Hvernig tryggjum við orkuöryggi þjóðar til framtíðar? Tómas Már Sigurðsson skrifar 5. janúar 2024 07:31 Fyrir áramót frestaði Alþingi afgreiðslu frumvarps til bráðabirgðalaga sem var ætlað að lögfesta forgangsröðun orkusölu í þágu heimila og smærri fyrirtækja. HS Orka tekur heilshugar undir nauðsyn þess að orkuöryggi almennings sé tryggt en telur að útfærslan í frumvarpinu hafi verið meingölluð. Frumvarp til bráðabirgðalaga yrði skjaldborg um stórnotendasölu Vandaðri vinnu stjórnvalda um árabil virðist ekki hafa verið fylgt við smíði frumvarpsins og afleiðingin varð sú að megnið af orkuframleiðslugetu landsins hefði ekki nýst sem skyldi. Markaðslausnir til að beina orku frá stórnotendum til almennings í orkuskorti yrðu ekki fyrir hendi. Stærsta orkufyrirtæki landsins hefði borið mun minni ábyrgð á orkuöryggi almennings en aðrir orkuframleiðendur. Segja má að skjaldborg hefði verið slegið um stórnotendasölu ríkisfyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið gerði einnig alvarlegar athugasemdir við þetta fyrirkomulag og tók í sama streng um að staða ríkisfyrirtækisins virtist tryggð gagnvart stórnotendum sem gert höfðu samninga við það. Við hjá HS Orku ætlum engum að hafa vísvitandi stillt málum upp með þessum hætti heldur hljóti hraðinn við gerð frumvarpsins að hafa valdið þessum mistökum. Atvinnuveganefnd leiðrétti þau í breytingartillögu sinni, áður en lagasetningunni var frestað, og er það vel. Eftir stóð þó m.a. að engin tilraun var gerð til þess að virkja það hlutverk sem stórnotendur gætu gegnt ef til orkuskorts kæmi. Orsakir orkuskorts Orkumál eru flókin í hugum flestra og ekki einfalt að útskýra í stuttu máli hver ásteitingarsteinninn þessar vikurnar er. Því er haldið á lofti að „leki á milli markaða“ sé ein ástæða þess að orkuskortur vofir yfir almenningi og smærri fyrirtækjum. Látið er að því liggja að einkum tvö fyrirtæki, HS Orka og ON, séu ábyrg og þeim gefið að sök að beina orku frá almenningi til stórnotenda. Þessi málflutningur er umræðunni ekki til framdráttar og engin gögn hafa komið fram sem styðja hann. Bæði félögin hafa hrakið þessar aðdróttanir með gögnum sem óþarfi er að ítreka hér. Staðreyndin er sú að orkuskortur blasir við þjóðinni, mest vegna ónýttra tækifæra til orkuvinnslu. Umræðan um orkuöryggi almennings og smærri fyrirtækja er þörf og við hjá HS Orku fögnum henni því raforkuöryggi er ekki fyllilega bundið í lög hér á landi. Þar sker Ísland sig úr hópi ýmissa Evrópuþjóða og brýnt að skapa lagaramma til framtíðar sem flestir geta sammælst um. HS Orka sinnir almenna markaðnum vel HS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir og tvær vatnsaflsvirkjanir auk þess að hafa milligöngu um sölu á orku frá flestum minni orkuframleiðendum landsins. Um helmingur allrar orkusölu fyrirtækisins fer til annarra en stórnotenda og við seljum umtalsvert meira af orku inn á almennan markað en við kaupum í heildsölu. Eins og aðrir orkusalar á Íslandi erum við þó háð því að mæta sveiflum í orkunotkun viðskiptavina okkar með kaupum á heildsölumarkaði en nær öll sveiflugeta orkumarkaðarins er á hendi ríkisins í formi vatnslóna. Síðustu misserin hefur HS Orka varið umtalsverðum fjármunum í aflaukningu eigin virkjana en slíkar fjárfestingar duga þó skammt til að mæta kröfunni um orkuskipti á Íslandi. Vönduð undirbúningsvinna starfshópa Allt frá árinu 2020 hafa starfshópar á vegum stjórnvalda, með breiðri þátttöku hagaðila, unnið að tillögum til að tryggja orkuöryggi almennings með réttlátum og gegnsæjum hætti á markaði sem myndi stuðla að betri orkunýtingu til framtíðar. Horft hefur verið til þess hvernig aðrar Evrópuþjóðir haga málum auk þess sem tekið er tillit til sérkenna íslenska orkukerfisins. Þau felast í mikilli orkuframleiðslu á hvert mannsbarn og í þeim mikla tæknilega sveigjanleika sem fylgir stórnotendum á markaði. Tillögurnar fólu m.a. í sér réttláta framboðsskyldu orkuframleiðenda, markaðslausnir til að færa orku frá stórnotendum til almennings við orkuskort og stofnun virks orkumarkaðar á Íslandi líkt og forstjóri Landsnets leggur til í áramótapistli sínum. Hann telur að núverandi viðskiptaumhverfi með raforku sé komið á síðustu metrana. Bætt orkuöryggi með virkum markaði Í flestum nágrannalöndum okkar eru heildsölumarkaðir og stórnotendamarkaðir ekki aðgreindir og slík skipting er ekki lögfest hér á landi. Líkt og segir hér að ofan hefur verið stefnt að því að koma á laggirnar einum orkumarkaði á Íslandi í gegnum dótturfyrirtæki Landsnets, Elmu orkuviðskipti ehf, með þátttöku allra framleiðenda og notenda. Slíkum markaði er gagngert ætlað að bæta orkuöryggi í landinu en virkni hans er háð því að allir aðilar á markaði taki þátt í honum, líka þeir sem eru í opinberri eigu. Vissulega getur orkuverð sveiflast á virkum markaði en þá er það í verkahring stjórnvalda að bregðast við því afmarkaða verkefni með sanngjörnum hætti og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Tjöldum ekki til einnar nætur Á síðustu fjórum árum hafa tveir faglegir starfshópar um orkuöryggi unnið í umboði ráðherra að tillögum til úrbóta á orkumarkaði hér á landi. Þar kennir ýmissa grasa. Það er einlæg von okkar hjá HS Orku að frestun frumvarpsins veiti svigrúm til að leggja þá vönduðu vinnu betur til grundvallar í öllum lagasetningum um orkumál. Tjöldum ekki til einnar nætur heldur horfum til langrar framtíðar við mótun nýs lagaramma um hinn íslenska orkumarkað. Þannig mun okkur farnast best við að tryggja orkuöryggi heimila, smærri fyrirtækja og þjóðarinnar allrar. Höfundur er forstjóri HS Orku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Fyrir áramót frestaði Alþingi afgreiðslu frumvarps til bráðabirgðalaga sem var ætlað að lögfesta forgangsröðun orkusölu í þágu heimila og smærri fyrirtækja. HS Orka tekur heilshugar undir nauðsyn þess að orkuöryggi almennings sé tryggt en telur að útfærslan í frumvarpinu hafi verið meingölluð. Frumvarp til bráðabirgðalaga yrði skjaldborg um stórnotendasölu Vandaðri vinnu stjórnvalda um árabil virðist ekki hafa verið fylgt við smíði frumvarpsins og afleiðingin varð sú að megnið af orkuframleiðslugetu landsins hefði ekki nýst sem skyldi. Markaðslausnir til að beina orku frá stórnotendum til almennings í orkuskorti yrðu ekki fyrir hendi. Stærsta orkufyrirtæki landsins hefði borið mun minni ábyrgð á orkuöryggi almennings en aðrir orkuframleiðendur. Segja má að skjaldborg hefði verið slegið um stórnotendasölu ríkisfyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið gerði einnig alvarlegar athugasemdir við þetta fyrirkomulag og tók í sama streng um að staða ríkisfyrirtækisins virtist tryggð gagnvart stórnotendum sem gert höfðu samninga við það. Við hjá HS Orku ætlum engum að hafa vísvitandi stillt málum upp með þessum hætti heldur hljóti hraðinn við gerð frumvarpsins að hafa valdið þessum mistökum. Atvinnuveganefnd leiðrétti þau í breytingartillögu sinni, áður en lagasetningunni var frestað, og er það vel. Eftir stóð þó m.a. að engin tilraun var gerð til þess að virkja það hlutverk sem stórnotendur gætu gegnt ef til orkuskorts kæmi. Orsakir orkuskorts Orkumál eru flókin í hugum flestra og ekki einfalt að útskýra í stuttu máli hver ásteitingarsteinninn þessar vikurnar er. Því er haldið á lofti að „leki á milli markaða“ sé ein ástæða þess að orkuskortur vofir yfir almenningi og smærri fyrirtækjum. Látið er að því liggja að einkum tvö fyrirtæki, HS Orka og ON, séu ábyrg og þeim gefið að sök að beina orku frá almenningi til stórnotenda. Þessi málflutningur er umræðunni ekki til framdráttar og engin gögn hafa komið fram sem styðja hann. Bæði félögin hafa hrakið þessar aðdróttanir með gögnum sem óþarfi er að ítreka hér. Staðreyndin er sú að orkuskortur blasir við þjóðinni, mest vegna ónýttra tækifæra til orkuvinnslu. Umræðan um orkuöryggi almennings og smærri fyrirtækja er þörf og við hjá HS Orku fögnum henni því raforkuöryggi er ekki fyllilega bundið í lög hér á landi. Þar sker Ísland sig úr hópi ýmissa Evrópuþjóða og brýnt að skapa lagaramma til framtíðar sem flestir geta sammælst um. HS Orka sinnir almenna markaðnum vel HS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir og tvær vatnsaflsvirkjanir auk þess að hafa milligöngu um sölu á orku frá flestum minni orkuframleiðendum landsins. Um helmingur allrar orkusölu fyrirtækisins fer til annarra en stórnotenda og við seljum umtalsvert meira af orku inn á almennan markað en við kaupum í heildsölu. Eins og aðrir orkusalar á Íslandi erum við þó háð því að mæta sveiflum í orkunotkun viðskiptavina okkar með kaupum á heildsölumarkaði en nær öll sveiflugeta orkumarkaðarins er á hendi ríkisins í formi vatnslóna. Síðustu misserin hefur HS Orka varið umtalsverðum fjármunum í aflaukningu eigin virkjana en slíkar fjárfestingar duga þó skammt til að mæta kröfunni um orkuskipti á Íslandi. Vönduð undirbúningsvinna starfshópa Allt frá árinu 2020 hafa starfshópar á vegum stjórnvalda, með breiðri þátttöku hagaðila, unnið að tillögum til að tryggja orkuöryggi almennings með réttlátum og gegnsæjum hætti á markaði sem myndi stuðla að betri orkunýtingu til framtíðar. Horft hefur verið til þess hvernig aðrar Evrópuþjóðir haga málum auk þess sem tekið er tillit til sérkenna íslenska orkukerfisins. Þau felast í mikilli orkuframleiðslu á hvert mannsbarn og í þeim mikla tæknilega sveigjanleika sem fylgir stórnotendum á markaði. Tillögurnar fólu m.a. í sér réttláta framboðsskyldu orkuframleiðenda, markaðslausnir til að færa orku frá stórnotendum til almennings við orkuskort og stofnun virks orkumarkaðar á Íslandi líkt og forstjóri Landsnets leggur til í áramótapistli sínum. Hann telur að núverandi viðskiptaumhverfi með raforku sé komið á síðustu metrana. Bætt orkuöryggi með virkum markaði Í flestum nágrannalöndum okkar eru heildsölumarkaðir og stórnotendamarkaðir ekki aðgreindir og slík skipting er ekki lögfest hér á landi. Líkt og segir hér að ofan hefur verið stefnt að því að koma á laggirnar einum orkumarkaði á Íslandi í gegnum dótturfyrirtæki Landsnets, Elmu orkuviðskipti ehf, með þátttöku allra framleiðenda og notenda. Slíkum markaði er gagngert ætlað að bæta orkuöryggi í landinu en virkni hans er háð því að allir aðilar á markaði taki þátt í honum, líka þeir sem eru í opinberri eigu. Vissulega getur orkuverð sveiflast á virkum markaði en þá er það í verkahring stjórnvalda að bregðast við því afmarkaða verkefni með sanngjörnum hætti og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Tjöldum ekki til einnar nætur Á síðustu fjórum árum hafa tveir faglegir starfshópar um orkuöryggi unnið í umboði ráðherra að tillögum til úrbóta á orkumarkaði hér á landi. Þar kennir ýmissa grasa. Það er einlæg von okkar hjá HS Orku að frestun frumvarpsins veiti svigrúm til að leggja þá vönduðu vinnu betur til grundvallar í öllum lagasetningum um orkumál. Tjöldum ekki til einnar nætur heldur horfum til langrar framtíðar við mótun nýs lagaramma um hinn íslenska orkumarkað. Þannig mun okkur farnast best við að tryggja orkuöryggi heimila, smærri fyrirtækja og þjóðarinnar allrar. Höfundur er forstjóri HS Orku.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun