„Mér finnst það alveg klikkaðslega fyndið“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. desember 2023 19:23 Vinirnir Bjarni Hall og Vilhjálmur Karl. Vísir/Ívar Fannar Eftirvænting og spenna ríkir hjá landsmönnum fyrir áramótaskaupinu. Tveir vinir sem eytt hafa árinu í að stúdera Áramótaskaup síðustu 29 ára binda miklar vonir við að höfundar skaupsins í ár taki ríkisstjórnina rækilega fyrir. Annað kvöld fer 57. Áramótaskaupið í loftið. Það er ómissandi hluti af áramótahefðum flestra landsmanna að setjast niður fyrir framan sjónvarpið klukkan hálf ellefu og horfa á liðið ár gert upp með kaldhæðnum og skopsamlegum hætti. Vinirnir Vilhjálmur Karl Haraldsson og Bjarni Hall eru þar engin undantekning. Þeir hafa eytt síðastliðnu ári í að rifja upp öll skaupin frá árinu 1994. „Þetta er svona nördaskapur, alveg ótrúlega gaman,“ segir Villi Kalli og bætir við að þetta hafi byrjað með Áramótaskaupinu 1994. „Ég grenjaði nú fyrst yfir því þegar Edda Björgvinsdóttir er að leika og Bessi Bjarna leikur þarna gamla konu sem er náttúrulega dauð. Þetta var ótrúlega gott skaup.“ Baddi bætir við að hún hafi auðvitað dáið vegna biðraðarinnar á leið til Þingvalla. „Þannig byrjuðum við á þessu skauprugli,“ segir hann og hlær. Þeir vinir eru sammála um að skaupin 1984 og 2015 beri af í heild litið en báðir eiga þeir sín uppáhalds atriði. „Mér finnst Bjarni, þegar það er verið að gera grín að Bjarna Ben þarna með Icehot1, mér finnst það alveg klikkaðslega fyndið,“ segir Villi Kalli og hlær. Það atriði má finna í skaupinu 2015. Baddi segir uppáhalds atriðið sitt vera úr skaupinu 2006. „Þegar Þorsteinn Guðmundsson er í heilsuhúsinu, 2006, og margir kannast við. Ólívur Ragnar Grímsson, það er mitt uppáhalds.“ Félagarnir bíða spenntir eftir Skaupinu á morgun en þeir eru með ákveðnar hugmyndir um hvað þeir vilja sjá tekið fyrir í þættinum. Villi Kalli væri helst til í að sjá Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi bregða fyrir sem og Bjarna Ben ásamt ríkisstjórninni. „Þá ætla ég að vera pólitískur og segja taka Bjarna Ben í gegn,“ segir Baddi en þeir félagar vonast til að Skaupið á morgun verði frábært. Áramót Áramótaskaupið Ástin og lífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Annað kvöld fer 57. Áramótaskaupið í loftið. Það er ómissandi hluti af áramótahefðum flestra landsmanna að setjast niður fyrir framan sjónvarpið klukkan hálf ellefu og horfa á liðið ár gert upp með kaldhæðnum og skopsamlegum hætti. Vinirnir Vilhjálmur Karl Haraldsson og Bjarni Hall eru þar engin undantekning. Þeir hafa eytt síðastliðnu ári í að rifja upp öll skaupin frá árinu 1994. „Þetta er svona nördaskapur, alveg ótrúlega gaman,“ segir Villi Kalli og bætir við að þetta hafi byrjað með Áramótaskaupinu 1994. „Ég grenjaði nú fyrst yfir því þegar Edda Björgvinsdóttir er að leika og Bessi Bjarna leikur þarna gamla konu sem er náttúrulega dauð. Þetta var ótrúlega gott skaup.“ Baddi bætir við að hún hafi auðvitað dáið vegna biðraðarinnar á leið til Þingvalla. „Þannig byrjuðum við á þessu skauprugli,“ segir hann og hlær. Þeir vinir eru sammála um að skaupin 1984 og 2015 beri af í heild litið en báðir eiga þeir sín uppáhalds atriði. „Mér finnst Bjarni, þegar það er verið að gera grín að Bjarna Ben þarna með Icehot1, mér finnst það alveg klikkaðslega fyndið,“ segir Villi Kalli og hlær. Það atriði má finna í skaupinu 2015. Baddi segir uppáhalds atriðið sitt vera úr skaupinu 2006. „Þegar Þorsteinn Guðmundsson er í heilsuhúsinu, 2006, og margir kannast við. Ólívur Ragnar Grímsson, það er mitt uppáhalds.“ Félagarnir bíða spenntir eftir Skaupinu á morgun en þeir eru með ákveðnar hugmyndir um hvað þeir vilja sjá tekið fyrir í þættinum. Villi Kalli væri helst til í að sjá Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi bregða fyrir sem og Bjarna Ben ásamt ríkisstjórninni. „Þá ætla ég að vera pólitískur og segja taka Bjarna Ben í gegn,“ segir Baddi en þeir félagar vonast til að Skaupið á morgun verði frábært.
Áramót Áramótaskaupið Ástin og lífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira