Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. janúar 2024 23:00 Sigmundur Davíð segir breytinguna fela í sér að gera líf Íslendingar flóknara. Vísir/Vilhelm Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar, þar sem hann spyr: „Af hverju þarf stöðugt að reyna að gera lífið erfiðara og leiðinlegra í nafni einhvers konar nútímavæðingar?“ RÚV greindi frá áformunum á vef sínum í dag, en í frétt miðilsins segir að öll stæði við Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll verði gjaldskyld frá og með febrúarmánuði. Þá er haft eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia að ætli maður sér að leggja við flugvellina verði fyrsta korterið frítt, en síðan verði 350 krónur rukkaðar fyrir klukkutímann og 1750 krónur fyrir daginn, fyrstu sjö dagana áður en verðið lækkar. Sigmundur er ekki spenntur fyrir þessum breytingum. Hann minnist þess að lengi hafa verið uppi áform um að rukka fyrir bílastæði við Reykjavíkurflugvöll, en sem betur fer, að hans sögn, hefur ekkert orðið úr því. „Við höfum nóg land undir bílastæði við flugvelli á landsbyggðinni. Þau geta verið malarstæði mín vegna,“ segir Sigmundur. „Við Íslendingar viljum vera frjálsir. Það er einn af kostum þess að búa hérna,“ Hann nefnir að Íslendingar hafi ekki þurft að skrá persónuupplýsingar sínar til að leggja bílum. „Svo ég tali nú ekki um, eins og nú er boðað, að eitthvað rafrænt eftirlitskerfi sé notað til að fylgjast með og refsa fólki fyrir að mæta á flugvöllinn að sækja vin sem þurfti að bíða í 10 mín. eftir töskunni.“ Í lok færslu sinnar segir Sigmundur að Ísland hafi séð miklar framfarir undanfarna áratugi „En flóknara líf, aukið eftirlit og gjaldheimta teljast ekki til framfara í minni bók,“ bætir hann við. Bílastæði Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Samgöngur Múlaþing Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar, þar sem hann spyr: „Af hverju þarf stöðugt að reyna að gera lífið erfiðara og leiðinlegra í nafni einhvers konar nútímavæðingar?“ RÚV greindi frá áformunum á vef sínum í dag, en í frétt miðilsins segir að öll stæði við Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll verði gjaldskyld frá og með febrúarmánuði. Þá er haft eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia að ætli maður sér að leggja við flugvellina verði fyrsta korterið frítt, en síðan verði 350 krónur rukkaðar fyrir klukkutímann og 1750 krónur fyrir daginn, fyrstu sjö dagana áður en verðið lækkar. Sigmundur er ekki spenntur fyrir þessum breytingum. Hann minnist þess að lengi hafa verið uppi áform um að rukka fyrir bílastæði við Reykjavíkurflugvöll, en sem betur fer, að hans sögn, hefur ekkert orðið úr því. „Við höfum nóg land undir bílastæði við flugvelli á landsbyggðinni. Þau geta verið malarstæði mín vegna,“ segir Sigmundur. „Við Íslendingar viljum vera frjálsir. Það er einn af kostum þess að búa hérna,“ Hann nefnir að Íslendingar hafi ekki þurft að skrá persónuupplýsingar sínar til að leggja bílum. „Svo ég tali nú ekki um, eins og nú er boðað, að eitthvað rafrænt eftirlitskerfi sé notað til að fylgjast með og refsa fólki fyrir að mæta á flugvöllinn að sækja vin sem þurfti að bíða í 10 mín. eftir töskunni.“ Í lok færslu sinnar segir Sigmundur að Ísland hafi séð miklar framfarir undanfarna áratugi „En flóknara líf, aukið eftirlit og gjaldheimta teljast ekki til framfara í minni bók,“ bætir hann við.
Bílastæði Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Samgöngur Múlaþing Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira