Verðum að vera búin undir gos í Grímsvötnum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. janúar 2024 19:41 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir ekki ljóst að það muni gjósa í Grímsvötnum, en þó séu nokkrar líkur á því,“ segir Magnús Tumi. Vísir/Arnar Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir ekki ljóst að það muni gjósa í Grímsvötnum, en þó séu nokkrar líkur á því. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir í dag vegna jökulhlaups í Grímsvötnum. Vatnið kemur undan jöklinum austast í Skeiðarárjökli og rennur þaðan niður Gígjukvísl. „Það er þessi jarðskjálftavirkni og náttúrulega jökulhalupið. Þá lækkar þrýstingurinn á eldstöðinni og þá hafa Grímsvötn öðru hvoru gosið í lok hlaupa. Við vitum ekki hvort það gerist núna, en við verðum að vera við því búin.“ Hann segir að ef gjósi í Grímsvötnum þá verði sprengigos. „Þá myndast gosmökkur sem er líklegt að fari upp í tíu, tólf kílómetra. Það fór nú upp í tuttugu kílómetra árið 2011, en það var mjög stórt gos. Svoleiðis gos virðast ekki koma í Grímsvötnum nema á 130 til 140 ára fresti. Það er ólíklegt að það verði þannig.“ Magnús bendir á að verði gos sé líklegt að það hafi áhrif á flugumferð, og þá sé hætta á miklu öskufalli. „Venjuleg Grímsvatnagos eru ekki stórir atburðir. En það verður auðvitað að fara að öllu með gát. Það getur gosið þannig að bræði töluvert af ís, ef það gýs til dæmis þar sem skjálftavirknin er mest núna.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Óvissustigi almannavarna var lýst yfir í dag vegna jökulhlaups í Grímsvötnum. Vatnið kemur undan jöklinum austast í Skeiðarárjökli og rennur þaðan niður Gígjukvísl. „Það er þessi jarðskjálftavirkni og náttúrulega jökulhalupið. Þá lækkar þrýstingurinn á eldstöðinni og þá hafa Grímsvötn öðru hvoru gosið í lok hlaupa. Við vitum ekki hvort það gerist núna, en við verðum að vera við því búin.“ Hann segir að ef gjósi í Grímsvötnum þá verði sprengigos. „Þá myndast gosmökkur sem er líklegt að fari upp í tíu, tólf kílómetra. Það fór nú upp í tuttugu kílómetra árið 2011, en það var mjög stórt gos. Svoleiðis gos virðast ekki koma í Grímsvötnum nema á 130 til 140 ára fresti. Það er ólíklegt að það verði þannig.“ Magnús bendir á að verði gos sé líklegt að það hafi áhrif á flugumferð, og þá sé hætta á miklu öskufalli. „Venjuleg Grímsvatnagos eru ekki stórir atburðir. En það verður auðvitað að fara að öllu með gát. Það getur gosið þannig að bræði töluvert af ís, ef það gýs til dæmis þar sem skjálftavirknin er mest núna.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira