum um Í kærunni er alþjóðadómstóllinn beðinn um bráðabirgðaráðstafanir til þess að stöðva hernaðaraðgerðir Ísraelshers í Palestínu sem talsmenn Suður-Afríku segja vera „nauðsynlegar til að vernda frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða fyrir palestínsku þjóðina.“ Ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið fyrir. Samkvæmt Reuters hefur Ísrael brugðist við þessu með því að kenna Hamasliðum um hryllinginn í Gasa. Ísrael segir Hamasliða hafa falið sig í sjúkrahúsum og skólum og því hafi sprengjuárásir á téð mannvirki verið réttlátar og einnig að Hamasliðar hafi farið ránshendi um mannúðaraðstoð í formi matargjafa, sjúkrabirgða og fleira. Hamassamtökin taka fyrir slíkar ásakanir. „Ísrael hefur gert það morgunljóst að íbúar Gasasvæðisins séu ekki óvinurinn og hefur gert allar mögulegar ráðstafanir til að afstýra tjóni á óbreytta borgara og til að koma mannúðaraðstoð til Gasabúa,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð“ Kæra Suður-Afríku kemur í kjölfar mikillar gagnrýni þeirra á hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna og hafa yfirvöld þar í landi meðal annars lokað ísraelska sendiráðinu í Pretoríu og hætt öllum diplómatískum samskiptum þar til friður náist. „Ísrael hefur, sérstaklega síðan 7. október 2023, ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð né afstýrt beinum og almennum stuðningi við þjóðarmorð,“ kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku. Suður-Afrísk yfirvöld hafa staðið við bakið á Palestínumönnum og málstað þeirra í marga áratugi og borið stöðuna þar í landi við stöðu svarta meirihluta Suður-Afríku á aðskilnaðarárunum. Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
Lögin sem um ræðir eru alþjóðleg lög um þjóðarmorð sem samþykkt voru í kjölfar helfararinnar árið 1948. Alþjóðadómstóllinn í Haag er hæsti réttardómstóll Sameinuðu þjóðanna og dæmir í málum þjóða á milli. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir kæruna ekki eiga við rök að styðjast. Kenna Hamasliðum um Í kærunni er alþjóðadómstóllinn beðinn um bráðabirgðaráðstafanir til þess að stöðva hernaðaraðgerðir Ísraelshers í Palestínu sem talsmenn Suður-Afríku segja vera „nauðsynlegar til að vernda frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða fyrir palestínsku þjóðina.“ Ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið fyrir. Samkvæmt Reuters hefur Ísrael brugðist við þessu með því að kenna Hamasliðum um hryllinginn í Gasa. Ísrael segir Hamasliða hafa falið sig í sjúkrahúsum og skólum og því hafi sprengjuárásir á téð mannvirki verið réttlátar og einnig að Hamasliðar hafi farið ránshendi um mannúðaraðstoð í formi matargjafa, sjúkrabirgða og fleira. Hamassamtökin taka fyrir slíkar ásakanir. „Ísrael hefur gert það morgunljóst að íbúar Gasasvæðisins séu ekki óvinurinn og hefur gert allar mögulegar ráðstafanir til að afstýra tjóni á óbreytta borgara og til að koma mannúðaraðstoð til Gasabúa,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð“ Kæra Suður-Afríku kemur í kjölfar mikillar gagnrýni þeirra á hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna og hafa yfirvöld þar í landi meðal annars lokað ísraelska sendiráðinu í Pretoríu og hætt öllum diplómatískum samskiptum þar til friður náist. „Ísrael hefur, sérstaklega síðan 7. október 2023, ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð né afstýrt beinum og almennum stuðningi við þjóðarmorð,“ kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku. Suður-Afrísk yfirvöld hafa staðið við bakið á Palestínumönnum og málstað þeirra í marga áratugi og borið stöðuna þar í landi við stöðu svarta meirihluta Suður-Afríku á aðskilnaðarárunum.
Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“