Liverpool setti xG-met gegn Newcastle Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2024 14:30 Curtis Jones á eitt 35 skota Liverpool í leiknum gegn Newcastle United. getty/Jan Kruger Liverpool setti met yfir flest vænt mörk (xG) þegar liðið sigraði Newcastle United, 4-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mohamed Salah skoraði tvö mörk og Curtis Jones og Cody Gakpo sitt markið hvor þegar Rauði herinn lagði Skjórana að velli. Með sigrinum náði Liverpool þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool var í miklum sóknarhug í leiknum á Anfield í gær. Strákarnir hans Jürgens Klopp áttu 34 skot í leiknum, þar af fimmtán á markið. Liverpool var með 7,27 vænt mörk (xG) í leiknum sem er það mesta síðan byrjað var að taka þessa tölfræði saman í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2010-11. Vænt mörk segja til um hversu mörg mörk lið „ætti“ að skora miðað við hversu góð færi það skapar. 1 - With an Expected Goals figure of 7.27 this evening, Liverpool recorded the highest xG total on record (since 2010-11) in a single Premier League game. Bombarded. pic.twitter.com/a0Fy24HHGz— OptaJoe (@OptaJoe) January 1, 2024 Þrátt fyrir að hafa fengið á sig fjögur mörk var Martin Dúbravka besti leikmaður Newcastle í leiknum en hann hafði nóg að gera og varði fjölda skota Liverpool-manna. Þeim tókst þó að koma boltanum í fjórgang framhjá Slóvakanum. Liverpool hefur skorað 43 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Aðeins Manchester City hefur skorað fleiri (45). Salah er markahæstur í deildinni ásamt Erling Haaland hjá City en þeir hafa báðir skorað fjórtán mörk. Auk þess hefur Salah lagt upp átta mörk. Næsti leikur Liverpool er gegn Arsenal í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn. Næsti deildarleikur Rauða hersins er gegn Bournemouth á útivelli 21. janúar. Enski boltinn Tengdar fréttir Sérfræðingarnir saka Liverpool manninn um leikaraskap Diogo Jota fiskaði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti undir lok leiks Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og margir sérfræðingar sökuðu hann í kjölfarið um leikaraskap. 2. janúar 2024 09:31 Myndatökumaðurinn kom Jürgen Klopp til bjargar Fögnuður Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi breyttist snögglega í andstöðu sína þegar hann týndi giftingarhringnum sínum. 2. janúar 2024 08:01 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Mohamed Salah skoraði tvö mörk og Curtis Jones og Cody Gakpo sitt markið hvor þegar Rauði herinn lagði Skjórana að velli. Með sigrinum náði Liverpool þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool var í miklum sóknarhug í leiknum á Anfield í gær. Strákarnir hans Jürgens Klopp áttu 34 skot í leiknum, þar af fimmtán á markið. Liverpool var með 7,27 vænt mörk (xG) í leiknum sem er það mesta síðan byrjað var að taka þessa tölfræði saman í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2010-11. Vænt mörk segja til um hversu mörg mörk lið „ætti“ að skora miðað við hversu góð færi það skapar. 1 - With an Expected Goals figure of 7.27 this evening, Liverpool recorded the highest xG total on record (since 2010-11) in a single Premier League game. Bombarded. pic.twitter.com/a0Fy24HHGz— OptaJoe (@OptaJoe) January 1, 2024 Þrátt fyrir að hafa fengið á sig fjögur mörk var Martin Dúbravka besti leikmaður Newcastle í leiknum en hann hafði nóg að gera og varði fjölda skota Liverpool-manna. Þeim tókst þó að koma boltanum í fjórgang framhjá Slóvakanum. Liverpool hefur skorað 43 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Aðeins Manchester City hefur skorað fleiri (45). Salah er markahæstur í deildinni ásamt Erling Haaland hjá City en þeir hafa báðir skorað fjórtán mörk. Auk þess hefur Salah lagt upp átta mörk. Næsti leikur Liverpool er gegn Arsenal í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn. Næsti deildarleikur Rauða hersins er gegn Bournemouth á útivelli 21. janúar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sérfræðingarnir saka Liverpool manninn um leikaraskap Diogo Jota fiskaði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti undir lok leiks Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og margir sérfræðingar sökuðu hann í kjölfarið um leikaraskap. 2. janúar 2024 09:31 Myndatökumaðurinn kom Jürgen Klopp til bjargar Fögnuður Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi breyttist snögglega í andstöðu sína þegar hann týndi giftingarhringnum sínum. 2. janúar 2024 08:01 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Sérfræðingarnir saka Liverpool manninn um leikaraskap Diogo Jota fiskaði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti undir lok leiks Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og margir sérfræðingar sökuðu hann í kjölfarið um leikaraskap. 2. janúar 2024 09:31
Myndatökumaðurinn kom Jürgen Klopp til bjargar Fögnuður Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi breyttist snögglega í andstöðu sína þegar hann týndi giftingarhringnum sínum. 2. janúar 2024 08:01