Keane fannst Ian Wright vera of góður við Höjlund Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2024 11:30 Ramusi Höjlund tókst ekki að skora fyrir Manchester United á móti Wigan Athletic í gærkvöldi þrátt fyrir að fá fullt af færum. Getty/Richard Sellers Manchester United komst áfram í enska bikarnum í gærkvöldi eftir 2-0 sigur á Wigan en danski framherjanum Ramus Höjlund tókst ekki að skora mark þrátt fyrir góð færi. Mörk frá þeim Diogo Dalot og Bruno Fernandes sáu til þess að United liðið komst áfram í fjórðu umferðina. Højlund óð í færum í fyrri hálfleiknum en Dananum ætlar að ganga mjög illa að finna skotskóna sína í búningi United. Hann átti skot í slá og var klaufalegur þegar hann var kominn í góðar stöður. Í hálfleik var Manchester United goðsögnin Roy Keane líka allt annað en ánægður þrátt fyrir að liðið væri 1-0 yfir. Það var bara eins og olía á eldinn þegar Ian Wright sagðist finna til með Höjlund. „Þú ert allt of góður við hann. Ég væri brjálaður út í hann,“ sagði Roy Keane í útsendingu ITV frá leiknum en Manchester Evening News segir frá. United var þarna að spila við C-deildarlið sem er í fallbaráttu í sinni deild. „Við vildum að United sýndi hvað liðið gæti í kvöld en þeir hafa aftur á móti klúðrað hverju dauðafærinu á fætur öðru. Þegar framherji klúðrar færum þá er hægt að segja að það sé óheppni en svo eru það þessi dauðafæri,“ sagði Keane. „Komdu boltann bara í markið og hættu þessari vitleysu,“ sagði Keane. Hinn tvítugi Højlund hefur skorað 6 mörk í 24 leikjum með Manchester United en fimm þeirra komu í Meistaradeildinni. Hann hefur bara skorað eitt mark í átján deildar- og bikarleikjum með liðinu. Roy Keane was very critical of Rasmus Hojlund at half-time this evening #mufc https://t.co/q5G3faUz0q pic.twitter.com/Boz3Acu9ZX— Man United News (@ManUtdMEN) January 8, 2024 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Mörk frá þeim Diogo Dalot og Bruno Fernandes sáu til þess að United liðið komst áfram í fjórðu umferðina. Højlund óð í færum í fyrri hálfleiknum en Dananum ætlar að ganga mjög illa að finna skotskóna sína í búningi United. Hann átti skot í slá og var klaufalegur þegar hann var kominn í góðar stöður. Í hálfleik var Manchester United goðsögnin Roy Keane líka allt annað en ánægður þrátt fyrir að liðið væri 1-0 yfir. Það var bara eins og olía á eldinn þegar Ian Wright sagðist finna til með Höjlund. „Þú ert allt of góður við hann. Ég væri brjálaður út í hann,“ sagði Roy Keane í útsendingu ITV frá leiknum en Manchester Evening News segir frá. United var þarna að spila við C-deildarlið sem er í fallbaráttu í sinni deild. „Við vildum að United sýndi hvað liðið gæti í kvöld en þeir hafa aftur á móti klúðrað hverju dauðafærinu á fætur öðru. Þegar framherji klúðrar færum þá er hægt að segja að það sé óheppni en svo eru það þessi dauðafæri,“ sagði Keane. „Komdu boltann bara í markið og hættu þessari vitleysu,“ sagði Keane. Hinn tvítugi Højlund hefur skorað 6 mörk í 24 leikjum með Manchester United en fimm þeirra komu í Meistaradeildinni. Hann hefur bara skorað eitt mark í átján deildar- og bikarleikjum með liðinu. Roy Keane was very critical of Rasmus Hojlund at half-time this evening #mufc https://t.co/q5G3faUz0q pic.twitter.com/Boz3Acu9ZX— Man United News (@ManUtdMEN) January 8, 2024
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira