Hæfilega bjartsýnn á að maðurinn finnist í dag Bjarki Sigurðsson skrifar 12. janúar 2024 12:15 Frá aðgerðum í Grindavík í gær. Vísir/Steingrímur Dúi Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík er hafin á ný. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir leit ganga vel og að hann sé hæfilega bjartsýnn á að maðurinn finnist í dag. Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík á miðvikudag hófst aftur klukkan tíu í morgun. Leit hafði verið frestað seint í gærkvöldi eftir að ástandið í sprungunni var metið ótryggt. Það hefur reynst björgunarfólki erfitt að starfa við sprunguna, meðal annars vegna mikillar rigningar. Maðurinn hafði verið að fylla í sprungu við hús í Vesturhópi í Grindavík þegar hann er talinn hafa fallið ofan í hana. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir aðgerðir ganga ágætlega. „Það gengur ágætlega en við erum ekki búin að finna manninn,“ segir Úlfar. Eruð þið bjartsýn á að finna manninn í dag? „Við erum alltaf bjartsýn. Hæfilega bjartsýn.“ Búið er að fresta öllum öðrum framkvæmdum innan bæjarins. „Lagfæringar, það að fylla í sprungur í bænum, því hefur öllu verið slegið á frest fram yfir helgi. Hugmyndin var að funda með verktökum næstkomandi þriðjudag,“ segir Úlfar. Er óhætt fyrir íbúana að vera í bænum? „Staðan er óbreytt að svo stöddu.“ Er það til skoðunar að rýma bæinn á ný? „Við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Fjöldi fólks gistir í bænum þessa dagana. „Mér sýnist það hafa verið gist í rúmlega 90 húsum í nótt. Þetta hefur verið rokkandi síðustu daga, frá 40-50 íbúðum upp í þessa tölu, jafnvel aðeins hærra,“ segir Úlfar. Úlfar segir framkvæmdirnar hafa verið á vegum Náttúruhamfaratryggingar en forstjóri stofnunarinnar sagði í stuttu samtali við fréttastofu fyrr í dag að það væri ekki tímabært fyrir stofnunina að tjá sig um málið. Grindavík Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík á miðvikudag hófst aftur klukkan tíu í morgun. Leit hafði verið frestað seint í gærkvöldi eftir að ástandið í sprungunni var metið ótryggt. Það hefur reynst björgunarfólki erfitt að starfa við sprunguna, meðal annars vegna mikillar rigningar. Maðurinn hafði verið að fylla í sprungu við hús í Vesturhópi í Grindavík þegar hann er talinn hafa fallið ofan í hana. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir aðgerðir ganga ágætlega. „Það gengur ágætlega en við erum ekki búin að finna manninn,“ segir Úlfar. Eruð þið bjartsýn á að finna manninn í dag? „Við erum alltaf bjartsýn. Hæfilega bjartsýn.“ Búið er að fresta öllum öðrum framkvæmdum innan bæjarins. „Lagfæringar, það að fylla í sprungur í bænum, því hefur öllu verið slegið á frest fram yfir helgi. Hugmyndin var að funda með verktökum næstkomandi þriðjudag,“ segir Úlfar. Er óhætt fyrir íbúana að vera í bænum? „Staðan er óbreytt að svo stöddu.“ Er það til skoðunar að rýma bæinn á ný? „Við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Fjöldi fólks gistir í bænum þessa dagana. „Mér sýnist það hafa verið gist í rúmlega 90 húsum í nótt. Þetta hefur verið rokkandi síðustu daga, frá 40-50 íbúðum upp í þessa tölu, jafnvel aðeins hærra,“ segir Úlfar. Úlfar segir framkvæmdirnar hafa verið á vegum Náttúruhamfaratryggingar en forstjóri stofnunarinnar sagði í stuttu samtali við fréttastofu fyrr í dag að það væri ekki tímabært fyrir stofnunina að tjá sig um málið.
Grindavík Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira