Útilokar ekki forsetaframboð Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2024 07:39 Björn Zoëga hefur gegnt stöðu forstjóra Karolinska frá árinu 2019. Karolinska Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. Þetta segir Björn í samtali við sænska blaðið Dagens Nyheter. Í frétt Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag, þar sem rætt var við Andrés Jónsson almannatengill, var nafn Björns nefnt sem mögulegur forsetaframbjóðandi. DN hafði í kjölfarið samband við Björn segir það hafa komið „skemmtilega á óvart“ að hafa verið nefndur sem mögulegur arftaki Guðna Th. Jóhannessonar, fráfarandi forseta. Þetta sýni að fólk á Íslandi fylgist með því starfi sem unnið sé á Karolinska. Segir ekki beint nei Björn segist ekki útiloka framboð. „Ég þarf tíma til að íhuga þetta, en ef fólk sem ég treysti vill að ég bjóði mig fram þá mun ég íhuga það. Ég þarf að heyra hvað fólk segi almennt um þetta svo ég segi ekki beint nei,“ segir hann í samtali við DN. Björn bætir því við að honum líki vel í Svíþjóð og í núverandi stöðu sinni sem forstjóri Karolinska, en að alltaf sé að finna „áskoranir í lífinu“. Að neðan má sjá fréttina þar sem rætt var við Andrés Jónsson um mögulega forsetaframbjóðendur. Forsetakosningar í júní Guðni tilkynnti það í nýársávarpi sínu að hann muni ekki bjóða sig fram til endurkjörs næsta sumar eftir að hafa setið í embætti í átta ár. Því er ljóst að sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Björn er bæklunarskurðlæknir og var forstjóri Landspítalans á árunum 2010 til 2013 og var ráðinn forstjóri Karolinska árið 2019. Árið 2022 var hann ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, en sú staða snerist fyrst og fremst að störfum Landspítalans. Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og Ástþór Magnússon hafa þegar tilkynnt um framboð til forseta. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Þetta segir Björn í samtali við sænska blaðið Dagens Nyheter. Í frétt Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag, þar sem rætt var við Andrés Jónsson almannatengill, var nafn Björns nefnt sem mögulegur forsetaframbjóðandi. DN hafði í kjölfarið samband við Björn segir það hafa komið „skemmtilega á óvart“ að hafa verið nefndur sem mögulegur arftaki Guðna Th. Jóhannessonar, fráfarandi forseta. Þetta sýni að fólk á Íslandi fylgist með því starfi sem unnið sé á Karolinska. Segir ekki beint nei Björn segist ekki útiloka framboð. „Ég þarf tíma til að íhuga þetta, en ef fólk sem ég treysti vill að ég bjóði mig fram þá mun ég íhuga það. Ég þarf að heyra hvað fólk segi almennt um þetta svo ég segi ekki beint nei,“ segir hann í samtali við DN. Björn bætir því við að honum líki vel í Svíþjóð og í núverandi stöðu sinni sem forstjóri Karolinska, en að alltaf sé að finna „áskoranir í lífinu“. Að neðan má sjá fréttina þar sem rætt var við Andrés Jónsson um mögulega forsetaframbjóðendur. Forsetakosningar í júní Guðni tilkynnti það í nýársávarpi sínu að hann muni ekki bjóða sig fram til endurkjörs næsta sumar eftir að hafa setið í embætti í átta ár. Því er ljóst að sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Björn er bæklunarskurðlæknir og var forstjóri Landspítalans á árunum 2010 til 2013 og var ráðinn forstjóri Karolinska árið 2019. Árið 2022 var hann ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, en sú staða snerist fyrst og fremst að störfum Landspítalans. Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og Ástþór Magnússon hafa þegar tilkynnt um framboð til forseta.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16
„Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04