Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2024 21:09 Fyrri maðurinn mætti á Austurvöll um klukkan tvö í nótt, en sá seinni klukkan níu í morgun. Naji segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna fyrri mannsins. Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. Í samtali við fréttastofu segir Naji Asar, sem er einn þeirra sem reistu hafa tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður, að fyrri maðurinn hafi mætt á svæðið um klukkan tvö í nótt. Það er maðurinn sem sést fyrr í myndbandinu. „Við sátum saman inni í stóru tjaldi nokkrir vinir. Þá kemur hann inn og byrjar að tala við okkur, en ég svara ekki fyrr en hann spyr hvort ég skilji hann. Þá spyr ég hann hvort ég geti aðstoðað, en hann segir mér að þegja,“ segir Naji. Maðurinn hafi í kjölfar orðið afar ógnandi og hlaupið gólandi út úr tjaldinu. Hann hafi meðal annars skemmt síma vinar hans og tekið niður eitt tjaldanna. Hið síðarnefnda sést í upphafi myndskeiðsins í spilaranum hér að neðan. Naji segir að hringt hafi verið á lögreglu vegna mannsins, og hann handtekinn. „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Seinni maðurinn, sem Naji segir hafa verið leigubílstjóra að bíða eftir farþegum á hóteli í grenndinni, hafi komið á svæðið um klukkan níu í morgun. „Hann kom inn í tjaldið og spurði hvort við værum með leyfi til að vera á svæðinu. Ég játti því og spurði hvort hann vildi sjá. Þá fengum við fúkyrðaflauminn yfir okkur,“ segir Naji. Maðurinn hafi látið afar ljót orð falla. „Hann sagði að Ísrael myndi drepa alla frá Palestínu. Það var áður en ég byrjaði að taka upp, en eftir að ég byrjaði að taka upp hélt hann áfram,“ segir Naji. Í myndbandinu heyrist maðurinn meðal annars segja „Go home Hamas rats“ sem útlista mætti sem „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“. Auk þess sem heyrist hann segja Naji að fara til fjandans, og að hann hafi ekki gefið leyfi til að láta mynda sig og því væri Naji það óheimilt. Málið er afar óþægilegt segir Naji, en stundum hafa börnin hans þrjú, sem eru á aldrinum sex til fjórtán ára, verið hjá honum á Austurvelli. „Ég er hræddur um að einhver geri þeim eitthvað,“ segir Naji. Naji hefur haldið til í tjaldi á Austurvelli í viku.Vísir/Sigurjón Hefur ekki áhyggjur af atvinnumissinum Líkt og áður segir er Naji einn þeirra Palestínumanna með samþykkta fjölskyldusameiningu sem dvalið hafa í tjöldum á Austurvelli til að minna þingheim á þær ömurlegu aðstæður sem fólk býr við á Gasa. Sjá einnig: „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Naji hefur nú dvalið í sjö daga við Austurvöll, ásamt nokkrum fleirum. Einhverjir hafi þurft frá að hverfa vegna vinnu, en Naji hefur sjálfur misst vinnuna þar sem hann hafi verið önnum kafinn í mótmælunum. „Ég mun aldrei gefast upp á þessu, á fólkinu mínu,“ segir Naji. Hann segist litlar áhyggjur hafa af atvinnumissinum. „Ég finn aðra vinnu. Ég missti ekki vinnuna, þau misstu mig,“ segir Naji. Reykjavík Palestína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Naji Asar, sem er einn þeirra sem reistu hafa tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður, að fyrri maðurinn hafi mætt á svæðið um klukkan tvö í nótt. Það er maðurinn sem sést fyrr í myndbandinu. „Við sátum saman inni í stóru tjaldi nokkrir vinir. Þá kemur hann inn og byrjar að tala við okkur, en ég svara ekki fyrr en hann spyr hvort ég skilji hann. Þá spyr ég hann hvort ég geti aðstoðað, en hann segir mér að þegja,“ segir Naji. Maðurinn hafi í kjölfar orðið afar ógnandi og hlaupið gólandi út úr tjaldinu. Hann hafi meðal annars skemmt síma vinar hans og tekið niður eitt tjaldanna. Hið síðarnefnda sést í upphafi myndskeiðsins í spilaranum hér að neðan. Naji segir að hringt hafi verið á lögreglu vegna mannsins, og hann handtekinn. „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Seinni maðurinn, sem Naji segir hafa verið leigubílstjóra að bíða eftir farþegum á hóteli í grenndinni, hafi komið á svæðið um klukkan níu í morgun. „Hann kom inn í tjaldið og spurði hvort við værum með leyfi til að vera á svæðinu. Ég játti því og spurði hvort hann vildi sjá. Þá fengum við fúkyrðaflauminn yfir okkur,“ segir Naji. Maðurinn hafi látið afar ljót orð falla. „Hann sagði að Ísrael myndi drepa alla frá Palestínu. Það var áður en ég byrjaði að taka upp, en eftir að ég byrjaði að taka upp hélt hann áfram,“ segir Naji. Í myndbandinu heyrist maðurinn meðal annars segja „Go home Hamas rats“ sem útlista mætti sem „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“. Auk þess sem heyrist hann segja Naji að fara til fjandans, og að hann hafi ekki gefið leyfi til að láta mynda sig og því væri Naji það óheimilt. Málið er afar óþægilegt segir Naji, en stundum hafa börnin hans þrjú, sem eru á aldrinum sex til fjórtán ára, verið hjá honum á Austurvelli. „Ég er hræddur um að einhver geri þeim eitthvað,“ segir Naji. Naji hefur haldið til í tjaldi á Austurvelli í viku.Vísir/Sigurjón Hefur ekki áhyggjur af atvinnumissinum Líkt og áður segir er Naji einn þeirra Palestínumanna með samþykkta fjölskyldusameiningu sem dvalið hafa í tjöldum á Austurvelli til að minna þingheim á þær ömurlegu aðstæður sem fólk býr við á Gasa. Sjá einnig: „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Naji hefur nú dvalið í sjö daga við Austurvöll, ásamt nokkrum fleirum. Einhverjir hafi þurft frá að hverfa vegna vinnu, en Naji hefur sjálfur misst vinnuna þar sem hann hafi verið önnum kafinn í mótmælunum. „Ég mun aldrei gefast upp á þessu, á fólkinu mínu,“ segir Naji. Hann segist litlar áhyggjur hafa af atvinnumissinum. „Ég finn aðra vinnu. Ég missti ekki vinnuna, þau misstu mig,“ segir Naji.
Reykjavík Palestína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira