Vísar ásökun um vanhæfi á bug Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2024 12:03 Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Orkumálastjóri segir gríðarlega mikilvægt að þingið nái að afgreiða frumvarp um orkuöryggi sem allra fyrst. Hún bendir framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins sem hefur sakað hana um vanhæfi á að beina áhyggjum sínum að stjórnmálamönnum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór hörðum orðum um Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra, í grein sem birtist á Vísi í gær. Þar sakaði hann Höllu um vanhæfi til að taka ákvarðanir í orkumálum og vísaði til ummæla um að beina eigi raforku til tiltekinna atvinnugreina umfram aðrar. Halla Hrund segir Orkustofnun vinna samkvæmt lögum og áherslum í orkustefnu og stjórnarsáttmála. „Ég held að orðræða Samtaka iðnaðarins lýsi kannski best þeim gríðarlegu hagsmunum sem liggja í orkumálum,“ segir Halla. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafi Samtök iðnaðarins áhyggjur af áherslu ríkisstjórnarinnar á orkuskipti og þeim lögum og markmiðum sem sett hafa verið, að þá sé tilefni til að beina þeim áhyggjum beint til stjórnmálanna. Því það er ekki hlutverk stofnana að móta slíka áherslur. Við erum að fylgja þeim í okkar vinnu.“ Sigurður segir í grein sinni að orkumálastjóri dragi fyrirtæki í dilka með því að stilla upp venjulegum fyrirtækjum gegn orkufrekum iðnaði, líkt gert er í nýárspistli hennar. Halla segist með þessu vera að draga fram mismunandi stöðu þeirra gagnvart mögulegum orkuskorti. „Við erum annars vegar hér á landi með stóra raforkunotendur sem nota um áttatíu prósent af orkunni og þetta eru notendur sem eru með langtímasamninga um mjög mikið magn af orku. Og það er mikilvægt að átta sig á því að frumvarp um vernd á orkuöryggi almennings snýr ekki að því að hrófla við þeim samningum sem nú eru í gildi,“ segir Halla. „Síðan erum við að tala um venjuleg fyrirtæki, sem birtast okkur í til dæmis Kringlunni eða í Skeifunni, múrarar, pípulagningamenn og aðrir, bara hefðbundin atvinnustarfsemi. Það eru um fimmtán prósent af orkunotkun og þetta eru aðilar sem eru í annarri samningsstöðu. Fólk sem rekur fyrirtæki og treystir bara á stöðugt aðgengi að raforku á hagkvæmu verði í sínum viðskiptum. Svo eru þar heimilin, sem eru með um fimm prósent hluta, og þar erum við líka að tala um allt aðra samningsstöðu, líkt og hjá smærri fyrirtækjum, heldur en hjá þessum stærri notendum.“ Forgangsatriði að afgreiða frumvarpið Orkuskortur til skemmri tíma verði ekki leystur með virkjunum sem taki nokkur ár í framkvæmd og Halla vonar að Alþingi afgreiði frumvarp sem tryggi orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja sem allra fyrst. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé sett í forgang að klára það mál. Það skiptir máli að setja varnagla þannig að orkuöryggi þessa hóps verði tryggt.“ Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór hörðum orðum um Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra, í grein sem birtist á Vísi í gær. Þar sakaði hann Höllu um vanhæfi til að taka ákvarðanir í orkumálum og vísaði til ummæla um að beina eigi raforku til tiltekinna atvinnugreina umfram aðrar. Halla Hrund segir Orkustofnun vinna samkvæmt lögum og áherslum í orkustefnu og stjórnarsáttmála. „Ég held að orðræða Samtaka iðnaðarins lýsi kannski best þeim gríðarlegu hagsmunum sem liggja í orkumálum,“ segir Halla. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafi Samtök iðnaðarins áhyggjur af áherslu ríkisstjórnarinnar á orkuskipti og þeim lögum og markmiðum sem sett hafa verið, að þá sé tilefni til að beina þeim áhyggjum beint til stjórnmálanna. Því það er ekki hlutverk stofnana að móta slíka áherslur. Við erum að fylgja þeim í okkar vinnu.“ Sigurður segir í grein sinni að orkumálastjóri dragi fyrirtæki í dilka með því að stilla upp venjulegum fyrirtækjum gegn orkufrekum iðnaði, líkt gert er í nýárspistli hennar. Halla segist með þessu vera að draga fram mismunandi stöðu þeirra gagnvart mögulegum orkuskorti. „Við erum annars vegar hér á landi með stóra raforkunotendur sem nota um áttatíu prósent af orkunni og þetta eru notendur sem eru með langtímasamninga um mjög mikið magn af orku. Og það er mikilvægt að átta sig á því að frumvarp um vernd á orkuöryggi almennings snýr ekki að því að hrófla við þeim samningum sem nú eru í gildi,“ segir Halla. „Síðan erum við að tala um venjuleg fyrirtæki, sem birtast okkur í til dæmis Kringlunni eða í Skeifunni, múrarar, pípulagningamenn og aðrir, bara hefðbundin atvinnustarfsemi. Það eru um fimmtán prósent af orkunotkun og þetta eru aðilar sem eru í annarri samningsstöðu. Fólk sem rekur fyrirtæki og treystir bara á stöðugt aðgengi að raforku á hagkvæmu verði í sínum viðskiptum. Svo eru þar heimilin, sem eru með um fimm prósent hluta, og þar erum við líka að tala um allt aðra samningsstöðu, líkt og hjá smærri fyrirtækjum, heldur en hjá þessum stærri notendum.“ Forgangsatriði að afgreiða frumvarpið Orkuskortur til skemmri tíma verði ekki leystur með virkjunum sem taki nokkur ár í framkvæmd og Halla vonar að Alþingi afgreiði frumvarp sem tryggi orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja sem allra fyrst. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé sett í forgang að klára það mál. Það skiptir máli að setja varnagla þannig að orkuöryggi þessa hóps verði tryggt.“
Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent