Hræðilegt og sorglegt morðmál skekur Danmörku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. desember 2023 17:39 Atvikið átti sér stað í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar. Getty/Athanasios Gioumpasis 81 árs gamall maður hefur verið handtekinn fyrir að myrða eiginkonu sína þremur mánuðum eftir að þau stigu fram í fjölmiðlum og lýstu yfir ósk sinni að deyja. DR greinir frá því að Ebbe Preisler hafi verið handtekinn á dögunum fyrir að myrða eiginkonu sína og reyndi í kjölfarið að fyrirfara sér með áttföldum eðlilegum skammti af sterka verkjalyfinu metadon á elliheimili í Frederiksberg þar sem hún bjó. Illa haldin af elliglöpum Mariann Preisler var áttatíu ára og illa haldinn af parkinsonsveiki eftir að hafa glímt við hana í meira en tvo áratugi. Hún gat ekki gengið, var með mikil elliglöp og haldin ofskynjunum. Hjónin stigu fram í viðtali við Politiken þar sem þau lýstu yfir ósk sinni að deyja saman með með hjálp svokallaðrar dánaraðstoðar. Ebbe gerði tilraun til að fyrirfara sér með sama hætti og hann drap eiginkonu sína. „Ég og kona mín myndum vilja fá í hendurnar banvænar pillur, svona eins og andspyrnufólk hafði í stríðinu, þannig að við getum, einhvern rólegan eftirmiðdag - með hana í hjólastólnum og mig í hægindastólnum við hennar hlið - horft hvort í annars augu og sagt: „Bless, ástin mín. Takk fyrir allt saman. Sofðu rótt,“ segir Ebbe í viðtali við Politiken fyrir þremur mánuðum síðan. Gift í meira en fimmtíu ár Lesið var upp úr kveðjubréfi sem Ebbe hafði skrifað í dómi sem starfsmaður elliheimilisins hafði fundið ásamt lífvana Mariann á miðvikudagsmorgun. Í bréfinu kemur fram að Mariann hafi upplifað sig þreytta, ófrjálsa og máttlausa samkvæmt eiginmanni sínum. Ebbe Preisler var ekki viðstaddur upplesturinn þar sem hann var enn rænulaus eftir sjálfsmorðstilraunina. Ákæruvaldið fór fram á að réttarhöldin yrðu haldin fyrir luktum dyrum en fjölskylda hinnar látnu óskaði eftir opnum réttarhöldum með vísan til greinarinnar sem birtist í Politiken varðandi málið fyrir fáeinum mánuðum síðan. Ebbe Preisler starfaði áður sem kvikmyndaframleiðandi og rithöfundur og Mariann Preisler sem listakona. Þau höfðu verið gift í fimmtíu ár. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
DR greinir frá því að Ebbe Preisler hafi verið handtekinn á dögunum fyrir að myrða eiginkonu sína og reyndi í kjölfarið að fyrirfara sér með áttföldum eðlilegum skammti af sterka verkjalyfinu metadon á elliheimili í Frederiksberg þar sem hún bjó. Illa haldin af elliglöpum Mariann Preisler var áttatíu ára og illa haldinn af parkinsonsveiki eftir að hafa glímt við hana í meira en tvo áratugi. Hún gat ekki gengið, var með mikil elliglöp og haldin ofskynjunum. Hjónin stigu fram í viðtali við Politiken þar sem þau lýstu yfir ósk sinni að deyja saman með með hjálp svokallaðrar dánaraðstoðar. Ebbe gerði tilraun til að fyrirfara sér með sama hætti og hann drap eiginkonu sína. „Ég og kona mín myndum vilja fá í hendurnar banvænar pillur, svona eins og andspyrnufólk hafði í stríðinu, þannig að við getum, einhvern rólegan eftirmiðdag - með hana í hjólastólnum og mig í hægindastólnum við hennar hlið - horft hvort í annars augu og sagt: „Bless, ástin mín. Takk fyrir allt saman. Sofðu rótt,“ segir Ebbe í viðtali við Politiken fyrir þremur mánuðum síðan. Gift í meira en fimmtíu ár Lesið var upp úr kveðjubréfi sem Ebbe hafði skrifað í dómi sem starfsmaður elliheimilisins hafði fundið ásamt lífvana Mariann á miðvikudagsmorgun. Í bréfinu kemur fram að Mariann hafi upplifað sig þreytta, ófrjálsa og máttlausa samkvæmt eiginmanni sínum. Ebbe Preisler var ekki viðstaddur upplesturinn þar sem hann var enn rænulaus eftir sjálfsmorðstilraunina. Ákæruvaldið fór fram á að réttarhöldin yrðu haldin fyrir luktum dyrum en fjölskylda hinnar látnu óskaði eftir opnum réttarhöldum með vísan til greinarinnar sem birtist í Politiken varðandi málið fyrir fáeinum mánuðum síðan. Ebbe Preisler starfaði áður sem kvikmyndaframleiðandi og rithöfundur og Mariann Preisler sem listakona. Þau höfðu verið gift í fimmtíu ár.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira