„Langar bara eitt prósent meira að vinna leikinn" Snorri Már Vagnsson skrifar 14. janúar 2024 14:11 Ásmundur Viggóson, eða PANDAZ, spilar fyrir NOCCO Dusty Ásmundur Viggóson, betur þekktur sem Pandaz, spilar fyrir NOCCO Dusty í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike. Dusty situr eins og er á toppi deildarinnar og Ásmundur hefur spilað í nær öllum leikjum liðsins á tímabilinu. Ásmundur er fæddur árið 2003 og lærir Tölvunarfræði í Háskóla Reykjavíkur. Ásmundur var ellefu ára þegar hann byrjaði fyrst í leiknum 2014. Hann mætti á LAN 2016 til að prófa sig áfram í keppnisumhverfi, en sigraði þó ekkert fyrstu fimm skiptin, að eigin sögn. Ásmundi fannst leikurinn nógu skemmtilegur til að halda áfram að reyna, og langaði að verða sá besti á landinu og í besta liðinu. Dusty, lið Ásmundar, auglýsti eftir fólki í akademíu-liðið sitt árið 2020, og Ásmundur lýsti yfir áhuga þar. Eftir að vera hjá akademíu Dusty í ár vildi hann fá að spila á hærra stigi og kynntist leikmönnum Þórs, en Ásmundur spilaði af og til með leikmönnum Þórs og á endanum spilaði hann með þeim í úrvalsdeildinni. Ásmundur fór til XY-Esports og svo til Atlantic, en þar hafnaði lið hans í öðru sæti í deildarkeppni og sigruðu Stórmeistaramótið sem haldið var í kjölfar deildarinnar. Ásmundur fór svo í NOCCO Dusty þar sem hann situr á toppi töflunnar með liði sínu. Leikmenn NOCCO Dusty. F.v. Eðvarð Þór Heimisson, Elvar Orri Arnarsson, Ásmundur Viggóson, Stefán Ingi Guðjónsson og Þorsteinn Friðfinnsson. Spurður út í hlutverk sitt með liðinu segist Ásmundur oftast taka að sér mikilvæg hlutverk í liðinu sem aðrir vilji ekki taka á sig. Sem dæmi nefnir hann að verja rampinn á Nuke í Counter-Strike, en það hlutverk þykir ekki vinsælt meðal spilara. Ásmundur segir að hann gefi öðrum sviðsljósið svo þeir geti blómstrað. Spurður að því hvort Ásmundur finni fyrir pressu fyrir leiki, þá segir hann tilfinninguna klárlega vera öðruvísi þegar hann spilar í deildinni heldur en þegar hann spilar leikinn venjulega. Stressið megi reka til þess að þá er fólk að horfa og sömuleiðis þekkir hann andstæðinginn. -„Þetta er samt betri gerðin af stressi, ekkert sem hamlar performance. Langar bara eitt prósent meira að vinna leikinn." Sem stendur er NOCCO Dusty í fyrsta sæti í Ljósleiðaradeildinni með 20 stig, jafnir Þór. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Dusty situr eins og er á toppi deildarinnar og Ásmundur hefur spilað í nær öllum leikjum liðsins á tímabilinu. Ásmundur er fæddur árið 2003 og lærir Tölvunarfræði í Háskóla Reykjavíkur. Ásmundur var ellefu ára þegar hann byrjaði fyrst í leiknum 2014. Hann mætti á LAN 2016 til að prófa sig áfram í keppnisumhverfi, en sigraði þó ekkert fyrstu fimm skiptin, að eigin sögn. Ásmundi fannst leikurinn nógu skemmtilegur til að halda áfram að reyna, og langaði að verða sá besti á landinu og í besta liðinu. Dusty, lið Ásmundar, auglýsti eftir fólki í akademíu-liðið sitt árið 2020, og Ásmundur lýsti yfir áhuga þar. Eftir að vera hjá akademíu Dusty í ár vildi hann fá að spila á hærra stigi og kynntist leikmönnum Þórs, en Ásmundur spilaði af og til með leikmönnum Þórs og á endanum spilaði hann með þeim í úrvalsdeildinni. Ásmundur fór til XY-Esports og svo til Atlantic, en þar hafnaði lið hans í öðru sæti í deildarkeppni og sigruðu Stórmeistaramótið sem haldið var í kjölfar deildarinnar. Ásmundur fór svo í NOCCO Dusty þar sem hann situr á toppi töflunnar með liði sínu. Leikmenn NOCCO Dusty. F.v. Eðvarð Þór Heimisson, Elvar Orri Arnarsson, Ásmundur Viggóson, Stefán Ingi Guðjónsson og Þorsteinn Friðfinnsson. Spurður út í hlutverk sitt með liðinu segist Ásmundur oftast taka að sér mikilvæg hlutverk í liðinu sem aðrir vilji ekki taka á sig. Sem dæmi nefnir hann að verja rampinn á Nuke í Counter-Strike, en það hlutverk þykir ekki vinsælt meðal spilara. Ásmundur segir að hann gefi öðrum sviðsljósið svo þeir geti blómstrað. Spurður að því hvort Ásmundur finni fyrir pressu fyrir leiki, þá segir hann tilfinninguna klárlega vera öðruvísi þegar hann spilar í deildinni heldur en þegar hann spilar leikinn venjulega. Stressið megi reka til þess að þá er fólk að horfa og sömuleiðis þekkir hann andstæðinginn. -„Þetta er samt betri gerðin af stressi, ekkert sem hamlar performance. Langar bara eitt prósent meira að vinna leikinn." Sem stendur er NOCCO Dusty í fyrsta sæti í Ljósleiðaradeildinni með 20 stig, jafnir Þór.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira