Wnkr, leikmaður Breiðabliks hóf leikinn vel og felldi fjóra andstæðinga í fyrstu lotu sem Breiðablik vann. Í kjölfarið sigruðu Blikar tvær lotur en Young Prodigies náðu fyrsta lotusigri sínum þegar Pressi sigraði lotu fyrir liðið sitt, staðan þá 3-1.
Leikmenn Breiðabliks létu þó ekki deigan síga en þeir héldu forystunni fram í hálfleikinn. Young Prodigies sigruðu þrjár lotur til viðbótar fyrir hálfleik og þurftu því að vera vel á tánum í þeim seinni til að eiga möguleika á sigri.
Staðan í hálfleik: Breiðablik 8-4 Young Prodigies
Young Prodigies hófu seinni hálfleik afar vel og jöfnuðu leikinn strax eftir fjórar lotur, staðan þá orðin 8-8. Breiðablik tók leikinn föstum tökum í kjölfarið en Viruz leiddi lið sitt á fellutöflunni með 21 stykki. Breiðablik komust í sigurlotu í stöðunni 12-8 en hleyptu Young Prodigies inn í leikinn að nýju, sem minnkuðu muninn í 12-10.
Náðarhöggið kom þó að lokum fyrir Young Prodigies og Breiðablik sigraði leikinn.
Lokatölur: Breiðablik 13-10 Young Prodigies
Breiðablik eru nú komnir með 10 stig og komast þar með upp fyrir ÍA og sitja nú í áttunda sæti deildarinnar. Young Prodigies eru í fimmta sæti með 12 stig.