Nýnasistar dæmdir fyrir yfirlýsingar um að „lóga“ ætti Archie prins Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2024 19:22 Gibbons (til vinstri) og Patton-Walsh (til hægri) lýstu því yfir að það ætti að lóga Archie Mountbatten-Windsor, syni hertogans og hertogynjunnar af Sussex, Harry og Megan (fyrir miðju). Samsett/Metropolitan Police Tveir nýnasistar sem hótuðu Archie, syni Harry Bretaprins og Meghan Markle, ofbeldi í hlaðvarpi fyrir þremur árum hlutu í dag tíu og ellefu ára fangelsisdóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. Mennirnir lýstu Archie sem veru sem ætti að „lóga“ og vildu að Harry yrði tekin af lífi fyrir landráð. Mennirnir voru sakfelldir í hæstarétti Bretlands í dag fyrir átta brot gegn hryðjuverkalögum. Hinn 40 ára gamli Cristopher Gibbons hlaut ellefu ára dóm og hinn 34 ára Tyrone Patten-Walsh hlaut tíu ára dóm. Undir dulnefnunum Cristopher White og Joseph Walsh héldu mennirnir úti öfgahægri hlaðvarpinu Lone Wolf Radio sem síðar varð að Black Wolf Radio. Þar viðruðu þeir hómófóbískar, rasískar og kvenfyrirlitnar skoðanir sínar. Þegar lögregla komst á snoðir um hlaðvarpið í júní 2020 voru áskrifendur að hlaðvarpinu 128 og áhorfendur um 9 þúsund. Lóga ætti Archie og dæma Harry til dauða Gibbons lýsti Archie í hlaðvarpinu sem „veru [sem] ætti að lóga“ og kallaði eftir því að Harry yrði „sóttur til saka og dæmdur til dauða fyrir landráð“. Mennirnir lýstu því yfir í hlaðvarpinu að „kynþáttur hvítra væri líklegur til að vera 'þurrkaður út' ef ekki væru tekin ákveðin skref til að berjast gegn þeirri þróun“. Einnig lýstu þeir yfir ánægju með „dag reipisins“ [e. day of the rope] þar sem „kynþáttasvikarar“ yrðu hengdir í massavís, sérstaklega þeir sem ættu í samböndum við aðra kynþætti. Þættir hlaðvarpsins voru með myndir sem endurspegluðu hatursfull viðhorf þeirra, meðal annars mynd af aftöku SS-sveita nasista á gyðingi og annarri af hengingu á Mandela. Gibbons hlaut lengri dóm fyrir að hafa deilt skjölum sem hvöttu til hryðjuverka á síðu sinni „The Radicalisation Library“ en áskrifendur að henni voru 2.191 í september 2020. Þar var fólk hvatt til að fremja hryðjuverk. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Mennirnir voru sakfelldir í hæstarétti Bretlands í dag fyrir átta brot gegn hryðjuverkalögum. Hinn 40 ára gamli Cristopher Gibbons hlaut ellefu ára dóm og hinn 34 ára Tyrone Patten-Walsh hlaut tíu ára dóm. Undir dulnefnunum Cristopher White og Joseph Walsh héldu mennirnir úti öfgahægri hlaðvarpinu Lone Wolf Radio sem síðar varð að Black Wolf Radio. Þar viðruðu þeir hómófóbískar, rasískar og kvenfyrirlitnar skoðanir sínar. Þegar lögregla komst á snoðir um hlaðvarpið í júní 2020 voru áskrifendur að hlaðvarpinu 128 og áhorfendur um 9 þúsund. Lóga ætti Archie og dæma Harry til dauða Gibbons lýsti Archie í hlaðvarpinu sem „veru [sem] ætti að lóga“ og kallaði eftir því að Harry yrði „sóttur til saka og dæmdur til dauða fyrir landráð“. Mennirnir lýstu því yfir í hlaðvarpinu að „kynþáttur hvítra væri líklegur til að vera 'þurrkaður út' ef ekki væru tekin ákveðin skref til að berjast gegn þeirri þróun“. Einnig lýstu þeir yfir ánægju með „dag reipisins“ [e. day of the rope] þar sem „kynþáttasvikarar“ yrðu hengdir í massavís, sérstaklega þeir sem ættu í samböndum við aðra kynþætti. Þættir hlaðvarpsins voru með myndir sem endurspegluðu hatursfull viðhorf þeirra, meðal annars mynd af aftöku SS-sveita nasista á gyðingi og annarri af hengingu á Mandela. Gibbons hlaut lengri dóm fyrir að hafa deilt skjölum sem hvöttu til hryðjuverka á síðu sinni „The Radicalisation Library“ en áskrifendur að henni voru 2.191 í september 2020. Þar var fólk hvatt til að fremja hryðjuverk.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira