Diouf reyndi að róa brjálaðan Onana niður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2024 16:00 El-Hadji Diouf reynir að róa André Onana niður. André Onana, markvörður Manchester United, var afar ósáttur að vera utan hóps þegar Kamerún mætti Gíneu á Afríkumótinu í gær. Onana spilaði með United í 2-2 jafnteflinu gegn Tottenham á sunnudaginn og flaug síðan til Fílabeinsstrandarinnar þar sem Afríkumótið fer fram. Flestir bjuggust við því að Onana myndi spila leikinn gegn Gíneu í gær en hann var utan hóps þrátt fyrir að vera kominn þremur klukkutímum áður en flautað var til leiks. Og markvörðurinn var vægast sagt ósáttur. „Ef ég var ekki að fara að spila eða vera í hóp af hverju kom ég hérna í einkaflugvél?“ öskraði Onana ítrekað. Á myndbandi sem náðist af Onana fyrir leikinn gegn Gíneu sást El-Hadji Diouf, fyrrverandi landsliðsmaður Senegals og leikmaður Liverpool, reyna að róa markvörðinn niður. Diouf er ekki beint þekktur rólyndismaður svo óvíst er hversu vel honum gekk að tala Onana til. André Onana est bien là. Restez bien sûr @cplussportafr, il se pourrait qu il vienne nous dire un mot. #AFCON2023 #GUICAM pic.twitter.com/8tsT5ma6rw— Lee-Roy Kabeya (@LRKabeya) January 15, 2024 Fabrice Ondoa, markvörður Nimes í Frakklandi, stóð í marki Kamerúns í leiknum gegn Gíneu í gær. Hann kom engum vörnum við þegar Mohamed Bayo kom Gíneu yfir á 10. mínútu. Franck Magri jafnaði fyrir Kamerún í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Lokatölur 1-1. Onana hefur ekki spilað með kamerúnska landsliðinu síðan á HM 2022. Þar var hann sendur heim eftir deilur við landsliðsþjálfarann Rigobert Song og hætti í kjölfarið í landsliðinu. Hann hætti hins vegar við að hætta fyrir Afríkumótið en óvíst er hvaða áhrif nýjustu vendingar hafa á stöðu hans í landsliðinu. Næsti leikur Kamerúns á mótinu er gegn Afríkumeisturum Senegals á föstudaginn. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Onana spilaði með United í 2-2 jafnteflinu gegn Tottenham á sunnudaginn og flaug síðan til Fílabeinsstrandarinnar þar sem Afríkumótið fer fram. Flestir bjuggust við því að Onana myndi spila leikinn gegn Gíneu í gær en hann var utan hóps þrátt fyrir að vera kominn þremur klukkutímum áður en flautað var til leiks. Og markvörðurinn var vægast sagt ósáttur. „Ef ég var ekki að fara að spila eða vera í hóp af hverju kom ég hérna í einkaflugvél?“ öskraði Onana ítrekað. Á myndbandi sem náðist af Onana fyrir leikinn gegn Gíneu sást El-Hadji Diouf, fyrrverandi landsliðsmaður Senegals og leikmaður Liverpool, reyna að róa markvörðinn niður. Diouf er ekki beint þekktur rólyndismaður svo óvíst er hversu vel honum gekk að tala Onana til. André Onana est bien là. Restez bien sûr @cplussportafr, il se pourrait qu il vienne nous dire un mot. #AFCON2023 #GUICAM pic.twitter.com/8tsT5ma6rw— Lee-Roy Kabeya (@LRKabeya) January 15, 2024 Fabrice Ondoa, markvörður Nimes í Frakklandi, stóð í marki Kamerúns í leiknum gegn Gíneu í gær. Hann kom engum vörnum við þegar Mohamed Bayo kom Gíneu yfir á 10. mínútu. Franck Magri jafnaði fyrir Kamerún í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Lokatölur 1-1. Onana hefur ekki spilað með kamerúnska landsliðinu síðan á HM 2022. Þar var hann sendur heim eftir deilur við landsliðsþjálfarann Rigobert Song og hætti í kjölfarið í landsliðinu. Hann hætti hins vegar við að hætta fyrir Afríkumótið en óvíst er hvaða áhrif nýjustu vendingar hafa á stöðu hans í landsliðinu. Næsti leikur Kamerúns á mótinu er gegn Afríkumeisturum Senegals á föstudaginn.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira