Sport

Dag­skráin í dag: Subway-deild karla af stað á nýjan leik

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kristófer Acox verður í eldlínunni með Val gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld.
Kristófer Acox verður í eldlínunni með Val gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. Vísir/Anton Brink

Subway-deild karla í körfuknattleik hefst á ný í kvöld og verður Skiptiborðið í beinni útsendingu auk þess sem leikur Vals og Þórs frá Þorlákshöfn verður sýndur beint.

Stöð 2 Sport

Skiptiborðið fer í loftið klukkan 19:10 en þar verður fylgst með gangi mála í öllum leikjum kvöldsins í Subway-deild karla. Hörður Unnsteinsson ásamt sérfræðingum verður í setti og fylgist með öllu því sem gerist í leikjunum fjórum en auk leiks Vals og Þórs Þorlákshöfn sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 mætast Keflavík og Hamar, Höttur tekur á móti Grindavík og Haukar mæta Blikum.

Klukkan 21:20 verða Tilþrifin síðan í beinni útsendingu en þar verður farið yfir úrslitin í leikjunum fjórum.

Stöð 2 Sport 2

FA-bikarinn í knattspyrnu er að komast á fullt og verður sú elsta og virtasta í beinni útsendingu á íþróttarásum Stöðvar 2. Í kvöld klukkan 19:50 verður áhugaverður úrvalsdeildarslagur á dagskrá þegar Crystal Palace mætir Everton.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19:05 hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þór frá Þorlákshöfn. Liðin eru jöfn að stigum í tveimur efstu sætum deildarinnar og því um sannkallaðan stórleik að ræða.

Vodafone Sport

Klukkan 17:55 verður sýnt beint frá leik Färjestad og Frölunda í efstu deild sænsku deildarinnar í ískhokký.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×