Notalegur staður til að slamma á Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. janúar 2024 16:30 Sunna Benjamínsdóttir Bohn sigraði Ljóðaslammið 2023. Aðsend Ljóðaslamm 2024 verður haldið í Borgarbókasafninu Grófinni á Safnanótt þann 2. febrúar næstkomandi. Slammið er opið öllum sem eru 16 ára og eldri. Í fréttatilkynningu segir að Ljóðaslamm hafi verið reglulegur og vinsæll viðburður á Borgarbókasafninu í gegnum tíðina. „Þekkt skáld, tónlistarfólk og sviðslistafólk hafa stigið sín fyrstu skref í Slamminu, enda er ljóðaslamm, eða Poetry Slam, listform sem útfæra má á fjölbreyttan máta.“ Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur fræðslu og miðla á Borgarbókasafninu, stýrir verkefninu ásamt Jóni Magnúsi Arnarssyni. Þau halda bæði mjög mikið upp á listformið og þess má geta að Jón Magnús sigraði í Ljóðaslamminu 2017. View this post on Instagram A post shared by Jón Magnús Arnarsson (@johnnymagnetz) Guðrún Elísa segir að ljóðaslamm eða Poetry Slam henti ótrúlega breiðum hópi, svo sem fólki sem hefur áhuga á ljóðlist, rappi, sviðslistum eða hvers konar munnlegri tjáningu. „Undirbúningsnámskeiðin eru kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja fá kynnast ljóðaslammi betur, fá hugmynd að atriði fyrir sjálfa keppnina eða fá aðstoð við að vinna með nýfætt ljóð eða prósa frá grunni. Bókasafnið er öruggt umhverfi og notalegur staður til að koma á og námskeiðin eru góð leið til kynnast fólki í sömu hugleiðingum og sækja styrk hvert í annað, svo ekki sé minnst á frábæra leiðbeinendur með mikla reynslu, hver á sínu sviði.“ Sunna Benjamínsdóttir Bohn stóð uppi sem Ljóðaslamms sigurvegarinn 2023. Aðsend Þátttakendur frumsemja ljóð eða texta fyrir keppnina en flutningurinn má vera á íslensku eða ensku og taka hámark þrjár mínútur. Jón Magnús Arnarsson leikari og ljóðaslammari er einn af forsprökkum ljóðaslamms-senunar á Íslandi. Hann mun miðla þekkingu sinni til næstu kynslóðar ljóðaslammara og kenna námskeiðin ásamt þeim Sölku Gullbrá, Kött Grá Pjé (Atli Sigþórsson), Steinunni Jónsdóttur úr Reykjavíkurdætrum og Kælunni miklu, sem sigruðu Ljóðaslammið 2013. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Kælunnar miklu við lagið Hvítir sandar: Verðlaunagripurinn er hannaður af hönnunarteyminu Flétta, sem sérhæfir sig meðal annars í að endurhanna nýja verðlaunagripi úr gömlum. Hér má finna nánari upplýsingar um Ljóðaslamm 2024. Menning Tónlist Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Ljóðaslamm hafi verið reglulegur og vinsæll viðburður á Borgarbókasafninu í gegnum tíðina. „Þekkt skáld, tónlistarfólk og sviðslistafólk hafa stigið sín fyrstu skref í Slamminu, enda er ljóðaslamm, eða Poetry Slam, listform sem útfæra má á fjölbreyttan máta.“ Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur fræðslu og miðla á Borgarbókasafninu, stýrir verkefninu ásamt Jóni Magnúsi Arnarssyni. Þau halda bæði mjög mikið upp á listformið og þess má geta að Jón Magnús sigraði í Ljóðaslamminu 2017. View this post on Instagram A post shared by Jón Magnús Arnarsson (@johnnymagnetz) Guðrún Elísa segir að ljóðaslamm eða Poetry Slam henti ótrúlega breiðum hópi, svo sem fólki sem hefur áhuga á ljóðlist, rappi, sviðslistum eða hvers konar munnlegri tjáningu. „Undirbúningsnámskeiðin eru kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja fá kynnast ljóðaslammi betur, fá hugmynd að atriði fyrir sjálfa keppnina eða fá aðstoð við að vinna með nýfætt ljóð eða prósa frá grunni. Bókasafnið er öruggt umhverfi og notalegur staður til að koma á og námskeiðin eru góð leið til kynnast fólki í sömu hugleiðingum og sækja styrk hvert í annað, svo ekki sé minnst á frábæra leiðbeinendur með mikla reynslu, hver á sínu sviði.“ Sunna Benjamínsdóttir Bohn stóð uppi sem Ljóðaslamms sigurvegarinn 2023. Aðsend Þátttakendur frumsemja ljóð eða texta fyrir keppnina en flutningurinn má vera á íslensku eða ensku og taka hámark þrjár mínútur. Jón Magnús Arnarsson leikari og ljóðaslammari er einn af forsprökkum ljóðaslamms-senunar á Íslandi. Hann mun miðla þekkingu sinni til næstu kynslóðar ljóðaslammara og kenna námskeiðin ásamt þeim Sölku Gullbrá, Kött Grá Pjé (Atli Sigþórsson), Steinunni Jónsdóttur úr Reykjavíkurdætrum og Kælunni miklu, sem sigruðu Ljóðaslammið 2013. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Kælunnar miklu við lagið Hvítir sandar: Verðlaunagripurinn er hannaður af hönnunarteyminu Flétta, sem sérhæfir sig meðal annars í að endurhanna nýja verðlaunagripi úr gömlum. Hér má finna nánari upplýsingar um Ljóðaslamm 2024.
Menning Tónlist Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira