„Leiðinlegasti maður Íslandssögunnar“ unir sér vel Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2024 21:48 Árni Guðmundsson, segir forvarnir eins og ferskvöru. Vísir/Vilhelm Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur, segist ánægður með að hafa verið uppnefndur leiðinlegasti maður Íslandssögunnar í kjölfar þess að hafa kært eigin áfengiskaup til lögreglu. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árni segir uppnefnið draga athyglina að málstað sínum. Hann segir ungu kynslóðina eiga skilið að fá að vera í friði frá áreiti áfengisiðnaðarins, yngri kynslóðir þekki ekki bakföll í forvarnarmálum. Vísir greindi frá því þarsíðustu helgi að Árni hefði gefið sig fram við laganna verði á Hlemmi og kært sjálfan sig fyrir kaup á rútu og svo kippu af íslenskum bjór í netsölu. Fréttin vakti mikla athygli og var Árni meðal annars uppnefndur „leiðinlegasti maður Íslandssögunnar“ á samfélagsmiðlum. Hann er fundinn! Leiðinlegasti maður Íslandssögunnar. https://t.co/GnSoFrpjYL— Hans Orri (@hanshatign) January 6, 2024 Andstæðingarnir rökþrota „Ég held að þarna erum við komin með gott dæmi þegar þú ert í opinberri umræðu og menn eru búnir með nestið sitt og geta ekki farið í rökrænar eða heilbrigðar umræður. Þá nota menn svona stimplun,“ segir Árni í Bítinu. Þetta eru orð sem eru notuð um þig núna? „Já, já. Þetta er eins og að skvetta vatni á gæs. Ég er bara feginn. Þetta dregur athygli að málstaðnum. Mér er alveg sama hvað fólki finnst um mig, sérstaklega þeim sem eru þess sinnis eisn og þeir sem eru að gera svona færslur. Þannig ég uni þessum titli vel. Íslandssögunnar, ekki landsins!“ Unga kynslóðin þekki ekki slæmt ástand Árni segist enn bíða þess að heyra í lögreglunni vegna síns máls. Nú sé liðinn hálfur mánuður. Hann segist merkja kynslóðarmun í viðhorfum til áfengis og rifjar upp skólaböll frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Fjórtán ára krakkar. Áttatíu prósent voru dauðadrukkin og reyktu. Það koma alltaf svona bylgjur,“ segir Árni. Tekist hafi að ná niður áfengisneyslu og reykingum ungmenna. „Við erum reyndar að missa þetta niður í púða núna, 30 prósent ungmenna nota þessa níkótínpúða, en við höfum alltaf þurft að vinna þetta svona. Svo fáum við kynslóð sem er alin upp við góð skilyrði sem heldur að það sé hið hefðbundna. Ég hef alltaf sagt að forvarnir eru ferskvara. Þú þarft alltaf að vera með þetta.“ Bítið Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árni segir uppnefnið draga athyglina að málstað sínum. Hann segir ungu kynslóðina eiga skilið að fá að vera í friði frá áreiti áfengisiðnaðarins, yngri kynslóðir þekki ekki bakföll í forvarnarmálum. Vísir greindi frá því þarsíðustu helgi að Árni hefði gefið sig fram við laganna verði á Hlemmi og kært sjálfan sig fyrir kaup á rútu og svo kippu af íslenskum bjór í netsölu. Fréttin vakti mikla athygli og var Árni meðal annars uppnefndur „leiðinlegasti maður Íslandssögunnar“ á samfélagsmiðlum. Hann er fundinn! Leiðinlegasti maður Íslandssögunnar. https://t.co/GnSoFrpjYL— Hans Orri (@hanshatign) January 6, 2024 Andstæðingarnir rökþrota „Ég held að þarna erum við komin með gott dæmi þegar þú ert í opinberri umræðu og menn eru búnir með nestið sitt og geta ekki farið í rökrænar eða heilbrigðar umræður. Þá nota menn svona stimplun,“ segir Árni í Bítinu. Þetta eru orð sem eru notuð um þig núna? „Já, já. Þetta er eins og að skvetta vatni á gæs. Ég er bara feginn. Þetta dregur athygli að málstaðnum. Mér er alveg sama hvað fólki finnst um mig, sérstaklega þeim sem eru þess sinnis eisn og þeir sem eru að gera svona færslur. Þannig ég uni þessum titli vel. Íslandssögunnar, ekki landsins!“ Unga kynslóðin þekki ekki slæmt ástand Árni segist enn bíða þess að heyra í lögreglunni vegna síns máls. Nú sé liðinn hálfur mánuður. Hann segist merkja kynslóðarmun í viðhorfum til áfengis og rifjar upp skólaböll frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Fjórtán ára krakkar. Áttatíu prósent voru dauðadrukkin og reyktu. Það koma alltaf svona bylgjur,“ segir Árni. Tekist hafi að ná niður áfengisneyslu og reykingum ungmenna. „Við erum reyndar að missa þetta niður í púða núna, 30 prósent ungmenna nota þessa níkótínpúða, en við höfum alltaf þurft að vinna þetta svona. Svo fáum við kynslóð sem er alin upp við góð skilyrði sem heldur að það sé hið hefðbundna. Ég hef alltaf sagt að forvarnir eru ferskvara. Þú þarft alltaf að vera með þetta.“
Bítið Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?