Hefur sýnt um allan heim en leitar nú í íslensku ræturnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. janúar 2024 16:01 Listakonan Karen Ösp Pálsdóttir stendur fyrir sýningunni Á bláþræði. Aðsend Listakonan Karen Ösp Pálsdóttir hefur löngum verið búsett í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á myndlist við listaháskóla í Maryland. Undanfarin ár hefur hún verið starfrækt í New York borg en var á dögunum að opna sýna fyrstu einkasýningu hér á Íslandi. Gaman að sýna verkin í eigin persónu Blaðamaður ræddi við Karen en sýningin ber heitið Á bláþræði og er staðsett í 1300° Gallery á Bergstaðastræti 4. Karen hefur unnið flest öll verk sýningarinnar á þessu ári og eiga þau það sameiginlegt að vera máluð einungis í kóbaltbláum tónum. „Það var ótrúlega skemmtilegt að opna sýningu hér heima. Þar sem ég bý og starfa í New York hef ég ekki alltaf haft tækifæri til þess að sýna vinum mínum og fjölskyldu listaverkin mín svona í eigin persónu. Hingað til hafa ljósmyndir af verkunum oftast þurft að duga og því var þessi sýningaropnun alveg sérstakt tilefni fyrir okkur.“ View this post on Instagram A post shared by Karen O sp Pa lsdo ttir (@kronosp) Erfiðast að flytja verkin heim Jólin eru einstakur tími fyrir Karen þar sem hún og fjölskylda hennar eru alltaf saman hér á Íslandi á þeim tíma árs. „Því var líka skemmtilegt og hentugt að halda sýninguna hér um jólin.“ Þó hafi hún mætt ýmsum hindrunum við undirbúning sýningarinnar. „Það erfiðasta við að halda sýningu í öðru landi var helst flutningur á verkum. Ég endaði á því að taka þau öll með mér í flug, pakkaði þeim bara vel í nokkrar töskur og flutningatúbur. Ég þurfti svo að strekkja mörg verk upp á nýtt hérlendis fyrir opnunina. Ég kom líka ekki með nein auka verk og passaði að hafa nákvæman fjölda af verkum sem pössuðu í fallega rýmið í galleríinu.“ Karen fyrir utan sýningarrýmið í snjónum.Aðsend Fyrsta sýning hérlendis í yfir áratug Á Bláþræði er sem áður segir fyrsta einkasýning Karenar og sömuleiðis fyrsta sýning sem hún tekur þátt í hérlendis síðan 2013. Karen er alin upp í 101 Reykjavík og gekk í Austurbæjarskóla svo að hún á rætur að rekja í miðbæinn. „Mér þótti mjög vænt um það að vera að sýna verkin mín í hverfinu sem ég ólst upp í. Opunin gekk vel og það var enn skemmtilegra að fá gesti til mín sem ég hef kannski ekki hitt rosalega lengi. Ég vonast til að halda fleiri sýningar hérna heima þar sem þetta hefur snúist mikið um samveru og það er svo gaman að hafa fólkið mitt hér að samgleðjast mér. Það er líka skemmtilegt hvað Íslendingar sýna listinni mikinn áhuga.“ Margt var um manninn á sýningaropnuninni.Aðsend Fjölbreyttari sena úti Aðspurð hvort hún finni mun á listasenunni hérlendis og úti í New York segir Karen: „Ég myndi segja að úti sé kannski aðeins fjölbreyttari sena enda mikið stærra land og það er auðvitað rosalega fjölmennt og fjölbreytt mannflóra í New York. En á Íslandi er ég að upplifa mikinn stuðning og maður upplifir sig meira sem hluta af samfélagi.“ Karen Ösp segist ótrúlega þakklát fyrir stuðning frá fólkinu sínu. Henni finnst gaman að sjá hve mikinn áhuga Íslendingar hafa almennt á list. Aðsend Þrátt fyrir að þetta sé hennar fyrsta einkasýning hefur Karen sýnt málverk sín víða um heiminn. Má þar nefna gallerí í New York, Baltimore, Washington DC, London, Barcelona, Reykjavík og Annecy. Einnig hafa málverk Karenar verið birt í ótal bókum og tímaritum meðal annars New American Paintings, Create! Magazine, Tibia Magazine, SFMOMA, Hyperallergic og El País. Meðal verka Karenar en kópaltbláu tónarnir ráða ríkjum. Aðsend Karen ferðaðist með öll verk sín með sér í flugi frá New York.Aðsend Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Gaman að sýna verkin í eigin persónu Blaðamaður ræddi við Karen en sýningin ber heitið Á bláþræði og er staðsett í 1300° Gallery á Bergstaðastræti 4. Karen hefur unnið flest öll verk sýningarinnar á þessu ári og eiga þau það sameiginlegt að vera máluð einungis í kóbaltbláum tónum. „Það var ótrúlega skemmtilegt að opna sýningu hér heima. Þar sem ég bý og starfa í New York hef ég ekki alltaf haft tækifæri til þess að sýna vinum mínum og fjölskyldu listaverkin mín svona í eigin persónu. Hingað til hafa ljósmyndir af verkunum oftast þurft að duga og því var þessi sýningaropnun alveg sérstakt tilefni fyrir okkur.“ View this post on Instagram A post shared by Karen O sp Pa lsdo ttir (@kronosp) Erfiðast að flytja verkin heim Jólin eru einstakur tími fyrir Karen þar sem hún og fjölskylda hennar eru alltaf saman hér á Íslandi á þeim tíma árs. „Því var líka skemmtilegt og hentugt að halda sýninguna hér um jólin.“ Þó hafi hún mætt ýmsum hindrunum við undirbúning sýningarinnar. „Það erfiðasta við að halda sýningu í öðru landi var helst flutningur á verkum. Ég endaði á því að taka þau öll með mér í flug, pakkaði þeim bara vel í nokkrar töskur og flutningatúbur. Ég þurfti svo að strekkja mörg verk upp á nýtt hérlendis fyrir opnunina. Ég kom líka ekki með nein auka verk og passaði að hafa nákvæman fjölda af verkum sem pössuðu í fallega rýmið í galleríinu.“ Karen fyrir utan sýningarrýmið í snjónum.Aðsend Fyrsta sýning hérlendis í yfir áratug Á Bláþræði er sem áður segir fyrsta einkasýning Karenar og sömuleiðis fyrsta sýning sem hún tekur þátt í hérlendis síðan 2013. Karen er alin upp í 101 Reykjavík og gekk í Austurbæjarskóla svo að hún á rætur að rekja í miðbæinn. „Mér þótti mjög vænt um það að vera að sýna verkin mín í hverfinu sem ég ólst upp í. Opunin gekk vel og það var enn skemmtilegra að fá gesti til mín sem ég hef kannski ekki hitt rosalega lengi. Ég vonast til að halda fleiri sýningar hérna heima þar sem þetta hefur snúist mikið um samveru og það er svo gaman að hafa fólkið mitt hér að samgleðjast mér. Það er líka skemmtilegt hvað Íslendingar sýna listinni mikinn áhuga.“ Margt var um manninn á sýningaropnuninni.Aðsend Fjölbreyttari sena úti Aðspurð hvort hún finni mun á listasenunni hérlendis og úti í New York segir Karen: „Ég myndi segja að úti sé kannski aðeins fjölbreyttari sena enda mikið stærra land og það er auðvitað rosalega fjölmennt og fjölbreytt mannflóra í New York. En á Íslandi er ég að upplifa mikinn stuðning og maður upplifir sig meira sem hluta af samfélagi.“ Karen Ösp segist ótrúlega þakklát fyrir stuðning frá fólkinu sínu. Henni finnst gaman að sjá hve mikinn áhuga Íslendingar hafa almennt á list. Aðsend Þrátt fyrir að þetta sé hennar fyrsta einkasýning hefur Karen sýnt málverk sín víða um heiminn. Má þar nefna gallerí í New York, Baltimore, Washington DC, London, Barcelona, Reykjavík og Annecy. Einnig hafa málverk Karenar verið birt í ótal bókum og tímaritum meðal annars New American Paintings, Create! Magazine, Tibia Magazine, SFMOMA, Hyperallergic og El País. Meðal verka Karenar en kópaltbláu tónarnir ráða ríkjum. Aðsend Karen ferðaðist með öll verk sín með sér í flugi frá New York.Aðsend
Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira