Sola stendur þétt við bakið á skúrki Svartfellinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2024 12:30 Gamli landsliðsmarkvörður Króatíu, Vlado Sola, þjálfar lið Svartfjallalands. getty/Peter Kneffel Landsliðsþjálfari Svartfjallalands í handbolta, Vlado Sola, neitaði að kenna Luka Radovic um tapið fyrir Íslandi, 30-31, í C-riðli Evrópumótsins í gær. Svartfellingar eru úr leik eftir tvö naum töp í fyrstu tveimur leikjum sínum á EM. Þegar ein og hálf mínúta var eftir fóru Svartfellingar í sókn eftir misheppnað skot Bjarka Más Elíssonar. Radovic hljóp þá á sig þegar hann fór inn á og Svartfjallaland var því með átta leikmenn á gólfinu. Boltinn var dæmdur af þeim og Radovic fékk brottvísun. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði í næstu sókn Íslendinga sem vörðust svo síðustu sókn Svartfellinga vel og unnu eins marks sigur, 30-31. Milos Vujovic, vinstri hornamaður Svartfjallalands, sagði að samherjar hans hefðu fellt tár eftir leikinn. „Við stöndum eftir með slæma tilfinningu. Ef ég á að vera heiðarlegur hef ég hef samherja mína gráta. Við getum ekki stjórnað tilfinningum okkar núna. Leikurinn var svo mikilvægur fyrir okkur og við vildum svo sannarlega vinna,“ sagði Vujovic við TV 2 í Danmörku. „Ég sá ekki hvað gerðist en þessi mistök voru svo dýr fyrir okkur. Ég vona að við verðum einbeittari í næsta leik því þetta voru heimskuleg mistök. Við getum ekki boðið upp á þetta.“ Sola sýndi Radovic stuðning eftir leikinn og vildi ekki kenna honum um ófarirnar. „Allir gera mistök og við munum styðja hann. Af hverju ekki? Hlutir gerast. Þannig er það í lífinu. Mistök gerast á vellinum og hann hefur allan minn stuðning,“ sagði Sola. Þrátt fyrir að Svartfjallaland sé úr leik á EM getur liðið enn haft mikil áhrif í C-riðli. Ef Svartfellingar ná stigi af Serbum á morgun verða Íslendingar öruggir með sæti í milliriðli fyrir leikinn gegn Ungverjum annað kvöld. Sola kvaðst annars hreykinn af sínum leikmönnum, þrátt fyrir að þeir séu án stiga eftir fyrstu tvo leikina á EM. „Ég er stoltur af strákunum mínum því þeir hafa sýnt öllum að þeir eru með stórt hjarta. Og þeir kunna að spila handbolta,“ sagði landsliðsþjálfarinn. EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Þegar ein og hálf mínúta var eftir fóru Svartfellingar í sókn eftir misheppnað skot Bjarka Más Elíssonar. Radovic hljóp þá á sig þegar hann fór inn á og Svartfjallaland var því með átta leikmenn á gólfinu. Boltinn var dæmdur af þeim og Radovic fékk brottvísun. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði í næstu sókn Íslendinga sem vörðust svo síðustu sókn Svartfellinga vel og unnu eins marks sigur, 30-31. Milos Vujovic, vinstri hornamaður Svartfjallalands, sagði að samherjar hans hefðu fellt tár eftir leikinn. „Við stöndum eftir með slæma tilfinningu. Ef ég á að vera heiðarlegur hef ég hef samherja mína gráta. Við getum ekki stjórnað tilfinningum okkar núna. Leikurinn var svo mikilvægur fyrir okkur og við vildum svo sannarlega vinna,“ sagði Vujovic við TV 2 í Danmörku. „Ég sá ekki hvað gerðist en þessi mistök voru svo dýr fyrir okkur. Ég vona að við verðum einbeittari í næsta leik því þetta voru heimskuleg mistök. Við getum ekki boðið upp á þetta.“ Sola sýndi Radovic stuðning eftir leikinn og vildi ekki kenna honum um ófarirnar. „Allir gera mistök og við munum styðja hann. Af hverju ekki? Hlutir gerast. Þannig er það í lífinu. Mistök gerast á vellinum og hann hefur allan minn stuðning,“ sagði Sola. Þrátt fyrir að Svartfjallaland sé úr leik á EM getur liðið enn haft mikil áhrif í C-riðli. Ef Svartfellingar ná stigi af Serbum á morgun verða Íslendingar öruggir með sæti í milliriðli fyrir leikinn gegn Ungverjum annað kvöld. Sola kvaðst annars hreykinn af sínum leikmönnum, þrátt fyrir að þeir séu án stiga eftir fyrstu tvo leikina á EM. „Ég er stoltur af strákunum mínum því þeir hafa sýnt öllum að þeir eru með stórt hjarta. Og þeir kunna að spila handbolta,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira