Þórdís vann samkeppni um listaverk við nýjan Landspítala Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 13:22 Þórdís Erla Zoëga með teikningum af verki sínu Upphaf sem mun prýða byggingu hins nýja Landspítala. Þórdís Erla Zoëga bar sigur úr býtum í samkeppni um listaverk við nýjan Landspítala. Samhljóma niðurstaða dómnefndar var að verk hennar, Upphaf, bæri fyrir sér næmi fyrir rýminu og starfsemi spítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýja Landspítalanum. Þar kemur fram að í maí á þessu ári hafi Nýr Landspítali ohf. efnt til samkeppnis meðal myndlistarmanna um nýtt listaverk til útfærslu á Sóleyjartorgi, aðalaðkomutorgi meðferðarkjarna sem er stærsta einstaka nýbyggingin í uppbyggingu spítalans við Hringbraut. Segir að samkeppnin hafi verið haldin samkvæmt myndlistarlögum nr. 64/2012 en í IV kafla 14. gr. kemur fram að eitt prósent af heildarbyggingarkostnaði opinberra nýbygginga skuli varið til listaverka í henni og umhverfi hennar. Samkeppnin var haldin í samstarfi við Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) en alls bárust 51 umsókn um þátttöku. Forvalsnefnd valdi sex listamenn/hópa úr innsendum umsóknum til þátttöku í lokuðum hluta samkeppninnar. Þeir listamenn sem valdir voru til þáttöku voru: Haraldur Jónsson og Anna María Bogadóttir Katrín Sigurðardóttir Ólöf Nordal Rósa Gísladóttir Sigurður Guðjónsson Þórdís Erla Zoëga Listamönnunum var falið að skila inn einni eða tveimur tillögum/útfærslum hverjum. Alls bárust dómnefnd tíu gildar tillögur. Verkið mun prýða byggingu hins nýja Landspítala. Verkið virkji rýmið Í umsögn dómnefndar um verk Þórdísar, Upphaf, segir að tillagan beri með sér næmi fyrir rýminu og starfsemi spítalans. Hringlaga form afmarkar annars vegar tjörn og hins vegar setsvæði til hliðar við aðalinngang byggingarinnar. Litað gler tengir innra og ytra rými og varpar hlýrri birtu um svæðið þannig að frá verkinu stafar jafnt hlýju og ljósi. „Form verksins kallast, á sannfærandi hátt, á við hringlaga stiga sem verður áberandi hluti af anddyrinu. Tillagan rímar vel við efnismeðferð anddyrisbyggingarinnar og byggingarlist meðferðarkjarnans, þar sem gler leikur margþætt hlutverk. Verkið virkjar rýmið og skapar áhugaverðan viðkomustað án þess að yfirtaka torgið. Setsvæðin gefa fyrirheit um hvíldarstað og skapa viðkomustað fyrir þá sem eiga erindi á sjúkrahúsið. Upphaf verður þannig jákvæður áhrifavaldur þegar horft er til mannlífs í umhverfi spítalans.“ Dómnefndin segir vatn leika stórt hlutverk í þeim hluta verksins sem sé utandyra. Birtan af lituðu gleri falli á vatnið sem jafnframt endurvarpi sólarljósi og gefi frá sér hljóð sem hafi áhrif á upplifun manna af staðnum. Upphaf ofan frá. „Birtan af glerinu hefur jafnframt áhrif á innra setsvæðið en það er hlutlausara og býður upp á frjálslega notkun sem kallar á samveru ólíkra kynslóða. Höfundur tilgreinir markmið verksins, sem falla á sannfærandi hátt að keppnislýsingu og ber einföld hugmyndin með sér góða formskynjun og einstaklega áhugaverða notkun rýmis.“ Dómnefndin segir að tillagan sé sterk þegar komi að sjónrænni útfærslu, dragi athygli að aðalinngangi byggingarinnar og hafi þannig burði til að vera kennileiti í umhverfi spítalans. „Veður og dagsbirta leika veigamikil hlutverk í upplifun áhorfandans en Upphaf myndar einskonar brennipunkt vatns, forms, lita og ljóss. Tillagan fellur vel að þeirri uppbyggilegu og líknandi starfsemi sem fer fram á sjúkrahúsi. Hugmyndin að verkinu er skýr og einföld þar sem áhorfendur virkja verkið og upplifun þeirra er kjarni þess.“ Tækniteikning af hinu nýja verki. Tvær tillögur hlutu viðurkenningu Þá kemur fram í tilkynningunni að tvær tillögur hafi hlotið viðurkenningu. Hjartaþræðing eftir Harald Jónssonar og Önnu Maríu Bogadóttur og Blíðleikur eftir Ólöf Nordal. Hjartaþræðing, höfundar: Haraldur Jónsson og Anna María Bogadóttir Í umsögn dómnefndar segir: Tillagan er einstaklega frumleg og endurspeglar áhugaverða nálgun við list í almannarými. Höfundur nálgast samkeppnissvæðið og allt umhverfið með ríkri tilfinningu fyrir hlutverki spítalans og sögu. Áhugaverð er samlíking milli mannslíkamans og bygginga spítalans. Verkið hefur til að bera margbreytileika sem fangar athygli manna jafnt á afgerandi hátt sem og með smágerðu áreiti. Tillagan tekur mið af byggingunni en dregur jafnframt inn á áhugaverðan hátt eldri byggingu Landspítala, en sá hluti tillögunnar fellur að hluta utan ramma samkeppninnar. Áhugavert er með hvaða hætti tillagan gerir ráð fyrir nýtingu ljóss og hljóðs s.s. í fossi sem streymir á milli hæða og er áberandi við aðalinngang meðferðarkjarnans. Almennt er styrkur tillögunnar lágstemmd inngrip sem auðga upplifun af rýminu. Dómnefnd telur listrænt gildi tillögunnar mikið og að hún sé til þess fallin að marka frumleg spor þegar kemur að myndlist sem áhrifavaldi í manngerðu umhverfi. Blíðleikur, höfundur: Ólöf Nordal Í umsögn dómnefndar segir: Tillagan dregur fram sterk hughrif og ber með sér skýr merki um listrænt gildi byggt á þekkingu og innsæi í sagna- og menningararf. Verkið hefur burði til að laða að sér vegfarendur og verða þannig kennileiti og mikilvægur hluti af almannarýminu og Sóleyjartorgi. Verkið er innihaldsríkt og hugvitsamlega útfært þar sem höfundur tengir það á áhugaverðan hátt við trúarbrögð, táknfræði og vangaveltur um mannlega tilvist. Formræn útfærsla er vísvitandi gróf þar sem hún vísar til hins handgerða, en efnisval er hefðbundið og varanlegt sem hæfir verkinu vel. Tillagan er hugmyndalega vel rökstudd og einföld í framkvæmd. Sýning verður á innsendum tillögum í sal Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hafnarstræti 16, 6.-7.janúar frá kl.13.00-17.00. Einnig er hægt að kynna sér tillögurnar á www.nlsh.is, www.lsh.is og www.sim.is. Landspítalinn Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýja Landspítalanum. Þar kemur fram að í maí á þessu ári hafi Nýr Landspítali ohf. efnt til samkeppnis meðal myndlistarmanna um nýtt listaverk til útfærslu á Sóleyjartorgi, aðalaðkomutorgi meðferðarkjarna sem er stærsta einstaka nýbyggingin í uppbyggingu spítalans við Hringbraut. Segir að samkeppnin hafi verið haldin samkvæmt myndlistarlögum nr. 64/2012 en í IV kafla 14. gr. kemur fram að eitt prósent af heildarbyggingarkostnaði opinberra nýbygginga skuli varið til listaverka í henni og umhverfi hennar. Samkeppnin var haldin í samstarfi við Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) en alls bárust 51 umsókn um þátttöku. Forvalsnefnd valdi sex listamenn/hópa úr innsendum umsóknum til þátttöku í lokuðum hluta samkeppninnar. Þeir listamenn sem valdir voru til þáttöku voru: Haraldur Jónsson og Anna María Bogadóttir Katrín Sigurðardóttir Ólöf Nordal Rósa Gísladóttir Sigurður Guðjónsson Þórdís Erla Zoëga Listamönnunum var falið að skila inn einni eða tveimur tillögum/útfærslum hverjum. Alls bárust dómnefnd tíu gildar tillögur. Verkið mun prýða byggingu hins nýja Landspítala. Verkið virkji rýmið Í umsögn dómnefndar um verk Þórdísar, Upphaf, segir að tillagan beri með sér næmi fyrir rýminu og starfsemi spítalans. Hringlaga form afmarkar annars vegar tjörn og hins vegar setsvæði til hliðar við aðalinngang byggingarinnar. Litað gler tengir innra og ytra rými og varpar hlýrri birtu um svæðið þannig að frá verkinu stafar jafnt hlýju og ljósi. „Form verksins kallast, á sannfærandi hátt, á við hringlaga stiga sem verður áberandi hluti af anddyrinu. Tillagan rímar vel við efnismeðferð anddyrisbyggingarinnar og byggingarlist meðferðarkjarnans, þar sem gler leikur margþætt hlutverk. Verkið virkjar rýmið og skapar áhugaverðan viðkomustað án þess að yfirtaka torgið. Setsvæðin gefa fyrirheit um hvíldarstað og skapa viðkomustað fyrir þá sem eiga erindi á sjúkrahúsið. Upphaf verður þannig jákvæður áhrifavaldur þegar horft er til mannlífs í umhverfi spítalans.“ Dómnefndin segir vatn leika stórt hlutverk í þeim hluta verksins sem sé utandyra. Birtan af lituðu gleri falli á vatnið sem jafnframt endurvarpi sólarljósi og gefi frá sér hljóð sem hafi áhrif á upplifun manna af staðnum. Upphaf ofan frá. „Birtan af glerinu hefur jafnframt áhrif á innra setsvæðið en það er hlutlausara og býður upp á frjálslega notkun sem kallar á samveru ólíkra kynslóða. Höfundur tilgreinir markmið verksins, sem falla á sannfærandi hátt að keppnislýsingu og ber einföld hugmyndin með sér góða formskynjun og einstaklega áhugaverða notkun rýmis.“ Dómnefndin segir að tillagan sé sterk þegar komi að sjónrænni útfærslu, dragi athygli að aðalinngangi byggingarinnar og hafi þannig burði til að vera kennileiti í umhverfi spítalans. „Veður og dagsbirta leika veigamikil hlutverk í upplifun áhorfandans en Upphaf myndar einskonar brennipunkt vatns, forms, lita og ljóss. Tillagan fellur vel að þeirri uppbyggilegu og líknandi starfsemi sem fer fram á sjúkrahúsi. Hugmyndin að verkinu er skýr og einföld þar sem áhorfendur virkja verkið og upplifun þeirra er kjarni þess.“ Tækniteikning af hinu nýja verki. Tvær tillögur hlutu viðurkenningu Þá kemur fram í tilkynningunni að tvær tillögur hafi hlotið viðurkenningu. Hjartaþræðing eftir Harald Jónssonar og Önnu Maríu Bogadóttur og Blíðleikur eftir Ólöf Nordal. Hjartaþræðing, höfundar: Haraldur Jónsson og Anna María Bogadóttir Í umsögn dómnefndar segir: Tillagan er einstaklega frumleg og endurspeglar áhugaverða nálgun við list í almannarými. Höfundur nálgast samkeppnissvæðið og allt umhverfið með ríkri tilfinningu fyrir hlutverki spítalans og sögu. Áhugaverð er samlíking milli mannslíkamans og bygginga spítalans. Verkið hefur til að bera margbreytileika sem fangar athygli manna jafnt á afgerandi hátt sem og með smágerðu áreiti. Tillagan tekur mið af byggingunni en dregur jafnframt inn á áhugaverðan hátt eldri byggingu Landspítala, en sá hluti tillögunnar fellur að hluta utan ramma samkeppninnar. Áhugavert er með hvaða hætti tillagan gerir ráð fyrir nýtingu ljóss og hljóðs s.s. í fossi sem streymir á milli hæða og er áberandi við aðalinngang meðferðarkjarnans. Almennt er styrkur tillögunnar lágstemmd inngrip sem auðga upplifun af rýminu. Dómnefnd telur listrænt gildi tillögunnar mikið og að hún sé til þess fallin að marka frumleg spor þegar kemur að myndlist sem áhrifavaldi í manngerðu umhverfi. Blíðleikur, höfundur: Ólöf Nordal Í umsögn dómnefndar segir: Tillagan dregur fram sterk hughrif og ber með sér skýr merki um listrænt gildi byggt á þekkingu og innsæi í sagna- og menningararf. Verkið hefur burði til að laða að sér vegfarendur og verða þannig kennileiti og mikilvægur hluti af almannarýminu og Sóleyjartorgi. Verkið er innihaldsríkt og hugvitsamlega útfært þar sem höfundur tengir það á áhugaverðan hátt við trúarbrögð, táknfræði og vangaveltur um mannlega tilvist. Formræn útfærsla er vísvitandi gróf þar sem hún vísar til hins handgerða, en efnisval er hefðbundið og varanlegt sem hæfir verkinu vel. Tillagan er hugmyndalega vel rökstudd og einföld í framkvæmd. Sýning verður á innsendum tillögum í sal Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hafnarstræti 16, 6.-7.janúar frá kl.13.00-17.00. Einnig er hægt að kynna sér tillögurnar á www.nlsh.is, www.lsh.is og www.sim.is.
Landspítalinn Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira