Ferðalag til Íslands varð kveikjan að ævintýrinu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. janúar 2024 10:00 Gabby Beckford ferðaðist ein til Íslands 18 ára gömul og varð það til þess að hún gerði ferðalög að sínu aðalstarfi. Instagram Hin 28 ára gamla Gabby Beckford er bandarískur áhrifavaldur sem heldur úti afar vinsælum aðgangi á TikTok, Instagram og Youtube. Þar deilir hún myndefni úr ferðalögum sínum víða um heiminn. Með mikilli vinnu hefur henni tekist að gera ferðalögin að aðalstarfi sínu en á seinasta ári þénaði hún hátt í fjörtíu milljónir íslenskra króna í gegnum samstarf við fyrirtæki og ýmislegt fleira. Í viðtali sem birtist á vef Buiness Insider á dögunum segir Gabby frá því hvernig ferðalag til Íslands átti eftir að verða kveikjan að því að hún fór að skapa efni fyrir samfélagsmiðla og hafa af því tekjur. Eina litaða manneskjan Gabby segir að þegar hún var yngri hafi hún ekki beinlínis verið hrifin af því að fara sífellt á nýja staði. Faðir hennar starfaði í hernum og þar af leiðandi flutti fjölskyldan reglulega á milli borga. Gaby var því stöðugt að koma í nýtt umhverfi og eignast nýja vini, en einungis nokkra mánuði í senn. Hún segir að viðhorf sitt til ferðalaga hafi breyst þegar hún var 18 ára gömul og ferðaðist í fyrsta skipti einsömul. Þá fór hún í bakpokaferðalag um Ísland. „Ég var eina litaða manneskjan þarna,” rifjar Gabby upp. „Ég var ein af fáum konum, og ég talaði ekki tungumálið. Þannig að þetta var allt saman mjög yfirþyrmandi. En það var engu síður þarna sem það kviknaði hjá mér löngun til demba mér í frekari ferðalög. Ég áttaði mig á því að mér fannst miklu betra að vera í ókunnum aðstæðum í nýju landi heldur en að vera föst í þægindahringnum heima." Í dag, tíu árum síðar, hefur Gabby ferðast til yfir 40 landa víðsvegar í heiminum og byggt upp fylgjendahóp á samfélagsmiðlum sem telur hátt í 500 þúsund manns. View this post on Instagram A post shared by Gabby | Solo Travel Gyal (@packslight) Í viðtalinu greinir hún nánar frá því hvernig hún hefur náð að byggja upp fyrirtæki í gegnum efnisköpun sína á samfélagsmiðlum, með því að hafa sjö mismunandi tekjustreymi. Stærsti hluti tekna Gabby kemur frá samstarfi við fyrirtæki, en hún starfar meðal annars með Delta Airlines flugfélaginu, Marriott hótelkeðjunni og Tinder. Hún birtir keypta umfjöllun þar sem fyrirtækin koma þjónustu sinni og vörum á framfæri. Hún segir samstarf af þessu tagi oft vefjast fyrir áhrifavöldum; þeir upplifi eins og þeir hafi ekki almennilega stjórn á því efni sem þeir setji fram og séu settar skorður. Hún sé hins vegar stöðugt að kasta sjálf fram hugmyndum. „Þar af leiðandi upplifi ég að ég er sjálf að stýra frásögninni.” View this post on Instagram A post shared by Gabby | Solo Travel Gyal (@packslight) Boltinn fór að rúlla Þegar Gabby sneri aftur heim til Bandaríkjanna frá Íslandi byrjaði hún að læra verkfræði í háskóla, þar sem að foreldrar hennar höfðu þrýst á hana að verða sér úti um hagnýta menntun. Um svipað leyti bjó hún til ferðabloggsíðu og stuttu seinna prófaði hún að birta efni á Instagram í fyrsta sinn. Í kjölfarið gerði hún fyrsta samninginn um samstarf við fyrirtæki en fyrirtækið greiddi henni fyrir að birta þrjár færslur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Gabby | Solo Travel Gyal (@packslight) „Það var þá sem uppgötvaði að það var í alvörunni mögulegt fyrir mig að gera þetta að fullu starfi; ég þyrfti bara að vinna í því að stækka skalann,” segir hún. Með tímanum tókst Gabby að byggja upp langtímasamstarf með hinum og þessum fyrirtækjum í ferðaþjónustu, eins og Hilton hótelkeðjunni og lúxushótelkeðjunni Atlantis. Í dag fær hún reglulega beiðnir frá hinum og þessum fyrirtækjum sem óska eftir samstarfi en hún segist einblína á að vinna með fyrirtækjum sem leggja upp með fjölbreytileika. View this post on Instagram A post shared by Gabby | Solo Travel Gyal (@packslight) Önnur tekjulind sem Gabby nefnir er í gegnum auglýsingatekjur á Facebook, en hún birtir þar reglulega efni og fær síðan greitt út frá auglýsingum sem birtast þegar horft er á myndskeið hennar. Þá birtir hún einnig auglýsingar á bloggsíðunni sinni. Hún fær einnig tekjur í gegnum ferðatengda styrki og kostun (“sponsorship.) Annað af sjö tekjustreymum sem Gabby hefur búið til er áskriftarleið. Fylgjendur hennar geta greitt henni 25 dollara á mánuði fyrir aðgang að efni þar sem hún kennir fólki meðal annars samningatækni og að byggja upp samstarf með fyrirtækjum, auk þess sem hún situr fyrir svörum og heldur úti opnum fyrirlestrum. „Fylgjendur í dag eru farnir að sækja meira í einkasamfélög, og eru tilbúnir til að greiða fyrir aðgang að slíku.