Guðmundur Franklín vill Bjarna á Bessastaði Jón Þór Stefánsson skrifar 8. janúar 2024 20:51 Guðmundur Franklín Jónsson bauð sig fram til embættis forseta Íslands árið 2020. Vísir/Vilhelm Guðmundur Franklín Jónsson segist ekki liggja undir feldi þessa stundina og íhuga forsetaframboð. Hann segist ekki stefna á að gera slíkt aftur. Aðspurður segist hann ekki hafa talið að hann ætti séns í forsetakosningunum 2020. „Ég er ekki að fara að bjóða mig fram,“ segir Guðmundur. „Ég var bara að gera mína lýðræðislegu skyldu að hafa kosningar í landinu. Þetta embætti á ekki að vera á færibandi.“ Guðmundur Franklín bauð sig fram til forseta árið 2020 og hlaut 7,6 prósent atkvæða gegn Guðna Th. Jóhannessyni, fráfarandi forseta. Í kjölfarið stofnaði hann stjórnmálaflokk, Frjálslynda lýðræðisflokkinn, og bauð sig fram til Alþingis árið 2021, en komst ekki á þing. Fjölskyldan og peningar mikilvægir Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ræddi Guðmundur um þau ráð sem hann gefur þeim sem ætla sér á Bessastaði eða eru að íhuga forsetaframboð. „Þú gerir þetta ekkert nema þú fáir leyfi frá þínum nánustu. Fyrst og fremst er það fjölskyldan sem verður að standa á bak við þig. Annars getur þú ekki gert þetta vel.“ Þá segir Guðmundur að peningur sé líka mikilvægur ætli maður sér í framboð. Hann segir að það þurfi á bilinu fimm til tíu milljónir króna. „Þú þarft að koma þér á framfæri. Þú þarft að nota hvert einasta tækifæri til að auglýsa þig því þú hefur svo skamman tíma til að kynna þig.“ Guðmundur segir að vegna þess að tíminn sé svo skammur þá sé betra fyrir þjóðþekktur. Þá fari minni vinna í að kynna sjálfan sig. „Þú átt ekki að líta á þetta þannig að þú vitir að þú sért að fara að sigra. Ef menn hafa áhuga á að reyna við að verða forseti Íslands þá verður þú að vera heill í því,“ segir Guðmundur spurður um ráð. „Þú verður að reyna að koma þér í fjölmiðla hvar sem er og hvernig sem er.“ Einnig minnist Guðmundur á að best sé að fara um landið. „Til þess að hitta fólkið, tala við það, heyra hvað það vill.“ Að sögn Guðmundar er ekki hægt að vera í annarri vinnu á meðan maður er í forsetaframbjóðandi. „Þú verður eiginlega að taka þér frí og þú verður að koma þér upp liðsveit, og helst skrifstofuaðstöðu einhvers staðar.“ Vill Bjarna á Bessastaði Aðspurður um hvern hann vilji sjá sem næsta forseta nefnir Guðmundur utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson. „Ég hugsa að hann myndi vinna þetta einn, tveir og þrír. Ég myndi kjósa hann hiklaust,“ segir Guðmundur, sem viðurkennir að hann hefur ekki kynnt sér þá frambjóðendur sem eru þegar komnir fram. Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
„Ég er ekki að fara að bjóða mig fram,“ segir Guðmundur. „Ég var bara að gera mína lýðræðislegu skyldu að hafa kosningar í landinu. Þetta embætti á ekki að vera á færibandi.“ Guðmundur Franklín bauð sig fram til forseta árið 2020 og hlaut 7,6 prósent atkvæða gegn Guðna Th. Jóhannessyni, fráfarandi forseta. Í kjölfarið stofnaði hann stjórnmálaflokk, Frjálslynda lýðræðisflokkinn, og bauð sig fram til Alþingis árið 2021, en komst ekki á þing. Fjölskyldan og peningar mikilvægir Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ræddi Guðmundur um þau ráð sem hann gefur þeim sem ætla sér á Bessastaði eða eru að íhuga forsetaframboð. „Þú gerir þetta ekkert nema þú fáir leyfi frá þínum nánustu. Fyrst og fremst er það fjölskyldan sem verður að standa á bak við þig. Annars getur þú ekki gert þetta vel.“ Þá segir Guðmundur að peningur sé líka mikilvægur ætli maður sér í framboð. Hann segir að það þurfi á bilinu fimm til tíu milljónir króna. „Þú þarft að koma þér á framfæri. Þú þarft að nota hvert einasta tækifæri til að auglýsa þig því þú hefur svo skamman tíma til að kynna þig.“ Guðmundur segir að vegna þess að tíminn sé svo skammur þá sé betra fyrir þjóðþekktur. Þá fari minni vinna í að kynna sjálfan sig. „Þú átt ekki að líta á þetta þannig að þú vitir að þú sért að fara að sigra. Ef menn hafa áhuga á að reyna við að verða forseti Íslands þá verður þú að vera heill í því,“ segir Guðmundur spurður um ráð. „Þú verður að reyna að koma þér í fjölmiðla hvar sem er og hvernig sem er.“ Einnig minnist Guðmundur á að best sé að fara um landið. „Til þess að hitta fólkið, tala við það, heyra hvað það vill.“ Að sögn Guðmundar er ekki hægt að vera í annarri vinnu á meðan maður er í forsetaframbjóðandi. „Þú verður eiginlega að taka þér frí og þú verður að koma þér upp liðsveit, og helst skrifstofuaðstöðu einhvers staðar.“ Vill Bjarna á Bessastaði Aðspurður um hvern hann vilji sjá sem næsta forseta nefnir Guðmundur utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson. „Ég hugsa að hann myndi vinna þetta einn, tveir og þrír. Ég myndi kjósa hann hiklaust,“ segir Guðmundur, sem viðurkennir að hann hefur ekki kynnt sér þá frambjóðendur sem eru þegar komnir fram.
Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira