„Vinsamlegast gefið okkur vinnufrið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 10:28 Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir fjölda fólks hafa þyrpst að Reykjanesskaga til að berja eldgos sem hófst í morgun augum. Hann biður fólk um að vera heima og gefa viðbragðsaðilum vinnufrið til að bjarga því sem bjargað verður. Rætt var við Víði í aukafréttatíma Rúv rétt í þessu. Hann sagði rýmingu í nótt hafa gengið vel. Sms skilaboð voru send á alla sem voru í Grindavík auk þess sem viðbragðsaðilar keyrðu um bæinn með sírenur og athuguðu með hús þar sem bílar voru fyrir utan. Aðspurður um hvaða mannvirki séu helst í hættu segir Víðir að það séu séu innviðir svosem heitt og kalt vatn auk rafmagns. Fyrir stundu var greint frá því að verið væri að bjarga vinnuvélum á svæðinu við varnargarðana. „Við stöðvuðum vinnuna þegar þessi atburðarrás fór í gang, tryggðum að mannskapur færi í burtu, töldum ekki óhætt að vera þarna og ekki að sækja vélarnar a meðan við vissum ekki hvar sprungan myndi opnast,“ segir Víðir. Þegar atburðarrásin fór aðeins að skýrast var talið óhætt að sækja vélarnar og nú er búið að bjarga öllum tækjum sem reynt var að bjarga. Aukin sprungumyndun í Grindavík Víðir segir Grindavíkurveg í hættu en hætta er á að hraun renni að Grindavík. Þá hafa sprungur í bænum stækkað og nýjar myndast í nótt. Því sé mjög varasamt að vera við einhverkonar vinnu í bænum. „Nú er náttúran við stjórnvölin og við þurfum bara að sjá hvað gerist.“ Víðir biðlar til fólks að mæta ekki á staðinn. „Því miður eins og alltaf gerist í upphafi goss þá þyrpist fólk og vill skoða þetta. En ef menn átta sig á alvöru málsins og því hvað er að gerast þarna og á alvöru málsins, þá vinsamlegast gefið okkur vinnufrið til að bjarga því sem hægt er að bjarga.“ Lögreglan á Suðurnesjum biðlar einnig til fólks að fara ekki að gosstöðvunum. Viðbragðsaðilar séu önnum kafnir og ekki sé mannskapur til að sækja fólk sem fari gangandi af stað. „Svæðið er hættulegt bæði hvað varðar sprungur, gas og fleira.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Rætt var við Víði í aukafréttatíma Rúv rétt í þessu. Hann sagði rýmingu í nótt hafa gengið vel. Sms skilaboð voru send á alla sem voru í Grindavík auk þess sem viðbragðsaðilar keyrðu um bæinn með sírenur og athuguðu með hús þar sem bílar voru fyrir utan. Aðspurður um hvaða mannvirki séu helst í hættu segir Víðir að það séu séu innviðir svosem heitt og kalt vatn auk rafmagns. Fyrir stundu var greint frá því að verið væri að bjarga vinnuvélum á svæðinu við varnargarðana. „Við stöðvuðum vinnuna þegar þessi atburðarrás fór í gang, tryggðum að mannskapur færi í burtu, töldum ekki óhætt að vera þarna og ekki að sækja vélarnar a meðan við vissum ekki hvar sprungan myndi opnast,“ segir Víðir. Þegar atburðarrásin fór aðeins að skýrast var talið óhætt að sækja vélarnar og nú er búið að bjarga öllum tækjum sem reynt var að bjarga. Aukin sprungumyndun í Grindavík Víðir segir Grindavíkurveg í hættu en hætta er á að hraun renni að Grindavík. Þá hafa sprungur í bænum stækkað og nýjar myndast í nótt. Því sé mjög varasamt að vera við einhverkonar vinnu í bænum. „Nú er náttúran við stjórnvölin og við þurfum bara að sjá hvað gerist.“ Víðir biðlar til fólks að mæta ekki á staðinn. „Því miður eins og alltaf gerist í upphafi goss þá þyrpist fólk og vill skoða þetta. En ef menn átta sig á alvöru málsins og því hvað er að gerast þarna og á alvöru málsins, þá vinsamlegast gefið okkur vinnufrið til að bjarga því sem hægt er að bjarga.“ Lögreglan á Suðurnesjum biðlar einnig til fólks að fara ekki að gosstöðvunum. Viðbragðsaðilar séu önnum kafnir og ekki sé mannskapur til að sækja fólk sem fari gangandi af stað. „Svæðið er hættulegt bæði hvað varðar sprungur, gas og fleira.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent