Sökum meiðslavandræða var lið Arbroath aðeins með 15 menn á skýrslu í kvöld en liðið er í bullandi fallbaráttu í deildinni og þurfti nauðsynlega á stigum að halda.
Staðan í hálfleik var 1-0 heimamönnum í Raith Rovers í vil og til þess að hrista aðeins upp í hlutunum gerði Arbroath þrefalda skiptingu í hálfleik og þar með voru allir útileikmenn á bekknum komnir inn á.
Á 58. mínútu meiddist svo Aaron Steele og þá voru góð ráð dýr, enda aðeins markvörðurinn Ali Adams á bekknum. Hann kom inn á í stöðu framherja og á 76. mínútu skoraði hann þetta ótrúlega mark sem myndi gera flesta framherja græna af öfund.
Arbroath had an injury and had to bring on sub goalkeeper Ali Adams outfield.
— Henry Moeran (@henrymoeranBBC) December 30, 2023
Minutes later, he does this pic.twitter.com/4G56rz3U10
Adams, sem er 32 ára hefur ekki náð að festa sig í sessi sem markvörður og hefur flakkað á milli ýmissa liða í neðri deildum Skotlands. Það skyldi þó aldrei vera að hann hafi einfaldlega valið að einbeita sér að rangri stöðu á vellinum en árið 2020 skoraði hann mark úr aukaspyrnu af eigin vallarhelmingi.
Today's goal wasn't Ali Adams' first ever goal, he scored this 55-yard free kick for Tranent against Inverkeithing Swifts in the East of Scotland League back in 2020.
— SPFL Mediawatch (@SPFLWatch) December 30, 2023
(via: The Swifts YT) pic.twitter.com/7gsZahCXlC