Hætta leitinni að manninum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2024 19:14 Engin ummerki fundust um manninn. Landsbjörg Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. „Því miður hefur leit að manninum ekki borið árangur. Aðstæður í sprungunni eru mjög ótryggar. Og það er engan veginn forsvaranlegt að senda sigmenn niður í sprunguna við erum að tala um sprungu sem er sirka 40 metrar á dýpt. Niðurstaða er að það er og verður ekki hægt að sinna þarna björgunarstörfum þannig að leit hefur því miður verði hætt,“ segir hann í viðtali við RÚV í kvöld. Aðdragandi slyssins var sá að hrun varð í sprungu sem unnið var við að fylla inn í sem dró manninn ofan í hana. Annað hrun varð svo í gær sem auðveldaði leitarliðum ekki verkið. Úlfar segir slysið vera hörmulegt en að svæðið sé ótryggt og að sprungurnar sem víða finnist í Grindavík séu hættulegar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um rýmingu Grindavíkur eða neitt slíkt, að sögn Úlfars. Afar þungbær ákvörðun Hann segir jafnframt að lögreglan hefði þegar haft samband við aðstandendur mannsins og að hugur lögreglunnar sé með þeim. Engin ummerki um manninn hafa fundist. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir ákvörðunina vera afar þungbær þeim sem stóðu að leitinni. „Okkur hefði ekki langað neitt frekar en að klára verkefnið og finna manninn en það var því miður ekki að þessu sinni,“ segir hann. Vettvangur leitarinnar.Landsbjörg Í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörgu vottar félagið aðstandendum mannsins dýpstu samúð. „Þessi leit á sér engin fordæmi og var afar krefjandi. Samstarf björgunaraðila allra, björgunarsveita, slökkviliðs Grindavíkur og Höfuðborgarsvæðisins, sérsveitar lögreglu og lögreglunnar á Suðurnesjum gekk afar vel, en því miður er niðurstaðan þessi. Hugur þeirra er hjá aðstandendum,“ segir í tilkynningunni. Gríðarlega þröngt var ofan í sprungunni.Landsbjörg Björgunarsveitin Þorbjörn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvarðarinnar og segir aðstæður hafa verið erfiðar og flóknar. Þorbjarnarmenn votta aðstandendum samúð sína. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Sjá meira
„Því miður hefur leit að manninum ekki borið árangur. Aðstæður í sprungunni eru mjög ótryggar. Og það er engan veginn forsvaranlegt að senda sigmenn niður í sprunguna við erum að tala um sprungu sem er sirka 40 metrar á dýpt. Niðurstaða er að það er og verður ekki hægt að sinna þarna björgunarstörfum þannig að leit hefur því miður verði hætt,“ segir hann í viðtali við RÚV í kvöld. Aðdragandi slyssins var sá að hrun varð í sprungu sem unnið var við að fylla inn í sem dró manninn ofan í hana. Annað hrun varð svo í gær sem auðveldaði leitarliðum ekki verkið. Úlfar segir slysið vera hörmulegt en að svæðið sé ótryggt og að sprungurnar sem víða finnist í Grindavík séu hættulegar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um rýmingu Grindavíkur eða neitt slíkt, að sögn Úlfars. Afar þungbær ákvörðun Hann segir jafnframt að lögreglan hefði þegar haft samband við aðstandendur mannsins og að hugur lögreglunnar sé með þeim. Engin ummerki um manninn hafa fundist. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir ákvörðunina vera afar þungbær þeim sem stóðu að leitinni. „Okkur hefði ekki langað neitt frekar en að klára verkefnið og finna manninn en það var því miður ekki að þessu sinni,“ segir hann. Vettvangur leitarinnar.Landsbjörg Í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörgu vottar félagið aðstandendum mannsins dýpstu samúð. „Þessi leit á sér engin fordæmi og var afar krefjandi. Samstarf björgunaraðila allra, björgunarsveita, slökkviliðs Grindavíkur og Höfuðborgarsvæðisins, sérsveitar lögreglu og lögreglunnar á Suðurnesjum gekk afar vel, en því miður er niðurstaðan þessi. Hugur þeirra er hjá aðstandendum,“ segir í tilkynningunni. Gríðarlega þröngt var ofan í sprungunni.Landsbjörg Björgunarsveitin Þorbjörn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvarðarinnar og segir aðstæður hafa verið erfiðar og flóknar. Þorbjarnarmenn votta aðstandendum samúð sína.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Sjá meira