Búist við snjókomu og brjáluðu veðri þegar Bills taka á móti Steelers Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 11:30 Leikmenn Buffalo Bills eru ekki óvanir því að leika í snjókomu. Vísir/Getty Veður gæti sett strik í reikninginn í tveimur leikjum NFL-deildarinnar um helgina. Búið er að senda út viðvörðun til stuðningsmanna vegna ofsaveðurs sem framundan er. Wild Card-helgin í NFL-deildinni er framundan og fer af stað í kvöld með leik Houston Texans og Cleveland Browns. Seinni leikur kvöldsins er leikur Kansas City Chiefs og Miami Dolphins og sólarstrákarnir frá Flórída þurfa að vera viðbúnir öðruvísi loftslagi í Kansas en þeir eru vanir. BREAKING: National Weather Service says all fans at the #Chiefs, #Dolphins game have to Cover all extremities including your head and face. It will be extremely dangerous temperatures, the NWS says. There will be a wind chill of NEGATIVE 30 DEGREES. pic.twitter.com/o8IcfZ5WUS— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Þegar leikurinn fer fram á morgun er búist við nístingskulda og í frétt Athletic um málið er haft eftir veðurfræðingi AccuWeather að búist sé við átta mínusgráðum í Kansas og vindkælingin gæti orðið allt að þrjátíu gráður í mínus. Leikur Chiefs og Dolphins er þó ekki eini leikurinn sem veðrið mun hafa áhrif á. Leikur Buffalo Bills og Pittsburgh Steelers fer fram í Buffalo annað kvöld og þar er búist við snjókomu og miklu hvassviðri. BREAKING: The current view of the #Bills stadium for their game vs. the #Steelers.The team is now asking FANS to sign up and help clear it out pic.twitter.com/LRsPuTtw5B— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Snjókoman í Buffalo gæti gert áhorfendum erfitt fyrir að komast á Highmark-leikvanginn til að sjá leikinn en í gær biðlaði félagið til stuðningsmanna að mæta á svæðið og hjálpa til við að moka snjó af vellinum. Félagið var tilbúið að greiða hverjum sem kæmi 20 dollara á klukkutímann fyrir snjómoksturinn. Samkvæmt spám gætu hviður í New York-ríki farið í allt að 30 metra á sekúndu en NFL-deildin er ekki beint þekkt fyrir að fresta leikjum þrátt fyrir válynd veður. Ríkisstjóri New York hefur lýst yfir neyðarástandi í Vesturhluta ríkisins. BREAKING: Governor Kathy Hochul declared a State of Emergency for Western New York, there will be WHITEOUT during the #Steelers, #Bills game. 65 MPH winds, frigid wind chills and blowing lake-effect snow, and blizzard conditions are expected, along with a FOOT of snow (ABC) pic.twitter.com/DzwAKa08m7— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Leikur Houston Texans og Cleveland Browns verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kukkan 21:30 í kvöld og klukkan 01:00 hefst útsending frá leik Kansas City Chiefs og Miami Dolphins. NFL Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Wild Card-helgin í NFL-deildinni er framundan og fer af stað í kvöld með leik Houston Texans og Cleveland Browns. Seinni leikur kvöldsins er leikur Kansas City Chiefs og Miami Dolphins og sólarstrákarnir frá Flórída þurfa að vera viðbúnir öðruvísi loftslagi í Kansas en þeir eru vanir. BREAKING: National Weather Service says all fans at the #Chiefs, #Dolphins game have to Cover all extremities including your head and face. It will be extremely dangerous temperatures, the NWS says. There will be a wind chill of NEGATIVE 30 DEGREES. pic.twitter.com/o8IcfZ5WUS— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Þegar leikurinn fer fram á morgun er búist við nístingskulda og í frétt Athletic um málið er haft eftir veðurfræðingi AccuWeather að búist sé við átta mínusgráðum í Kansas og vindkælingin gæti orðið allt að þrjátíu gráður í mínus. Leikur Chiefs og Dolphins er þó ekki eini leikurinn sem veðrið mun hafa áhrif á. Leikur Buffalo Bills og Pittsburgh Steelers fer fram í Buffalo annað kvöld og þar er búist við snjókomu og miklu hvassviðri. BREAKING: The current view of the #Bills stadium for their game vs. the #Steelers.The team is now asking FANS to sign up and help clear it out pic.twitter.com/LRsPuTtw5B— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Snjókoman í Buffalo gæti gert áhorfendum erfitt fyrir að komast á Highmark-leikvanginn til að sjá leikinn en í gær biðlaði félagið til stuðningsmanna að mæta á svæðið og hjálpa til við að moka snjó af vellinum. Félagið var tilbúið að greiða hverjum sem kæmi 20 dollara á klukkutímann fyrir snjómoksturinn. Samkvæmt spám gætu hviður í New York-ríki farið í allt að 30 metra á sekúndu en NFL-deildin er ekki beint þekkt fyrir að fresta leikjum þrátt fyrir válynd veður. Ríkisstjóri New York hefur lýst yfir neyðarástandi í Vesturhluta ríkisins. BREAKING: Governor Kathy Hochul declared a State of Emergency for Western New York, there will be WHITEOUT during the #Steelers, #Bills game. 65 MPH winds, frigid wind chills and blowing lake-effect snow, and blizzard conditions are expected, along with a FOOT of snow (ABC) pic.twitter.com/DzwAKa08m7— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Leikur Houston Texans og Cleveland Browns verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kukkan 21:30 í kvöld og klukkan 01:00 hefst útsending frá leik Kansas City Chiefs og Miami Dolphins.
NFL Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira