Viðskipti innlent

158 milljón króna gjald­þrot fé­lags Ás­geirs Kol­beins

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ásgeir Kolbeinsson athafnamaður.
Ásgeir Kolbeinsson athafnamaður. Vísir/Vilhelm

Lýstar kröfur í þrotabú félagsins Soho Veitingar ehf. námu 158 milljónum króna. Félagið var í meirihlutaeigu hjónanna Sólveigar Birnu Gísladóttur og Einars Jóhannesar Lárussonar en athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson átti tuttugu prósenta hlut í því. Félagið sá um rekstur veitingastaðarins Pünk á Hverfisgötu en Ásgeir var um tíma framkvæmdastjóri staðarins. 

Tilkynnt er um skiptalokin í Lögbirtingablaðinu en þar kemur fram að héraðsdómur Reykjavíkur hafi úrskurðað félagið gjaldþrota 8. mars 2023. Skiptum á búinu lauk svo 11. janúar en lýstar kröfur í félagið námu 158.448.271 krónum. 

Ekkert fékk greitt í kröfur, fyrir utan 180 þúsund krónur í svokallaðar búskröfur en þar er um að ræða kostnað við skiptin og kröfur sem búið stofnar til.

Félagið var stofnað í október árið 2018 en dyrnar að Pünk voru svo opnaðar seinni hluta ársins 2019, skömmu áður en heimsfaraldur Covid-19 veirunnar fór af stað. Staðnum var svo lokað skömmu áður en búið var tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt grein mbl.is.

Staðurinn er enn opin en er rekinn af nýjum eigenda, Karli Viggó Vigfússyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×