Neita að framselja prest sakaðan um morð og pyntingar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 11:24 Margir liðsinnar herforingjastjórnarinnar hafa þurft að svara til saka fyrir glæpi sína undanfarna áratugi. EPA/Isaac Fontana Dómsmálaráðherra Ítalíu hefur synjað beiðni Argentínu um að framselja prest sem er sakaður um hræðilega glæpi sem hann á að hafa framið á valdatíð Juans Peróns og herforingjastjórn landsins á þeim tíma. Hinn 86 ára gamli séra Franco Reverberi var prestur í argentínska hernum og er sakaður um að hafa tekið þátt í morðinu á 20 ára aðgerðasinnanum José Guillermo Berón árið 1976 ásamt því að hafa pynt hann. Guardian greinir frá því að Franco sé með argentínskan og ítalskan ríkisborgararétt og hafi yfirgefið heimaland sitt í kjölfar þess að argentínsk yfirvöld hófu réttarhöld yfir mörgum liðsinnum herforingjastjórnarinnar. Síðan þá hefur hann búið í borginni Parma og þvertekur fyrir að eiga þátt í málinu. Vatíkanið hefur ekki tjáð sig um málið né bannfært hann. Í gær beitti Carlo Nordio dómsmálaráðherra Ítalíu neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að Franco verði framseldur og segir aldur hans og heilsu vera helstu ástæðurnar fyrir því. Margir sem sakaðir eru um glæpi í störfum sínum fyrir herforingjastjórnina hafa flúið til Ítalíu vegna þess hvað margir Argentínumenn eru af ítölskum uppruna eða með ítalskt ríkisfang. Argentína Ítalía Erlend sakamál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hinn 86 ára gamli séra Franco Reverberi var prestur í argentínska hernum og er sakaður um að hafa tekið þátt í morðinu á 20 ára aðgerðasinnanum José Guillermo Berón árið 1976 ásamt því að hafa pynt hann. Guardian greinir frá því að Franco sé með argentínskan og ítalskan ríkisborgararétt og hafi yfirgefið heimaland sitt í kjölfar þess að argentínsk yfirvöld hófu réttarhöld yfir mörgum liðsinnum herforingjastjórnarinnar. Síðan þá hefur hann búið í borginni Parma og þvertekur fyrir að eiga þátt í málinu. Vatíkanið hefur ekki tjáð sig um málið né bannfært hann. Í gær beitti Carlo Nordio dómsmálaráðherra Ítalíu neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að Franco verði framseldur og segir aldur hans og heilsu vera helstu ástæðurnar fyrir því. Margir sem sakaðir eru um glæpi í störfum sínum fyrir herforingjastjórnina hafa flúið til Ítalíu vegna þess hvað margir Argentínumenn eru af ítölskum uppruna eða með ítalskt ríkisfang.
Argentína Ítalía Erlend sakamál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira