Sport

Ngetich bætti heims­metið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Agnes Jebet Ngetich er að eiga frábært ár.
Agnes Jebet Ngetich er að eiga frábært ár. Cameron Spencer/Getty Images for World Athletics

Agnes Jebet Ngetich frá Kenýa varð í dag fyrst kvenna til að hlaupa tíu kíló­metra á undir 29 mínútum.

Hin 22 ára gamla Agnes keppti í götuhlaupinu í Valancia á Spáni í dag  og bætti þar heimsmet Yalemzerf Yehualaw frá Eþíópíu um 22 sekúndur. Um leið varð hún fyrsta konan til að hlaupa 10 kílómetra á undir 20 mínútum. Kom Agnes í mark á 28 mínútum og 46 sekúndum. 

Emmaculate Anyango, einnig frá Kenýa, gerði sér lítið fyrir og kom í mark á 28 mínútum og 57 sekúndum. Þar varð hún önnur kona sögunnar til að klára 10 kílómetra hlaup á undir 29 mínútum.

„Ég er svo ánægð, ég bjóst ekki við að slá heimsmetið. Ég ætlaði mér að bæta tíma minn í dag en er mjög ánægð með að hafa slegið heimsmetið,“ sagði Agnes eftir hlaup dagsins. 

Agnes jafnaði heimsmet Beatrice Chebet í fimm kílómetra hlaupi fyrir aðeins tveimur vikum þegar hún hljóp á 14 mínútum og 13 sekúndum. Ljóst er að Agnes verður áfram í fréttum með þessu áframhaldi þar sem fáir standast henni snúning í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×