Ýmsir frægir litu dagsins ljós með aðstoð gervigreindar, Bogi Ágústsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birtust svo einhverjir séu nefndir. Og svo þegar Hemmi Gunn, sem andaðist 2013, birtist sem ljóslifandi væri fór um marga.
Auðunn Blöndal var fljótur að henda í færslu á X þar sem hann upplýsti að þeir hafi fengið leyfi frá fjölskyldu Hemma.
„Þau voru sammála okkur um að það hefði enginn fílað þetta meira en einmitt okkar uppáhalds maður Hemmi Gunn,“ sagði Auddi.
En hver er fjölskylda Hemma? Hann var ókvæntur en eignaðist sex börn. Og ekki náðist í þau öll.
Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður og ekki hafði verið talað við hann. „Mér brá svolítið fyrst þegar ég sá þetta,“ segir Hendrik í samtali við Vísi. En hann var fljótur að jafna sig eftir að hafa heyrt í systrum sínum. Hann segir þetta hafa verið misskilning.

„Það er svo mikið að gera í desember. Ég talaði við Evu Laufey og systur mínar, og þær segja að reynt hafi verið að ná í mig. Þetta var ók og ég er sannfærður um að pabbi hefði alveg orðið ánægður með þetta,“ segir Hendrik.
„Þær eru alveg hundrað prósent systur mínar.“