Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Jón Þór Stefánsson skrifar 5. janúar 2024 15:10 „Þessar veiðar eru algjörlega hvort sem er algjör tímaskekkja,“ segir Katrín Oddsdóttir. Vísir/Arnar Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ Hún segir þó jákvæðar fréttir felast í áliti Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að útgáfa og undirbúningur reglugerðar Svandísar Svavarsdóttir hafi ekki fylgt meðalhófi. Katrín bendir á að umboðsmaður telji að það hafi verið rétt hjá Svandísi að líta til dýravelferðarsjónarmiða við ákvörðun sína. „Þetta er sú tenging sem við höfum mörg verið að bíða eftir að verði staðfest af einhverjum óhlutdrægum aðila,“ segir Katrín. „Hann segir að það hafi verið heimilt og rétt að líta til dýravelferðar í töku þessarar ákvarðanir. Það er svo jákvætt því það er oft þannig að þessi lög séu jaðarsett gagnvart réttindum fólks til að veiða.“ Rétt er að taka fram að fréttastofa náði tali af Katrínu þegar álitið var nýbirt og hún hafði því ekki gefið sér tíma til að lesa það allt, en hún hafði kynnt sér niðurstöðu þess. Henni finnst ákvörðun Svandísar hafa verið rétt, en framkvæmd hennar mögulega sett einhverjum annmörkum. „Þessar veiðar eru algjörlega hvort sem er algjör tímaskekkja. Ef Kristján Loftsson telur sig eiga einhvern bótarétt þá ætti hann bara að sækja hann. Þá sjáum við hvað setur. Ég held að hann tapi á þessum veiðum á hverju einasta ári, þannig það væri gaman að sjá hann reyna að sanna tjón sitt.“ Katrín segir sjást á niðurstöðukafla álitsins að umboðsmaður sé ekki að biðja um að Svandís verði dregin úr embætti vegna ákvörðunarinnar. „Heldur er þetta eitthvað sem hún á að nota þegar hún horfi til framtíðar þegar hún ráðstafar þessum réttindum. Ég hef trú á því að hún geri það.“ Aðspurð frekar út í möguleikann á því að afsagnar Svandísar verði krafist segist Katrín búast við því að einhverjir muni gera það. „Þessir venjulegu háttgargandi einstaklingar munu örugglega koma og krefjast alls konar hluta. Það er ekki nokkur spurning. En ef ég væri í þessari stöðu myndi ég anda rólega með nefinu og búa til betri reglur og lög um hvalveiðar.“ Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Hún segir þó jákvæðar fréttir felast í áliti Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að útgáfa og undirbúningur reglugerðar Svandísar Svavarsdóttir hafi ekki fylgt meðalhófi. Katrín bendir á að umboðsmaður telji að það hafi verið rétt hjá Svandísi að líta til dýravelferðarsjónarmiða við ákvörðun sína. „Þetta er sú tenging sem við höfum mörg verið að bíða eftir að verði staðfest af einhverjum óhlutdrægum aðila,“ segir Katrín. „Hann segir að það hafi verið heimilt og rétt að líta til dýravelferðar í töku þessarar ákvarðanir. Það er svo jákvætt því það er oft þannig að þessi lög séu jaðarsett gagnvart réttindum fólks til að veiða.“ Rétt er að taka fram að fréttastofa náði tali af Katrínu þegar álitið var nýbirt og hún hafði því ekki gefið sér tíma til að lesa það allt, en hún hafði kynnt sér niðurstöðu þess. Henni finnst ákvörðun Svandísar hafa verið rétt, en framkvæmd hennar mögulega sett einhverjum annmörkum. „Þessar veiðar eru algjörlega hvort sem er algjör tímaskekkja. Ef Kristján Loftsson telur sig eiga einhvern bótarétt þá ætti hann bara að sækja hann. Þá sjáum við hvað setur. Ég held að hann tapi á þessum veiðum á hverju einasta ári, þannig það væri gaman að sjá hann reyna að sanna tjón sitt.“ Katrín segir sjást á niðurstöðukafla álitsins að umboðsmaður sé ekki að biðja um að Svandís verði dregin úr embætti vegna ákvörðunarinnar. „Heldur er þetta eitthvað sem hún á að nota þegar hún horfi til framtíðar þegar hún ráðstafar þessum réttindum. Ég hef trú á því að hún geri það.“ Aðspurð frekar út í möguleikann á því að afsagnar Svandísar verði krafist segist Katrín búast við því að einhverjir muni gera það. „Þessir venjulegu háttgargandi einstaklingar munu örugglega koma og krefjast alls konar hluta. Það er ekki nokkur spurning. En ef ég væri í þessari stöðu myndi ég anda rólega með nefinu og búa til betri reglur og lög um hvalveiðar.“
Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira