Loksins laus úr vítahringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 09:00 Oliver Stefánsson í einum af fáum leikjum þar sem hann fékk tækifærið með Blikaliðinu. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Oliver Stefánsson kemur heim upp á Skaga og leikur með ÍA í Bestu-deildinni í sumar. Hann segist vera búinn að jafna sig að fullu á erfiðum meiðslum og segist þurfa að spila mun meira en hann gerði á síðasta tímabili. Oliver lék síðast með ÍA í hitteðfyrra þegar liðið féll niður í næstefstu deild. Eftir að Skagamenn féllu þá samdi Oliver við þáverandi Íslandsmeistara Breiðabliks. Hann var hins vegar á eftir Damir Muminovic og Viktori Erni Margeirssyni í goggunarröðinni þegar Blikar lentu í fjórða sæti Bestu deildarinnar. Oliver var á láni hjá ÍA frá sænska liðinu Norrköping sumarið 2022 en Breiðablik keypti hann í kjölfarið frá Svíþjóð. Hann hefur nú skipt alfarið yfir til ÍA og gerði samning út leiktíðina 2025. Hlakkar til að fá að spila fótbolta aftur „Ég er mjög spenntur og hlakka til að fá að spila fótbolta aftur. Það er komið of langt síðan,“ sagði Oliver Stefánsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2. „Ég var lengi frá og þegar ég var orðinn góður þá fékk ég annað. Svo þegar ég var orðinn góður af því þá kom hitt til baka. Þetta var smá vítahringur og ég er búinn að vera vinna í því að losna úr honum,“ sagði Oliver og fór aðeins nánar yfir meiðslin sín. Fékk blóðtappa „Fyrst þurfti ég að fara í aðgerð á mjöðm og var lengi frá eða í eitt og hálft ár. Svo tók ég undirbúningstímabilið út í Norrköping en fékk þá blóðtappa í hálsinn og lungun. Þá var ég líka frá í eitt ár,“ sagði Oliver. „Þá rýrnaði svo mikið af því sem var búið að vinna upp í mjöðminni að ég fékk því aftur í mjöðmina og var aftur frá í sex til átta mánuði. Núna er ég búinn að ná að byggja það aftur upp. Þetta var smá vítahringur fram og til baka,“ sagði Oliver. Oliver er að koma út úr mjög löngu tímabili með Blikum þá að hann hafi ekki sjálfið komið mikið við sögu í leikjum liðsins. Tímabilinu lauk í desember þegar Blikar féllu úr leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Hann er nú í fríi á Spáni. Lagði saman tvo og tvo Var þetta erfitt fyrir hann að vera lítið að spila en fara í gegnum svona langt tímabil? „Ég bjóst við því að fá að spila mikið meira og þetta voru því ákveðin vonbrigði. Svo leggur maður tvo og tvo saman. Ég var ekkert brjálaður eftir hvern einasta leik, tuttugu leiki í röð,“ sagði Oliver. „Til að byrja með voru þetta mikil vonbrigði en ég lagði bara meira á mig og æfði meira,“ sagði Oliver og nú ætlar hann sér að gera góða hluti með ÍA í sumar. Stefnan er alltaf sett hátt. „Ég held að það sé alltaf stefnan upp á Skaga þótt að það takist ekki alltaf. Mér líst hrikalega vel á þetta og það sem Skaginn er búinn að vera gera undanfarin í leikmannamálum og starfsliði. Ég þekki vel til í klúbbnum og veit að það eru allir að stefna í sömu átt,“ sagði Oliver. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Besta deild karla ÍA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Oliver lék síðast með ÍA í hitteðfyrra þegar liðið féll niður í næstefstu deild. Eftir að Skagamenn féllu þá samdi Oliver við þáverandi Íslandsmeistara Breiðabliks. Hann var hins vegar á eftir Damir Muminovic og Viktori Erni Margeirssyni í goggunarröðinni þegar Blikar lentu í fjórða sæti Bestu deildarinnar. Oliver var á láni hjá ÍA frá sænska liðinu Norrköping sumarið 2022 en Breiðablik keypti hann í kjölfarið frá Svíþjóð. Hann hefur nú skipt alfarið yfir til ÍA og gerði samning út leiktíðina 2025. Hlakkar til að fá að spila fótbolta aftur „Ég er mjög spenntur og hlakka til að fá að spila fótbolta aftur. Það er komið of langt síðan,“ sagði Oliver Stefánsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2. „Ég var lengi frá og þegar ég var orðinn góður þá fékk ég annað. Svo þegar ég var orðinn góður af því þá kom hitt til baka. Þetta var smá vítahringur og ég er búinn að vera vinna í því að losna úr honum,“ sagði Oliver og fór aðeins nánar yfir meiðslin sín. Fékk blóðtappa „Fyrst þurfti ég að fara í aðgerð á mjöðm og var lengi frá eða í eitt og hálft ár. Svo tók ég undirbúningstímabilið út í Norrköping en fékk þá blóðtappa í hálsinn og lungun. Þá var ég líka frá í eitt ár,“ sagði Oliver. „Þá rýrnaði svo mikið af því sem var búið að vinna upp í mjöðminni að ég fékk því aftur í mjöðmina og var aftur frá í sex til átta mánuði. Núna er ég búinn að ná að byggja það aftur upp. Þetta var smá vítahringur fram og til baka,“ sagði Oliver. Oliver er að koma út úr mjög löngu tímabili með Blikum þá að hann hafi ekki sjálfið komið mikið við sögu í leikjum liðsins. Tímabilinu lauk í desember þegar Blikar féllu úr leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Hann er nú í fríi á Spáni. Lagði saman tvo og tvo Var þetta erfitt fyrir hann að vera lítið að spila en fara í gegnum svona langt tímabil? „Ég bjóst við því að fá að spila mikið meira og þetta voru því ákveðin vonbrigði. Svo leggur maður tvo og tvo saman. Ég var ekkert brjálaður eftir hvern einasta leik, tuttugu leiki í röð,“ sagði Oliver. „Til að byrja með voru þetta mikil vonbrigði en ég lagði bara meira á mig og æfði meira,“ sagði Oliver og nú ætlar hann sér að gera góða hluti með ÍA í sumar. Stefnan er alltaf sett hátt. „Ég held að það sé alltaf stefnan upp á Skaga þótt að það takist ekki alltaf. Mér líst hrikalega vel á þetta og það sem Skaginn er búinn að vera gera undanfarin í leikmannamálum og starfsliði. Ég þekki vel til í klúbbnum og veit að það eru allir að stefna í sömu átt,“ sagði Oliver. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira