Um skaðaminnkun og viðhaldsmeðferð Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar 30. desember 2023 14:30 Á síðustu vikum hafa fregnir borist um að Landlæknisembættið hafi svipt lækninn Árna Tómas Ragnarsson réttindum til ávísunar sterkra verkjalyfja, svokallaðra ópíóða. Ekki þarf að hafa langt mál um lyf þessi en þau hafa meðal annars verið notuð við lífslok til að lina þjáningar deyjandi. Hins vegar jókst ávísun þessara lyfja allgríðarlega í gegnum ósiðlegar markaðssetningar og falsaðra rannsóknarniðurstöður lyfjafyrirtækja. Var þeim þá jafnvel ávísað vegna stoðkerfisvanda og annarra heilsufarskvilla. Gengið var svo langt að skilgreina verki sem hið „fimmta lífsmark“ og verkjakvörðum, vel merktum lyfjafyrirtækjum, var dreift á sjúkrahús víðsvegar um heim. Innreið þessara lyfja er nú talin hafa valdið faraldri notkunar sterkra verkjalyfja, með tilheyrandi þjáningu fyrir notendur, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Flestir skjólstæðingar Árna Tómasar eru sammála um að lyfjaskömmtunin hafi aukið lífsgæði þeirra og margir náð ákveðnum stöðugleika í lífi sínu miðað við þær aðstæður sem þeir lifa og búa við. Það er þó hins vegar ljóst að lyf þessi eru ekki ætluð til inndælingar í æð og aukin hætta er á alvarlegum sjúkdómum í tengslum við lyfjanotkun á þann hátt. Á Íslandi höfum við fá gagnreynd meðferðarúrræði við ópíóðafíkn, en eins og við aðra langvinna sjúkdóma hentar ekki sama meðferð eða aðferð öllum; það er ekkert “one size fits all” í þessum efnum. Það er því von mín að umræðan hvetji heilbrigðisyfirvöld til þess að íhuga og innleiða fjölbreyttari meðferðarúrræði. Það hefur verið gert í löndunum í kringum okkur og þurfa Íslendingar því ekki að finna upp hjólið í þeim efnum. Það má deila um aðferðir Árna Tómasar en við skulum ekki gleyma því að flest mannúðleg og skaðaminnkandi inngrip hafa sprottið upp úr grasrótinni og í einstaklingsframtaki - frá fólki sem vildi minnka skaðann og mæta einstaklingnum á hans forsendum. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og faghandleiðari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa fregnir borist um að Landlæknisembættið hafi svipt lækninn Árna Tómas Ragnarsson réttindum til ávísunar sterkra verkjalyfja, svokallaðra ópíóða. Ekki þarf að hafa langt mál um lyf þessi en þau hafa meðal annars verið notuð við lífslok til að lina þjáningar deyjandi. Hins vegar jókst ávísun þessara lyfja allgríðarlega í gegnum ósiðlegar markaðssetningar og falsaðra rannsóknarniðurstöður lyfjafyrirtækja. Var þeim þá jafnvel ávísað vegna stoðkerfisvanda og annarra heilsufarskvilla. Gengið var svo langt að skilgreina verki sem hið „fimmta lífsmark“ og verkjakvörðum, vel merktum lyfjafyrirtækjum, var dreift á sjúkrahús víðsvegar um heim. Innreið þessara lyfja er nú talin hafa valdið faraldri notkunar sterkra verkjalyfja, með tilheyrandi þjáningu fyrir notendur, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Flestir skjólstæðingar Árna Tómasar eru sammála um að lyfjaskömmtunin hafi aukið lífsgæði þeirra og margir náð ákveðnum stöðugleika í lífi sínu miðað við þær aðstæður sem þeir lifa og búa við. Það er þó hins vegar ljóst að lyf þessi eru ekki ætluð til inndælingar í æð og aukin hætta er á alvarlegum sjúkdómum í tengslum við lyfjanotkun á þann hátt. Á Íslandi höfum við fá gagnreynd meðferðarúrræði við ópíóðafíkn, en eins og við aðra langvinna sjúkdóma hentar ekki sama meðferð eða aðferð öllum; það er ekkert “one size fits all” í þessum efnum. Það er því von mín að umræðan hvetji heilbrigðisyfirvöld til þess að íhuga og innleiða fjölbreyttari meðferðarúrræði. Það hefur verið gert í löndunum í kringum okkur og þurfa Íslendingar því ekki að finna upp hjólið í þeim efnum. Það má deila um aðferðir Árna Tómasar en við skulum ekki gleyma því að flest mannúðleg og skaðaminnkandi inngrip hafa sprottið upp úr grasrótinni og í einstaklingsframtaki - frá fólki sem vildi minnka skaðann og mæta einstaklingnum á hans forsendum. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og faghandleiðari.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar