Anníe Mist og Katrín Tanja hjálpa konum á breytingaskeiðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2024 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Daviðsdóttir hafa stofnað fyrirtæki utan um verkefnið. Ekki í fyrst sinn sem þær vinna saman fyrir utan CrossFit íþróttina. @empowerbydottir Íslensku CrossFit heimsmeistararnir Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Daviðsdóttir hafa nú stofnsett verkefni sem hefur það markmið að hjálpa konum þegar þær fara í gegnum breytingaskeiðið. Anníe og Katrín hafa báðar unnið tvo heimsmeistaratitla og komist samtals tíu sinnum á verðlaunapall á heimsleikum. Þær hafa báðar yfir 1,4 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum og geta því komið mikilvægum fróðleik til þeirra sem geta nýtt sér hann til að bæta líf sitt. Anníe og Katrín vilja nú nota sitt sviðsljós til að koma réttum upplýsingum til skila og aðstoða konur þegar þær fara í gegnum tíðahvörfin. Þær vilja hjálpa þessum konum að nýta sér hreyfingu og annað til að líða sem best á þessu sérstaka tíma. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Anníe og Katrín kynntu vefinn og verkefnið sem hefur heimili á empowerbydottir, bæði á samfélagsamiðlum sem og á netinu á empowerbydottir.com. „Við fengum innblástur frá mömmum okkar og það sem rekur okkur áfram er ástríða okkar fyrir því að hjálpa konum að að skilja betur og takast betur á við nýjan líkama sinn. Þetta er æfingakerfi sem er sett sérstaklega saman fyrir ykkur til að verða sem besta útgáfan af ykkur sjálfum á breytingaskeiðinu,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram. Íslensku CrossFit drottningarnar hafa gríðarlega reynslu og þekkingu frá frábærum ferli sínum en þær eru líka með vísindin með sér í liði. Þær leituðu nefni til doktors í þessum fræðum til að aðstoða þær. Sú er doktor Stacy Sims sem hefur sérhæft sig í lífeðlisfræði og næringarfræði kvenna. „Mín sýn er heimur fullur af heilbrigðum konum sem skilja líkamann sinn og það hvernig er besta að vinna með einstaka lífeðlisfræði sína. Hjálpa þessum konum að gera sér betur grein fyrir því hvaða kostir fylgja tíðahringnum og hvernig er best að búa til jákvæðni tengdu því að vera kona í íþróttum. Í sameiningu getum við breytt neikvæðri umræðu og hjálpað konum að vaxa og dafna í grenum rannsóknir, vísindi og íþróttir,“ er haft eftir Stacy Sims á síðu empowerbydottir. CrossFit Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Anníe og Katrín hafa báðar unnið tvo heimsmeistaratitla og komist samtals tíu sinnum á verðlaunapall á heimsleikum. Þær hafa báðar yfir 1,4 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum og geta því komið mikilvægum fróðleik til þeirra sem geta nýtt sér hann til að bæta líf sitt. Anníe og Katrín vilja nú nota sitt sviðsljós til að koma réttum upplýsingum til skila og aðstoða konur þegar þær fara í gegnum tíðahvörfin. Þær vilja hjálpa þessum konum að nýta sér hreyfingu og annað til að líða sem best á þessu sérstaka tíma. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Anníe og Katrín kynntu vefinn og verkefnið sem hefur heimili á empowerbydottir, bæði á samfélagsamiðlum sem og á netinu á empowerbydottir.com. „Við fengum innblástur frá mömmum okkar og það sem rekur okkur áfram er ástríða okkar fyrir því að hjálpa konum að að skilja betur og takast betur á við nýjan líkama sinn. Þetta er æfingakerfi sem er sett sérstaklega saman fyrir ykkur til að verða sem besta útgáfan af ykkur sjálfum á breytingaskeiðinu,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram. Íslensku CrossFit drottningarnar hafa gríðarlega reynslu og þekkingu frá frábærum ferli sínum en þær eru líka með vísindin með sér í liði. Þær leituðu nefni til doktors í þessum fræðum til að aðstoða þær. Sú er doktor Stacy Sims sem hefur sérhæft sig í lífeðlisfræði og næringarfræði kvenna. „Mín sýn er heimur fullur af heilbrigðum konum sem skilja líkamann sinn og það hvernig er besta að vinna með einstaka lífeðlisfræði sína. Hjálpa þessum konum að gera sér betur grein fyrir því hvaða kostir fylgja tíðahringnum og hvernig er best að búa til jákvæðni tengdu því að vera kona í íþróttum. Í sameiningu getum við breytt neikvæðri umræðu og hjálpað konum að vaxa og dafna í grenum rannsóknir, vísindi og íþróttir,“ er haft eftir Stacy Sims á síðu empowerbydottir.
CrossFit Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira