Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. janúar 2024 19:30 Már Kristjánsson segir álagið meira en áður hefur sést. Vísir/Arnar Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. Álagið á Landspítalanum hefur aukist undanfarið samhliða því að fjöldi pesta hafa gengið og margir orðið veikir. Nú er staðan sú að aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á göngum Landspítalans. „Við höfum aldrei verið í viðlíka ástandi eins og er núna. Það er bara sama hvernig á það er litið. Í dag er um sjötíu manns, umfram skilgreind rými, sem eru liggjandi á göngum hinna ýmsu legudeilda. Miðað við skilgreindan fjölda bráðarýma á spítalanum þá vorum við síðasta sólarhring með, þegar verst lét, hundrað og tíu manns umfram það. Þannig það er verulega mikið álag fyrir starfsfólk legudeilda og bráðamóttöku þannig við höfum ekki séð það svartara,“ segir Már Kristjánsson læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs Landspítalans. Þá hefur starfsfólk spítalans líka verið að veikjast og því oft færri á vaktinni. Í morgun tók grímuskylda gildi á spítalanum og þá hafa heimsóknir líka veriðtakmarkaðar til að reyna að verja sjúklingana. Már segir veikindin sem hrjá landsmenn af ýmsum toga. „Covidið er búið að vera mjög stabílt alveg síðan síðastliðið sumar. Við erum með þetta svona fimmtíu sextíu manns greinda á spítalanum á hverri viku og það hefur haldist nokkuð jafnt. Inflúensan er hins vegar í hámarki og vonandi á niðurleið. Það má líka geta þess að RS hefur verið í mikilli sókn og valdið miklu álagi á Barnaspítalann og bráðamóttöku barna.“ Þeir sem leita þurfa á Landspítalann þessa dagana þurfa sumir hverjir að bíða lengi eftir aðstoð. „Þeir sem eru með mikil og bráðveikindi þeim er sinnt eins og skot. Þeir sem eru með minni veikindi kannski íþróttameiðsli eða eitthvað slíkt, skíðaslys, föll og annað slíkt í hálku þeir geta þurft að bíða í margar klukkustundir. Sex átta klukkustundir.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Álagið á Landspítalanum hefur aukist undanfarið samhliða því að fjöldi pesta hafa gengið og margir orðið veikir. Nú er staðan sú að aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á göngum Landspítalans. „Við höfum aldrei verið í viðlíka ástandi eins og er núna. Það er bara sama hvernig á það er litið. Í dag er um sjötíu manns, umfram skilgreind rými, sem eru liggjandi á göngum hinna ýmsu legudeilda. Miðað við skilgreindan fjölda bráðarýma á spítalanum þá vorum við síðasta sólarhring með, þegar verst lét, hundrað og tíu manns umfram það. Þannig það er verulega mikið álag fyrir starfsfólk legudeilda og bráðamóttöku þannig við höfum ekki séð það svartara,“ segir Már Kristjánsson læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs Landspítalans. Þá hefur starfsfólk spítalans líka verið að veikjast og því oft færri á vaktinni. Í morgun tók grímuskylda gildi á spítalanum og þá hafa heimsóknir líka veriðtakmarkaðar til að reyna að verja sjúklingana. Már segir veikindin sem hrjá landsmenn af ýmsum toga. „Covidið er búið að vera mjög stabílt alveg síðan síðastliðið sumar. Við erum með þetta svona fimmtíu sextíu manns greinda á spítalanum á hverri viku og það hefur haldist nokkuð jafnt. Inflúensan er hins vegar í hámarki og vonandi á niðurleið. Það má líka geta þess að RS hefur verið í mikilli sókn og valdið miklu álagi á Barnaspítalann og bráðamóttöku barna.“ Þeir sem leita þurfa á Landspítalann þessa dagana þurfa sumir hverjir að bíða lengi eftir aðstoð. „Þeir sem eru með mikil og bráðveikindi þeim er sinnt eins og skot. Þeir sem eru með minni veikindi kannski íþróttameiðsli eða eitthvað slíkt, skíðaslys, föll og annað slíkt í hálku þeir geta þurft að bíða í margar klukkustundir. Sex átta klukkustundir.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
„Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51
Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26