“ Ferðalög Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Ástin og lífið Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Í viðtali sem birtist á vef Buiness Insider á dögunum segir Gabby frá því hvernig ferðalag til Íslands átti eftir að verða kveikjan að því að hún fór að skapa efni fyrir samfélagsmiðla og hafa af því tekjur. Eina litaða manneskjan Gabby segir að þegar hún var yngri hafi hún ekki beinlínis verið hrifin af því að fara sífellt á nýja staði. Faðir hennar starfaði í hernum og þar af leiðandi flutti fjölskyldan reglulega á milli borga. Gaby var því stöðugt að koma í nýtt umhverfi og eignast nýja vini, en einungis nokkra mánuði í senn. Hún segir að viðhorf sitt til ferðalaga hafi breyst þegar hún var 18 ára gömul og ferðaðist í fyrsta skipti einsömul. Þá fór hún í bakpokaferðalag um Ísland. „Ég var eina litaða manneskjan þarna,” rifjar Gabby upp. „Ég var ein af fáum konum, og ég talaði ekki tungumálið. Þannig að þetta var allt saman mjög yfirþyrmandi. En það var engu síður þarna sem það kviknaði hjá mér löngun til demba mér í frekari ferðalög. Ég áttaði mig á því að mér fannst miklu betra að vera í ókunnum aðstæðum í nýju landi heldur en að vera föst í þægindahringnum heima." Í dag, tíu árum síðar, hefur Gabby ferðast til yfir 40 landa víðsvegar í heiminum og byggt upp fylgjendahóp á samfélagsmiðlum sem telur hátt í 500 þúsund manns. View this post on Instagram A post shared by Gabby | Solo Travel Gyal (@packslight) Í viðtalinu greinir hún nánar frá því hvernig hún hefur náð að byggja upp fyrirtæki í gegnum efnisköpun sína á samfélagsmiðlum, með því að hafa sjö mismunandi tekjustreymi. Stærsti hluti tekna Gabby kemur frá samstarfi við fyrirtæki, en hún starfar meðal annars með Delta Airlines flugfélaginu, Marriott hótelkeðjunni og Tinder. Hún birtir keypta umfjöllun þar sem fyrirtækin koma þjónustu sinni og vörum á framfæri. Hún segir samstarf af þessu tagi oft vefjast fyrir áhrifavöldum; þeir upplifi eins og þeir hafi ekki almennilega stjórn á því efni sem þeir setji fram og séu settar skorður. Hún sé hins vegar stöðugt að kasta sjálf fram hugmyndum. „Þar af leiðandi upplifi ég að ég er sjálf að stýra frásögninni.” View this post on Instagram A post shared by Gabby | Solo Travel Gyal (@packslight) Boltinn fór að rúlla Þegar Gabby sneri aftur heim til Bandaríkjanna frá Íslandi byrjaði hún að læra verkfræði í háskóla, þar sem að foreldrar hennar höfðu þrýst á hana að verða sér úti um hagnýta menntun. Um svipað leyti bjó hún til ferðabloggsíðu og stuttu seinna prófaði hún að birta efni á Instagram í fyrsta sinn. Í kjölfarið gerði hún fyrsta samninginn um samstarf við fyrirtæki en fyrirtækið greiddi henni fyrir að birta þrjár færslur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Gabby | Solo Travel Gyal (@packslight) „Það var þá sem uppgötvaði að það var í alvörunni mögulegt fyrir mig að gera þetta að fullu starfi; ég þyrfti bara að vinna í því að stækka skalann,” segir hún. Með tímanum tókst Gabby að byggja upp langtímasamstarf með hinum og þessum fyrirtækjum í ferðaþjónustu, eins og Hilton hótelkeðjunni og lúxushótelkeðjunni Atlantis. Í dag fær hún reglulega beiðnir frá hinum og þessum fyrirtækjum sem óska eftir samstarfi en hún segist einblína á að vinna með fyrirtækjum sem leggja upp með fjölbreytileika. View this post on Instagram A post shared by Gabby | Solo Travel Gyal (@packslight) Önnur tekjulind sem Gabby nefnir er í gegnum auglýsingatekjur á Facebook, en hún birtir þar reglulega efni og fær síðan greitt út frá auglýsingum sem birtast þegar horft er á myndskeið hennar. Þá birtir hún einnig auglýsingar á bloggsíðunni sinni. Hún fær einnig tekjur í gegnum ferðatengda styrki og kostun (“sponsorship.) Annað af sjö tekjustreymum sem Gabby hefur búið til er áskriftarleið. Fylgjendur hennar geta greitt henni 25 dollara á mánuði fyrir aðgang að efni þar sem hún kennir fólki meðal annars samningatækni og að byggja upp samstarf með fyrirtækjum, auk þess sem hún situr fyrir svörum og heldur úti opnum fyrirlestrum. „Fylgjendur í dag eru farnir að sækja meira í einkasamfélög, og eru tilbúnir til að greiða fyrir aðgang að slíku.“
Ferðalög Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Ástin og lífið Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira