Sport

Ný meiðsli Nadal neyddu hann til að draga sig úr keppni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Það hlakkaði í aðdáendum Nadal þegar hann fagnaði sigri gegn Dominic Thiel í Brisbane á dögunum. Leiðin að 23. meistaramótstitlinum virtist greið, en ekkert mun af því verða að þessu sinni.
Það hlakkaði í aðdáendum Nadal þegar hann fagnaði sigri gegn Dominic Thiel í Brisbane á dögunum. Leiðin að 23. meistaramótstitlinum virtist greið, en ekkert mun af því verða að þessu sinni. Bradley Kanaris/Getty Images

Rafael Nadal hefur dregið sig úr keppni á opna ástralska meistaramótinu í tennis vegna vöðvatárs. 

Nadal sneri aftur á tennisvöllinn þegar hann keppti á alþjóðlegu móti í Brisbane á dögunum. Hann hafði þá verið frá keppni í heilt ár vegna meiðsla í mjöðm. 

Nadal vann fyrstu tvo leiki sína örugglega gegn Dominic Thiem og Jason Kubler. En í síðustu viðureign sinni gegn Jordan Thompson tók Nadal leikhlé til að fá aðhlynningu sjúkraþjálfara og virtist svo í miklum vandræðum með að klára leikinn, sem tapaðist að endingu. 

Nadal staðfesti svo á samfélagsmiðlum rétt í þessu að hann hafi dregið sig úr keppni á opna ástralska meistaramótinu. Hann hefur tvisvar unnið mótið, árin 2009 og 2022, en sagði líkamann „ekki tilbúinn að takast á við átökin í 5-setta leikjum.“ 

Góðu fréttirnar sagði hann vera að meiðslin eru ekki þau sömu og hann er nýstiginn upp úr, hann ætli sér að fljúga heim til Spánar til funda við læknateymi og unna sér hvíldar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×