Sara birti fallegar óléttumyndir af sér á Instagram á dögunum. Við myndfærsluna lýsir hún upplifun sinni og líðan á meðgöngunni.
„Furðulegasta, magnaðasta, mest þreytandi, erfiðasta og fallegasta reynsla sem ég hef gengið í gegnum. Aðeins sex vikur eftir,“ segir Sara og lýsir blendnum tilfinningum fyrir komandi hlutverki:
„Er skíthrædd en ótrúlega spennt á sama tíma að verða mamma. Það er svo skrítið að geta elskað einhvern svona heitt án þess að hafa hitt hann.“
Ætla má að parið eigi von á dreng.
„Við getum ekki beðið eftir að hitta þig Luca,“ skrifar Sara við aðra myndina.
Sara og Guðlaugur byrjuðu saman árið 2014 og innsigla því fyrsta tuginn saman með barnaláni.
Í ágúst 2022 tilkynnti Sara að hún ætlaði að taka sér hlé frá tónlistinni í bili og taka sér tíma í að vera fullorðin. Í upphafi árs 2023 tók hún við starfi sem verslunarstjóri Monki í Smáralind.
Sara skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hún sigraði í Söngvakeppni framhaldsskóla árið 2014. Ári síðar gaf hún út lagið No More ásamt tónlistarmanninum Stony sem var ofarlega á vinsældarlistum margar vikur í röð. Árið 2017 skrifaði hún undir samning við útgáfurisann Columbia í London.