Breki og Tindur á verðlaunapalli á Wodapalooza mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2024 09:00 Breki Þórðarson stóð sig mjög vel á mótinu um helgina. @brekibjola Breki Þórðarson og Tindur Elíasen urðu báðir í þriðja sæti í sínum flokki á Wodapalooza CrossFit mótinu um helgina. Breki keppti í flokki þeirra sem hafa fötlun á efri hluta líkamans. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur. Breki keppti á heimsleikunum síðasta haust og náði sér ekki alveg á strik þá. Hann gerði aftur á móti vel með því að komast á verðlaunapallinn á þessu móti sem er eitt það stærsta í CrossFit heminum. Breki var þó ekki nálægt öðru sætinu en þeir tveir efstu, Josue Maldonado og Casey Acree voru í nokkrum sérflokki. Tindur Elíasen keppti í flokki sextán til átján ára stáka. Hann varð í þriðja sæti eftir Kai Chmilak frá Bandaríkjunum og Lorenzo Pitruzzello frá Ítalíu. Tindur varð í öðru sæti í tveimur greinum og síðan í þriðja sætinu í öðrum tveimur til viðbótar. Hann var á topp fimm í sex greinum af átta sem sýnir mikinn stöðugleika og lofar góðu fyrir framhaldið. Bergrós Björnsdóttir var sú eina sem keppti í meistaraflokknum en hún endaði í 31. sæti í einstaklingskeppni kvenna. Bergrós byrjaði frábærlega með því að ná fimmta sætinu í fyrstu grein. Bergrós, sem er enn bara sextán ára gömul, náði ekki að fylgja því alveg eftir og endaði í 26. sæti eða neðar í öllum hinum greinunum. Hún fékk hins vegar þarna dýrmæta reynslu fyrir framhaldið á þessu ári. Tveir Hvergerðingar tóku þátt í liðakeppninni. Guðbjörg Valdimarsdóttir keppti með þeim Nicole Crouch frá Bretlandi og Katie Brock frá Nýja-Sjálandi. Liðið heitir NGH og vann fyrstu grein. Þær enduðu síðan í áttunda sætinu. Björgvin Karl Guðmundsson okkar öflugasti CrossFit maður í meira en áratug, var í liði með Patrick Vellner frá Kanada og Travis Mayer frá Bandaríkjunum. Liðið ber nafnið Tres Leches og endaði í fimmta sæti á mótinu. View this post on Instagram A post shared by Guðbjo rg Valdimarsdo ttir (@guccivaldimarsdottir) CrossFit Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjá meira
Breki keppti í flokki þeirra sem hafa fötlun á efri hluta líkamans. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur. Breki keppti á heimsleikunum síðasta haust og náði sér ekki alveg á strik þá. Hann gerði aftur á móti vel með því að komast á verðlaunapallinn á þessu móti sem er eitt það stærsta í CrossFit heminum. Breki var þó ekki nálægt öðru sætinu en þeir tveir efstu, Josue Maldonado og Casey Acree voru í nokkrum sérflokki. Tindur Elíasen keppti í flokki sextán til átján ára stáka. Hann varð í þriðja sæti eftir Kai Chmilak frá Bandaríkjunum og Lorenzo Pitruzzello frá Ítalíu. Tindur varð í öðru sæti í tveimur greinum og síðan í þriðja sætinu í öðrum tveimur til viðbótar. Hann var á topp fimm í sex greinum af átta sem sýnir mikinn stöðugleika og lofar góðu fyrir framhaldið. Bergrós Björnsdóttir var sú eina sem keppti í meistaraflokknum en hún endaði í 31. sæti í einstaklingskeppni kvenna. Bergrós byrjaði frábærlega með því að ná fimmta sætinu í fyrstu grein. Bergrós, sem er enn bara sextán ára gömul, náði ekki að fylgja því alveg eftir og endaði í 26. sæti eða neðar í öllum hinum greinunum. Hún fékk hins vegar þarna dýrmæta reynslu fyrir framhaldið á þessu ári. Tveir Hvergerðingar tóku þátt í liðakeppninni. Guðbjörg Valdimarsdóttir keppti með þeim Nicole Crouch frá Bretlandi og Katie Brock frá Nýja-Sjálandi. Liðið heitir NGH og vann fyrstu grein. Þær enduðu síðan í áttunda sætinu. Björgvin Karl Guðmundsson okkar öflugasti CrossFit maður í meira en áratug, var í liði með Patrick Vellner frá Kanada og Travis Mayer frá Bandaríkjunum. Liðið ber nafnið Tres Leches og endaði í fimmta sæti á mótinu. View this post on Instagram A post shared by Guðbjo rg Valdimarsdo ttir (@guccivaldimarsdottir)
CrossFit Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjá meira