Fótbolti

Tíu leik­menn Everton héldu út

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dominic Calvert-Lewin fékk að líta beint rautt spjald í leik kvöldsins.
Dominic Calvert-Lewin fékk að líta beint rautt spjald í leik kvöldsins. Vísir/Getty

Crystal Palace og Everton gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í þriðju umferð FA-bikarsins í knattspyrnu í kvöld. Liðin þurfa því að mætast á ný til að skera úr um sigurvegara.

Gestirnir í Everton voru líklegri aðilinn framan af leik, en lengst af var leikurinn þó heldur bragðdaufur og lítið um færi.

Staðan var því enn markalaus í hálfleik og það dró ekki til tíðinda fyrr en á 79. mínútu þegar Dominic Calvert Lewin fékk að líta beint rautt spjald í liði Everton fyrir brot á Nathaniel Clyne.

Gestirnir þurftu því að leika síðustu tíu mínútur leiksins manni færri, en þrátt fyrir liðsmuninn tóks heimamönnum í Crystal Palace ekki að nýta sér liðsmuninn og niðurstaðan varð markalaust jafntefli.

Liðin þurfa því að mætast í annað sinn til að skera úr um hvort liðið fer í fjórðu umferð, en síðari leikurinn fer fram á Goodison Park, heimavelli Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×