Hezbollah gerir umsvifamikla loftárás á Ísrael Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. janúar 2024 09:35 Sayyed Hassan Nassallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna ávarpar líbönsku þjóðina í kjölfar árása Ísraels. AP/Hassan Ammar Forsvarsmenn Hezbollah í Líbanon segja að hernaðarsamtökin hafi gert umsvifamikla loftárás á útsýnisaðstöðu ísraelska hersins í Ísrael í morgun. Þeir segjast hafa skotið 62 eldflaugum yfir landamærin og segja að árásin hafi verið svar við drápi ísraelshers á einum hæstráðanda samtakanna Saleh al-Arouri fyrr í vikunni. Segja Líbanon berskjaldað Saleh al-Arouri var drepinn í drónaárás Ísraelshers á þriðjudaginn þegar ísraelskar eldflaugar hæfðu Dahiyeh-hverfi Beirútborgar. Sérfræðingar Reuters segja að líta megi á árásina sem skilaboð til Hezbollah, sem eru vinveitt Hamasliðum, um að jafnvel höfuðstöðvar þeirra séu berskjaldaðar gagnvart loftárásum. Sayyed Hassan Nassallah hæstráðandi Hezbollah hafði þegar sagt á föstudaginn að svarað yrði fyrir drápið og að það að leyfa slíka árás yrði til þess að Líbanon allt stæði berskjaldað frammi fyrir árásum Ísraels. „Andspyrnan“ heitir hefndum Í yfirlýsingu Hezbollah í kjölfar dauða al-Arouri í vikunni segir að árásin feli í sér stigmögnun stríðsins á svæðinu og að bandalag andspyrnunnar, eins og þeir kalla sig, lofi hefndum. Yfirvöld á Gasasvæðinu segja að 162 manns hafi látið lífið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf herferð í gær til að hefta útbreiðslu átakanna til Líbanon, Vesturbakkans og Rauðhafið. Ísraelar og Hezbollah hafa oft átt í loftárásum og gagnloftárásum og svo virðist sem árásirnar eigi bara eftir að magnast í kjölfar þessa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Líbanon Tengdar fréttir Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Þeir segjast hafa skotið 62 eldflaugum yfir landamærin og segja að árásin hafi verið svar við drápi ísraelshers á einum hæstráðanda samtakanna Saleh al-Arouri fyrr í vikunni. Segja Líbanon berskjaldað Saleh al-Arouri var drepinn í drónaárás Ísraelshers á þriðjudaginn þegar ísraelskar eldflaugar hæfðu Dahiyeh-hverfi Beirútborgar. Sérfræðingar Reuters segja að líta megi á árásina sem skilaboð til Hezbollah, sem eru vinveitt Hamasliðum, um að jafnvel höfuðstöðvar þeirra séu berskjaldaðar gagnvart loftárásum. Sayyed Hassan Nassallah hæstráðandi Hezbollah hafði þegar sagt á föstudaginn að svarað yrði fyrir drápið og að það að leyfa slíka árás yrði til þess að Líbanon allt stæði berskjaldað frammi fyrir árásum Ísraels. „Andspyrnan“ heitir hefndum Í yfirlýsingu Hezbollah í kjölfar dauða al-Arouri í vikunni segir að árásin feli í sér stigmögnun stríðsins á svæðinu og að bandalag andspyrnunnar, eins og þeir kalla sig, lofi hefndum. Yfirvöld á Gasasvæðinu segja að 162 manns hafi látið lífið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf herferð í gær til að hefta útbreiðslu átakanna til Líbanon, Vesturbakkans og Rauðhafið. Ísraelar og Hezbollah hafa oft átt í loftárásum og gagnloftárásum og svo virðist sem árásirnar eigi bara eftir að magnast í kjölfar þessa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Líbanon Tengdar fréttir Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03
Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48