Sprautaði kryddvökva úr heimagerðu vopni í andlit leigubílstjóra Jón Þór Stefánsson skrifar 4. janúar 2024 14:34 Leigubílstjóri varð fyrir barðinu á manninum. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Karlmaður með langan sakaferill hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að brjóta á leigubílstjóra, sem og önnur minniháttar brot. Manninum var gefið a sök að hafa, í október 2021, blekkt leigubílstjóra til að aka sér frá Laugavegi í Reykjavík að ótilgreindum stað, með viðkomu í Holtagörðum, án þess að geta eða ætla sér að greiða fyrir farið. Hann hafi greitt lítinn hluta fjargjaldsins, en síðan ráðist á leigubílstjórann og spreyjað kryddvökva í andlit hans með heimagerðu úðavopni. Síðan hafi hann tekið spjaldtölvu leigubílstjórans ófrjálsri hendi og hlaupið á brott. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þrenn brot til viðbótar. Í fyrsta lagi fyrir að taka bíl í heimildarleysi og aka henni án ökuréttinda og undir áhrifum amfetamíns í Reykjavík. Í öðru lagi fyrir að spenna upp glugga að íbúð í Reykjavík og ryðjast inn í hana í heimildarleysi. Og í þriðja lagi fyrir að stela vörum úr Nettó Mjóddinni að andvirði tæplega fimm þúsund króna. Maðurinn játaði sök og þótti dómnum sannað með játningunni og öðrum gögnum málsins að hann hefði framið þann verknað sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir á maðurinn langan sakaferill að baki. Síðast hlaut hann dóm í desember. Þá var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi vegna sérlega hættulegrar líkamsárásar. Í dómi héraðsdóms er farið yfir fleiri dóma sem maðurinn hefur hlotið. En honum var dæmdur hegningarauki vegna einhverra brotanna. Hann hlaut sjö mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða tæpar 800 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Leigubílar Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Manninum var gefið a sök að hafa, í október 2021, blekkt leigubílstjóra til að aka sér frá Laugavegi í Reykjavík að ótilgreindum stað, með viðkomu í Holtagörðum, án þess að geta eða ætla sér að greiða fyrir farið. Hann hafi greitt lítinn hluta fjargjaldsins, en síðan ráðist á leigubílstjórann og spreyjað kryddvökva í andlit hans með heimagerðu úðavopni. Síðan hafi hann tekið spjaldtölvu leigubílstjórans ófrjálsri hendi og hlaupið á brott. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þrenn brot til viðbótar. Í fyrsta lagi fyrir að taka bíl í heimildarleysi og aka henni án ökuréttinda og undir áhrifum amfetamíns í Reykjavík. Í öðru lagi fyrir að spenna upp glugga að íbúð í Reykjavík og ryðjast inn í hana í heimildarleysi. Og í þriðja lagi fyrir að stela vörum úr Nettó Mjóddinni að andvirði tæplega fimm þúsund króna. Maðurinn játaði sök og þótti dómnum sannað með játningunni og öðrum gögnum málsins að hann hefði framið þann verknað sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir á maðurinn langan sakaferill að baki. Síðast hlaut hann dóm í desember. Þá var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi vegna sérlega hættulegrar líkamsárásar. Í dómi héraðsdóms er farið yfir fleiri dóma sem maðurinn hefur hlotið. En honum var dæmdur hegningarauki vegna einhverra brotanna. Hann hlaut sjö mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða tæpar 800 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Leigubílar Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira