Roma staðfesti ráðninguna á De Rossi í hádeginu. Hann er þar boðinn velkominn aftur heim en De Rossi er goðsögn hjá félaginu.
AS Roma are pleased to confirm that Daniele De Rossi has been appointed as head coach until 30 June 2024.
— AS Roma English (@ASRomaEN) January 16, 2024
Welcome home, Daniele!
https://t.co/7e6RgE4dmA#ASRoma pic.twitter.com/2GWqAEGnKY
De Rossi lék með Roma á árunum 2001-19, alls 616 leiki en hann er næstleikjahæstur í sögu félagsins á eftir Francesco Totti. De Rossi lék svo um skamma hríð með Boca Juniors í Argentínu áður en hann lagði skóna á hilluna 2020.
De Rossi var í þjálfarateymi Ítala sem urðu Evrópumeistarar 2021 og tók svo við SPAL í október 2022. Hann var rekinn þaðan í febrúar í fyrra og hefur ekki þjálfað síðan.
Fyrsti leikur Roma undir stjórn De Rossis verður gegn Verona á laugardaginn. Roma er í 9. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.