„Leiðinlegasti maður Íslandssögunnar“ unir sér vel Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2024 21:48 Árni Guðmundsson, segir forvarnir eins og ferskvöru. Vísir/Vilhelm Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur, segist ánægður með að hafa verið uppnefndur leiðinlegasti maður Íslandssögunnar í kjölfar þess að hafa kært eigin áfengiskaup til lögreglu. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árni segir uppnefnið draga athyglina að málstað sínum. Hann segir ungu kynslóðina eiga skilið að fá að vera í friði frá áreiti áfengisiðnaðarins, yngri kynslóðir þekki ekki bakföll í forvarnarmálum. Vísir greindi frá því þarsíðustu helgi að Árni hefði gefið sig fram við laganna verði á Hlemmi og kært sjálfan sig fyrir kaup á rútu og svo kippu af íslenskum bjór í netsölu. Fréttin vakti mikla athygli og var Árni meðal annars uppnefndur „leiðinlegasti maður Íslandssögunnar“ á samfélagsmiðlum. Hann er fundinn! Leiðinlegasti maður Íslandssögunnar. https://t.co/GnSoFrpjYL— Hans Orri (@hanshatign) January 6, 2024 Andstæðingarnir rökþrota „Ég held að þarna erum við komin með gott dæmi þegar þú ert í opinberri umræðu og menn eru búnir með nestið sitt og geta ekki farið í rökrænar eða heilbrigðar umræður. Þá nota menn svona stimplun,“ segir Árni í Bítinu. Þetta eru orð sem eru notuð um þig núna? „Já, já. Þetta er eins og að skvetta vatni á gæs. Ég er bara feginn. Þetta dregur athygli að málstaðnum. Mér er alveg sama hvað fólki finnst um mig, sérstaklega þeim sem eru þess sinnis eisn og þeir sem eru að gera svona færslur. Þannig ég uni þessum titli vel. Íslandssögunnar, ekki landsins!“ Unga kynslóðin þekki ekki slæmt ástand Árni segist enn bíða þess að heyra í lögreglunni vegna síns máls. Nú sé liðinn hálfur mánuður. Hann segist merkja kynslóðarmun í viðhorfum til áfengis og rifjar upp skólaböll frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Fjórtán ára krakkar. Áttatíu prósent voru dauðadrukkin og reyktu. Það koma alltaf svona bylgjur,“ segir Árni. Tekist hafi að ná niður áfengisneyslu og reykingum ungmenna. „Við erum reyndar að missa þetta niður í púða núna, 30 prósent ungmenna nota þessa níkótínpúða, en við höfum alltaf þurft að vinna þetta svona. Svo fáum við kynslóð sem er alin upp við góð skilyrði sem heldur að það sé hið hefðbundna. Ég hef alltaf sagt að forvarnir eru ferskvara. Þú þarft alltaf að vera með þetta.“ Bítið Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árni segir uppnefnið draga athyglina að málstað sínum. Hann segir ungu kynslóðina eiga skilið að fá að vera í friði frá áreiti áfengisiðnaðarins, yngri kynslóðir þekki ekki bakföll í forvarnarmálum. Vísir greindi frá því þarsíðustu helgi að Árni hefði gefið sig fram við laganna verði á Hlemmi og kært sjálfan sig fyrir kaup á rútu og svo kippu af íslenskum bjór í netsölu. Fréttin vakti mikla athygli og var Árni meðal annars uppnefndur „leiðinlegasti maður Íslandssögunnar“ á samfélagsmiðlum. Hann er fundinn! Leiðinlegasti maður Íslandssögunnar. https://t.co/GnSoFrpjYL— Hans Orri (@hanshatign) January 6, 2024 Andstæðingarnir rökþrota „Ég held að þarna erum við komin með gott dæmi þegar þú ert í opinberri umræðu og menn eru búnir með nestið sitt og geta ekki farið í rökrænar eða heilbrigðar umræður. Þá nota menn svona stimplun,“ segir Árni í Bítinu. Þetta eru orð sem eru notuð um þig núna? „Já, já. Þetta er eins og að skvetta vatni á gæs. Ég er bara feginn. Þetta dregur athygli að málstaðnum. Mér er alveg sama hvað fólki finnst um mig, sérstaklega þeim sem eru þess sinnis eisn og þeir sem eru að gera svona færslur. Þannig ég uni þessum titli vel. Íslandssögunnar, ekki landsins!“ Unga kynslóðin þekki ekki slæmt ástand Árni segist enn bíða þess að heyra í lögreglunni vegna síns máls. Nú sé liðinn hálfur mánuður. Hann segist merkja kynslóðarmun í viðhorfum til áfengis og rifjar upp skólaböll frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Fjórtán ára krakkar. Áttatíu prósent voru dauðadrukkin og reyktu. Það koma alltaf svona bylgjur,“ segir Árni. Tekist hafi að ná niður áfengisneyslu og reykingum ungmenna. „Við erum reyndar að missa þetta niður í púða núna, 30 prósent ungmenna nota þessa níkótínpúða, en við höfum alltaf þurft að vinna þetta svona. Svo fáum við kynslóð sem er alin upp við góð skilyrði sem heldur að það sé hið hefðbundna. Ég hef alltaf sagt að forvarnir eru ferskvara. Þú þarft alltaf að vera með þetta.“
Bítið Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira